Breiðablik - 01.12.1906, Blaðsíða 16
116
BREIÐABLIK
hjá okkur í nótt. Æ, svona stór hefði
yngri börnin okkar getað verið, ef við
hefðum fengið að halda þeim“.
,,En hvað þetta eru lagleg börn“,
sagði konan; „svona falleg hefði líka
börnin okkar getað verið, ef þau hefði
fengið að lifa hjá okkur“.
Og gömlu hjónin fóru að gráta.
Þá gátu systkinin ekki lengur ráðið
við tilfinningar sínar, heldur föðmuðu
grátandi foreldra sína að sér og sögðu :
,,Þekkið þið okkur ekki aftur? Við, sem
erum börnin ykkar; og guð hefir dá-
samlega leitt okkur heim til ykkar frá
ókunna landinu“.
Og foreldrarnir föðmuðu þau að sér
með óumræðilegum kærleika, og þau
krupu öll og vegsömuðu guð fyrir það,
að hann hefði á sjálfan hvítasunnudag-
inn sent þeim öllum svo mikla huggan.
Svo urðu börnin að segja foreldrum
sínum frá því, sem á dagana hafði drif-
ið fyrir þeim, og foreldrarnir eins börn-
unum; og þó að mikið andstreymi hefði
verið báðum megin, þá fanst þeim það
nú alt vera horfið og snúið í fögn-
uð. Gamli maðurinn tók á handleggj-
um sonar síns, og gladdist af því, hve
sterkir þeir voru; og gamla konan strauk
höndunum um jarpa hárið á dóttur sinni
og kysti hana hvað eftir annað. ,,Já“,
sagði hún; ,,það hlaut að vita á eitt-
hvað gott, að tveir fuglar sungu svo
glatt í björkinni í dag“.
,,Þá þekki eg“, sagði stúlkan; ,,það
eru tveir englar í fuglslíki, sem hafa
flogið á undan okkur alla leiðina og
leiðbeint okkur; og nú gleðjast þeir
með okkur af því, að við erum komin
heim“. —
,,Komiðþið“, sagði drengurinn; ,,við
skulum enn einu sinni heilsa björkinni
og stjörnunni. Líttu á systir mín, þarna
undir björkinni sofa systkin okkar. Ef
það nú værum við, sem svæfum þarna
undir græna leiðinu, og systkin okkar
stæði hérna í okkar stað hjá leiðunum
okkar, hvar værum við þá?“
,,Þá væruð þið englar guðs á himn-
um“, svaraði móðir þeirra blíðlega.
,,Nú veit eg nokkuð “, sagði stúlkan;
,,Englarnir í fuglslíki, sem fylgdu okkur
alla leiðina og hafa boðað heimkomu
okkar hér í björkinni í dag, það eru
systkin okkar, sem sofa í gröfinni þarna.
Það eru þau, sem altaf hvísluðu að
okkur: Farið heim! Farið þið heim,
til þess að hugga pabba og mömmu!
Það eru þau, sem vísuðu okkur veg í
óbygðunum, svo að við dóum ekki úr
hungri, og bjuggu okkur hvílurúm úr
mosa, svo að við gátum sofið vært, og
sendu okkur bát við straumhörðu árnar,
svo að við druknuðum ekki. Það voru
líka þau, sem sögðu við okkur: ,,Þetta
er björkin, og þetta er stjarnan, sem
þið eruð að leita að“. Því guð hefir
útvalið þau og sent þau til þess að
hjálpa okkur. Þökk sé þeim, blessuð-
um systkinunum okkar! og þökk sé
þér, góði guð!“
,,Já“, sagði drengurinn; ,,og líttu á,
hve skært blessuð stjarnan skín gegn um
lauf bjai karinnar! Nú erum við komirt
heim; nú þurfum við ekki að fara lengra,
systir mín“.
,,Börnin mín“, sagði gamli maðurinn;
,,líf mannsins hér á jörðu er ferðalag
að eilífðarmarkinu. Haldið þið alt af
áfram, hafið guð í hjörtum ykkar og
markið himneska sífelt fyrir augum.
Þið hélduð ótrauð áfram ferð ykkar
undir leiðsögn englanna; þeir sé alt af
förunautar ykkar! Þið stefnduð að
björkinni; hún táknar ættjörð ykkar.
Vinnið henni gagn og unnið henni
meðan ykkur endist aldur! Þið stefnd-
uð á stjörnuua; hún táknar eilífa lífið.
Látið hana lýsa ykkur alla æfi!“
,,Amen, það verði!“ sagði móðirin og
börnin, og horfðu til himins.
BREIDABLIK. Mánaðarrit til stuðnings íslenzkrí
mennlng-. Fridrik J. Bergmann, ritstjórí. Heimili 259
Spence Strreet, Winnípeg. Telephone 6345. Olafur S
Thorgeirsson, útgefandi. Heimili og afgreiðslustofa blað-
sins 678 Sherbrooke Str., Winnipeg, Canada. Telephone
4342. Verð : Hver árg. 1 doll. Hvert eintak 10 cts. —
Borgist fyrirfram.
Prentsmidja Ólafs S. Tiiorgeirssonar.