Breiðablik - 01.12.1906, Qupperneq 15

Breiðablik - 01.12.1906, Qupperneq 15
BREIÐABLIK. urinn. Svo þökkuðu þau fyrir sig ogf héldu áfram. Og- var gott fyrir þau, að þau þurftu nú ekki lengur að leita matar og náttstaðar úti í skógrmum,heldur gátu farið nieð bæjum og þó að sumstaðar væri langt milli bæja og mikil fátækt alstaðar, gátu þau samt alt af fengið húsaskjól og brauð þegar þau þurftu þess með; því fólkið kendi í brjóst um þau. En björk- ina ogf stjörnuna fundu þau ekki. Þau leituðu þeirra bæ frá bæ;og þau sáu marg- ar bjarkir og margar stjörnur, en ekki þá sem þau voru að leita að. ,,Æ“, sagði stúlkan og stundi þung- an; ,,Finnland er svo stórt og við erum svo lítil; við flnnum víst aldrei heimilið okkar“. Eti bróðir hennar ávítaði hana og sagði : ,,Trúir þú á guð?“ ,,Já“, sagði stúlkan. ,,Þú veizt þá líka“, sagði hann; ,,að það hafa koniið fyrir meiri kraftaverk en þetta. Þegar hirð- arnir fóru um nóttina til Betlehem, fór stjarnan á undan þeim. Hún fer líka á undan okkur ef, við trúum“. ,,Já“, sagði stúlkan, eins og hún var alt af vön að segja við bróður sinn, Og svo héldu þau áfram með öruggu trausti. Loks komu þau eitt kvel'd að afskekt- um bæ, og höfðu þau þá verið á leiðinni á annað ár; það var hvítasunnudagskveld seinast í maímánuði, þegar trén voru að byrja að laufgast. Þegar þau gengu inn um hliðið, sáu þau í garðinum stóra björk og fallega, og gegn um ljósgrænt laufið skein skært kveldstjarnan Það var svo bjart, að ekki sást á himniniim nema þessi eina stjarna; því hún var stærst og skærust þeirra allra. ,,Þarna er björkin okkar !“ æpti drengurinn undir eins. ,,Þarna er stjarn- an okkar!“ sagðisystir hans undir eins. Og þau föðmuðust og þökkuðu guði; og gleðitárin runnu niður eftir vöngum þeirra. ,,Hérna er hesthúsið, þar sem pabbi var vanur að láta hestana inn“, sagði drengurinn. 115 ,,Og þarna er brunnurinn, þar sem mamma var vön að brynna kúnum“, sagði stúlkan. ,,Þarna eru tvö lítil krossmörk undir björkinni“, sagði drengurinn; ,,hvað skyldi þau eiga að þýða?“ ,,Eg þori ekki að fara inn í húsið“, sagði stúlkan. ,,Kanske pabbi og mamma sé ekki lengur á lífi, og þó svo væri, þá þekkja þau okkur ef til vill ekki aftur. Far þú á undan bróðir minn!“ ,,Þei, þei! við skulum heyra hvað sagt er inni“, sagði drengurinn, og nam staðar við dyrnar. Inni í húsinu sátu gömul hjón; elli- leg voru þau að minsta kosti, og rauna- leg á svipinn. Maðurinn sagði við konu sína: ,,Já“, nú er blessuð hvítasunnuhátíðin , og á henni sendi guð huggarann til þeirra, sem voru hryggir; en til okkar kemur engin huggun. Öll börnin okkar fjögur erum við búin að missa; tvö þelrra sofa undir björkinni, og hin tvö eru ein- hvers staðar í óvina landi, og þau koma líklega aldrei aftur til okkar. Það er þungbært að vera sviftur sínum, þegar maður er orðinn gamall“. Konan svaraði honum aftur og sagði: ,,Er guð ekki almáttugur og algóður? Hann, sem leysti Israelsmenn úr ánauð- inni, getur lika gefið okkur börnin aftur, ef hann sér, að okkur er það fyrir beztu. Hvað skyldi annars yngri börnin okkar vera gömul, ef þau væri á lífi?“ ,,Drengurinn er nú sextán ára“, svar- aði maðurinn, ,,og stúlkan fimtán. En við erum ekki verð þess meðlætis, að fá að sjá börnin okkar aftur“. Þegar hann var að sleppa orðinu, var dyrunum lokið upp, og inn komu dreng- ur og stúlka, sem sögðust vera langt að komin og báðu að gefa sér brauð- bita. „Komið þið inn fyrir börnin góð“, sagði gamli maðurinn; ,,og verið þið

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.