Breiðablik - 01.12.1906, Side 2
102
B R E I Ð A B L I K.
elska það ætlunarverk svo, að vér
leg-gjum líf og kraft vorn allan í
sölur fyrir það — í þeirri traustu
trú, að þá sé ekki til einskis lifað.
Hefir þú mikinn fög'nuð í hjarta
þínu maður ? Ut af hverju er
hann ?
Hann sem á jólum fæddist, var
]íf og ljós mannanna. Hann var
æðsta opinberan lífsins. Það er
fögmuður að líkjast honum —
fögnuður að skilja lífið og ætlun-
arverk þess á þann hátt sem hann
skildi það — fögmuður að verja
því eins og hann varði því —
fögriuður að hup'sa 'hugfsanir hans
— fögnuður að geyma þær í sálu
sinni, — fögnuður að bera þær inn
til annarra manna, að þeir fái eirn-
að sér við þær og orðið glaðir.
Sá, sem lífið skoðar eins og
hann, skoðar það frá bjartri hlið.
Aldrei var hann í efa um sigur.
Lífið á að verða öllum sigur. Til
að sannfæra mennina um það,
varði hann lífi sínu öllu.
Skoðum þá lífið í því ljósi, sem
hann gaf. Fögnum yfir því að
lifa brot af því lífi, sem hann lifði.
Hann tók á sig þjónsmynd.
Hvernig þjónum vér lífinu ?
Skiljum vér erindi lífs vors líkt
og hann ? Skilum vér því á sama
hátt og hann ? Látum vér það
verða mönnunum fagnaðarerindi
eins og hann ? Verður fög-nuður
lífsins nokkuð meiri af vorum
völdum ?
Berum vér sáttarorð á rnilli eins
02" hann?
TRÚRÆKIN ÞJÓD.
pj'YRiR nokkuru síðan var snjöll
ræða flutt af einum helzta
manni þjóðar vorrar í samkvæmi
einu í Reykjavík, sem vér þykj-
umst viss um, að mörgum sé enn
minnisstæð.
Ræðumaðurinn sagði, að ef
hann ætti óskastundina, væri það
þrjár óskir, er hann hafði fram að
bera þjóð vorri til handa, öllum
öðrum óskum fremur.
Ein óskin var að íslendingar
væri t r ú r æ k i n þjóð. Mörgum
mun sú óskin minnisstæðust afþví
hún er svo óvanaleg. Ef prestur
hefði hér átt hlut að máli, myndi
flestum hafa þótt hún eðlileg, þó
ekki sé það í raun og veru nema
tiltölulega fáir íslenzkir prestar, er
frarn hafa komið með þá ósk.
En í þetta sinn var það mentað-
ur leikmaður, sem talaði, — einn
þeirra manna, er lengi hefir flest-
um mönnum rækileg"ar ritað og"
O O
hugsað um velferð þjóðar vorrar
einkum í stjórnmálum og öðrum
veraldlegum framfaramálum.
Hve undarlegt og óvanalegt að
heyra slíkan mann bera trúrækni
þjóðar vorrar fyrir brjósti. Um
menn í hans stöðu höfum vér átt
því helzt að venjast, að þeir hafi
verið allri trúrækni andvígir í
hjarta og naumastgetað litið hana
réttu auga í fari annarra.
Eða þeir hafa látið alt þess
konar öldungis afskiftalaust, sagt,