Breiðablik - 01.12.1906, Qupperneq 3

Breiðablik - 01.12.1906, Qupperneq 3
BREIÐABLÍK 103 að í þeim efnum g"æti hver maður hag"að sér eins og' honum sýndist, ef þe i r að eins væri látnir í friði. Og" þegar einhver hefir talað máli trúrækninnar, hafa þeir að eins brosað í kamp, og ypt öxlum. Meiri stuðning en þetta hefir trúræknin í fari þjóðar vorrar ekki getað hrósað sér af í garði menta- manna sinna og veraldlegra em- bættismanna yfirleitt. Heiðar- legar undantekningar hafa auð- vitað ávalt átt sér stað. Ýmsir hafa álitið það sjálfsagt að vera trúræknir hið ytraaðminsta kosti. Það hefði hollari áhrif fyrir þjóð- lífið. Og sumir hafa verið það í raun og veru, af því þeir hafa geymt lifandi kristindóm í hjarta. En þeir hafa verið raunalega fáir. Þeim mun meiri eftirtekt vekur það, þegar það kemur í Ijós, að ein af lijartfólgnustu óskum manns, sem stöðugt er um stjórn- mál og önnur veraldleg framfara- mál að hugsa og rita,er óskin um, að þjóð vor verði í sannleika trú- rækin þjóð. Skelfing á það víst langt í land samt enn, að sú ósk nái fram að ganga. Það ermargt sembreytast þarf þangað til. Ef til vill er oss þó að einhverju leyti að þoka í áttina, og' von um áframhald, ef eigi brysti dugnað til að blása að þeim kolum. En eitt hefir oss furðað áog það stórkostlega. Hví er eigi meira um þetta talað? Hví er trúrækni og þeim hugsunum, er standa í sambandi við hana eigi gefið rýmra sæti í málstofu þjóðar vorrar ? Hví ganga íslenzk blöð, sem nú eru svo mörg orðin, nokkurn veg- inn alveg þegjandi fram hjá þess- ari hlið þjóðlífs vors ? Fagurt er aðala þá ósk í brjósti, að þjóð vor verði trúrækin. En það verður með þá ósk eins og aðrar, að lítið verður úr henni, ef ekkert er að gjört. Orð eru til alls fyrst. Ef það er áhugamál áannað borð, að þjóð vor verði trúrækin þjóð, hví er þá ekki ofurlitlu af dálkarúmi blað- anna varið til að ræða þá lilið ís- lenzks þjóðlífs? Ef trúrækni, kristindómur og trúarbrögð eru þjóð vorri einungis farartálmi í á- liti leiðtoga hennar, ætti bæði þeir og hún að gjöra sér það Ijóst. En ef líf og velferð,— vöknun á öllum svæðum og samheldni er undir vakandi kristindómi kornið, ætti menn eigi að láta undir höfuð leggjast að gjöra sér grein fyrir slíku. Þá ætti allir trúræknir menn með þjóð vorri að leggjast á eitt og blása að trúrækninni í fari Is- lendingsins með orðum og eftir- irdæmi. Síra Magnús Helgason, kenn- ari við skólann í Hafnarfirði, hefir nýlega flutt ræðu á kennarafundi, sem þar var haldin, um kristin- dómsfræðslu. Ræða þessi er eitt hið mesta alvöruorð, er vér höfum lengi séð, um nauðsyn þess að koma lifandi kristindómi inn í sálir

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.