Breiðablik - 01.12.1906, Síða 9

Breiðablik - 01.12.1906, Síða 9
BREIÐABLIK. 109 skemstu, kemur skýrt franr í ljóöum þessum, og jafnvel enn betur en fyr. En framsetningin er nú að mestu Ijós og skipuleg'. Sjálfsagt að viðurkenna, að þunglyndi skipar öndvegi í ljóðum þess- um. En það eru ekki lengur óeðlilegar verur, heldur blátt áfram menn og konur, sem sumir hverir eru álitnir „glerbrot á haugi mannfélagsins“. Og- þeir, sem annars skilja það, sem augum mætir í heimi þessum, taka víst fæstir til þess, þó virkileikinn skipi hærra sæti en gyllingar. Eg fyrir mitt leyti skrifa óhikað undir þessa setningu Magnúsar: ,,Þér op- timistar, málið sjálfir svart, en segið alt í heiminum sé bjart“. Ljóðabók þessi heíir að verðleikum mætt allgóðum viðtökum hér vestra,mest þess vegna, að svo mörg af kvæðunum eru lýsingar, blátt áfram sagðar og að flestu leyti sannar. Og Magnús hefir glögt auga, enda nær hann sér bezt niðri, er hann lýsir atburðum. Hitt er honum ósýnna um að kafadjúptsæ hugs- ananna, enda reynir hann það sjaldan. En fáum mun takast betur að benda á samræmi í blæ hinnar ytri náttúru og hugsanalífi einstaklingsins, enda virðast mér kvæði eins og ,,Hún frænka mín í skóginum“, bera þess ljósan vott,að hér sé um engan viðvaning að ræða, er þýða skal spjöld þau, er „Mother Nature“ kennir börnum sínum að stafa á. Sá kvæðabálkur er eitt hið bezta sem Magnús hefir ort. En aðalverk Magnúsar er enn ótalið. „Eiríkur Hansson“, skáldsaga í þremúr þáttum, byrjaði aö koma út stuttu fyrir aldamótin síðustu, og eru nú allir þætt- irnir fyrir löngu orðnir almennings eign. Fj'rsti þáttur ,,Eiríks Hanssonar“ er hið bezta ritverk, er Magniis hefir fram- leitt, enda engin vestur-íslenzk skáldsaga myndarlegri. Framsetningin er blátt á- fram og efnið hugðnæmt hverjum þeim, sem skilur þrautir þær, er íslenzkir land- nemar hér áttu við að etja. Prófarka- lestur hefði getað verið skárri, að því verki hefir höndunum verið kastað. Stíll höfundarins er látlaus og lipur, þó lit af því bregði á stundum. Er það helzt þeg- ar Eiríkur lýsir sínum eigin hugsunum, t. d. hvað hann aumkar alla skapaða hluti. Tilfinningin er göfug. Þær máls- greinar verða að ,,þreytandi þu|u“, þegar sömu orðin eru marg-endurtekin. Verið getur, að lærðir menn í Nýja Skotlandi (Sbr. Braddon læknir) hafi viðhaft nokk- ur latnesk orðatiltæki: ,,Mens sana in corpore sano“, ,,De mortuis nil nisi bene“, og fleira. En varla er eðlilegt, að hann (Braddon) þylji sí og æ upp með- alanöfn og sjúkdóma, og telji á fingrum sér. Þó er hitt enn meir óviðeigandi, að margar persónur í sögunni hafa ýms hjá- kátleg orðatiltæki. Margir m.enn temja sér einhver orðati tæki sem svo verða að vana, en varla stagast þeir á þeim svo að segja í hverri setningu. Ber mest á því hjá skozka kínverjanum Sing Song, og göfugmenninu Sandford, myndarleg- ustu persónu sögunnar. Landslagslýsingar eru ágætar, og hið sama má segja um ýmsa kafla bókarinnar, t. d. lýsingu skólans hans Cracknell’s, samdrætti Geirs og Rakelar, ferðalagið vestur um hafið, vináttu Eiríks og Sand- ford’s fjölskyldunnar, o.fi. En sérstak- leg hugðnæmt virðist mér vera að lesa endi sögunnar, þegar Eiríkur verður skjól og skjöldur Löllu og barna hennar. Enga slíka sögu minnist eg að hafa lesið, þar sem hreinni lyndiseinkunnir sé sýndar, nema ef vera skyldi Jean Valjean í Les Miserables. Það er hressandi að hugsa um jafngóðar manneskjur eins og Sandfords hjónin og dóttur þeirra. Jafn- vel Braddon læknir er góðmenni, og bros- ir hið ytra,er hann grætur hið innra. Og alt er það graskulaust spaug, sem ein- kennir Harris og námsmennina í Sangiers. Hinurn lakari persónum bókarinnar er ófullkomnast lýst, enda sumum all-bjákát-

x

Breiðablik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.