Breiðablik - 01.12.1906, Blaðsíða 4
BREIÐABLIK
barnanna. Það sé aðalatriði
barnakenslu með kristinni þjóð.
Eitt blaðið hefir minst á ræðu
þessa og- gjört það mjög vingjarn-
lega. En það hefir á það bent, að
þetta væri ofætlan, að ætlast til
þess af alþýðukennurum, að þeir
kæmi kristindómi inn hjá börnun-
um. Þeir muni naumast gjöra
það með nokkurri þjóð.
Víster um það, að illa færi, ef
nokkur þjóð varpaði allri áhyggju
í þessu efni upp á alþýðukenrtara.
Ætlunarverk þeirra er of örðugt
og margbrotið til þess. Og tíma
mest öllum verða þeir að verja til
að koma undirstöðu atriðum ver-
aldlegrar þekkingar inn í hugann.
Samt sem áður er það hverri
þjóð óumræðilegur ávinningur í
kristilegu tilliti að hafa kristilega
hugsandi alþýðukennara, — trú-
rækna menn og konur, er sann-
færð eru um það í hjarta sínu, að
hverjum manni sé það skilyrði
velferðar og lífsgæfu, að vera trú-
rækinn maðuf í orðsins bezta
skilningi.
Með öðrum orðum : Af öllu
því,sem kent er á alþýðuskólum,er
lífsskoðanin aðalatriðið. Og henn-
ar verður ósjálfrátt vart, hvað sem
verið er að kenna.
Með trúræknum mönnum er það
álitið óumræðilegt tjón, þegar svo
ber við, að kennarinn virðir trú-
ræknina vettugi. Það er þá litið
svo á sem frækornum lotningar-
leysis og óhamingju verði ósjálf-
rátt sáð í barnssálirnar, jafnvel þó
það sé ekki gjört með ásetningi.
Hér í landi er trúrækni foreldra
víðast hvar svo viðkvæm, að þeir
þora eigi að trúa slíkum kennur-
um fyrir börnum sínum. Þeim er
vanalega hafnað, enda oftast ann-
arra kostur.
Allur þorri lýðskólakennara hér
er sérlega vel kristið fólk. Lífs-
skoðan kristindómsins er eindreg-
ið haldið að börnunum á lýðskól-
um lands þessa nokkurn veginn
undantekningarlaust.
Á þetta er alveg jafnmikil á-
herzla lögð, þó hér sé engin krist-
indómsfræðsla í skólunum. Þjóð-
in hefir svo eindregna sannfær-
ingu fyrir því, að kristileg lífs-
skoðan sé velferðarskilyrði, að
hún þolir ekki að börnunum sé
annað boðið.
Hvernig er nú þetta með oss ?
Er oss ant um þetta ? Eða stend-
ur oss á sama ? Hvað álítum vér
börnum vorum hollast í þessu
efni ? Trúrækni eða ræktarleysi ?
Er eigi tími til kominn, að þjóð
gjöri sjer þetta fyllilega ljóst ?
Enhve mikilsvert semþettakann
að vera, er hitt víst að engin trú-
rækin þjóð varpar allri áhyggju
sinni í þessu efni upp á lýðskóla-
kennara eina. Hvorki eiga þeir að
vera helztu kennarar barnannaí
kristindómi, né heldur geta þeir
það, svo í lagi sé.
Það verða foreldrar þeirra að
vera annars vegar og kirkjan hins
vegar. Lýðskólinn veitir því að
eins óbeinlínis stuðning og að-
hlynning, sem heimilið og kirkjan