Breiðablik - 01.12.1906, Qupperneq 13
BREIÐABLIK
1 r3
,,Heim;i hjá ykkur er fátækt og skort-
ur á öllu. Þar j’rðið þið að búa viÖ
mikla fátækt, sofa á mosabing í lélegu
hreysi, sem getur ekki skýlt ykkur fyrir
kulda og næðingum og nærast á viðar-
berki. Foreldrar ykkar, systkin og vinir,
eru dánir fyrir löngu; þegar þið leitið
þeirra, þá munuð þið ekki finna annað en
spor úlfanna, sem reika um auðnina þar
sem bærinn ykkar var!“
,,Það getur verið“, sögðu börnin, ,,en
við viljum samt fara heim“.
,,En nú eru liðin io ár síðan farið var
með ykkur þaðan. Þá voruð þið lítil og
fáfróð börn, fimm ára gamall drengur og
fjögra ára gömul stúlka. Nú eruð þið á
16. og 15. ári og þekkið lítið heiminn.
Þið hafið gleymt öllu, bæði leiðinni heim
og foreldrum )fkkar; og eins og þið hafið
gleymt þeim, eins hafa þau líka gleymt
ykkur“.
,,Það getur verið“, sögðu börnin, ,,en
við viljum samt fara heim“.
,,Hver á þá að vísa ykkur veg?“
,,Guð“, sagði drengurinn. ,,Auk þess
man eg það, að í garði foreldra minna er
stór björk, og í henni syngja margir
fallegir fuglar um sólaruppkomu“.
,,Og eg man eftir því“, sagði stúlkan,
,,aðá kveldin skín stjarna gegn um lauf
bjarkarinnar“.
,,Þið eruð óvitar“, sagði fólkið; ,,það
sem þið farið fram á er heimska, og getur
aldrei blessast“.
börnunum var bannað að hugsa
meira um þetta.
En því meir sem börnunm var bannað
það, þess meir hugsuðu þau um það; og
það kom ekki til af óhlýðnþheldur af því,
að þau gátu ekki slitið úr huga sínum
hugsanina um það, að hverfa aftur heim
til ættjarðarinnar. Og eina nótt þegar
bjart tunglsljós var og drengurinn gat
ekki sofið fyrir heimþránni, sagði hann
við systur sína: ,,Sefur þú?“ Hún svar-
aði: ,,Nei, eg get ekki sofið ; eg er að
hugsa heim“. ,,Eins eg“, svaraði dreng-
urinn. ,,Kom þú, við skulum binda föt-
in okkar saman og flýja héðan. Mér
finst eins og guð sé alt af að segja við
mig: ,,Farðu heim, farðu heim! og það
sem guð segir, getur ekki verið synd“.
,,Já, við skulum fara“, sagði systir
hans. Og svo læddust þau af stað.
Fyrir utan skein tunglið skært;það var
indæl nótt. Þegar þau höfðu gengið
spölkorn, sagði stúlkan: ,,Eg skal segja
þér nokkuð, bróðir minn; eg er hrædd um
að við rötum ekki heim“.
,,Við skulum alt af halda í útsuður,
þar sem við sjáum sólina ganga til viðar á
kveldin nú um hásumár“, svaraði dreng-
urinn, ,,því í þeirri átt er heimili okkar.
Og' það skulum við hafa til marks, að
þegar við sjáum björkina í garðinum og
stjörnuna skæru, er skín í gegn um lauf
hennar, þá vitum við, að við erum komin
heim“.
Eftir stundarkorn sagði stúlkan aftur:
,,Eg skal segja þér nokkuð, bróðir minn.
Eg er svo hrædd uni,að villidýr eða ræn-
ingjar gjöri okkur mein“. ,,Guð varð-
veitir okkur“, svaraði bróðir hennar.
,,Manstu ekki eftir versinu,sem okkurvar
kent heinia, þegar við vorum lítil:
Mín sál, því öriig,g' sértu,
og set á guð þitt traust.
Hann man þig, vís þess vertu,
og verndar efalaust“.
,,Jú“, sagði stúlkan; Mgfuð mun láta
engla sítta fylgja okkur í ókunna land-
inu“.
Svo héldu þau áfram hugrökk. Dreng-
urinn sneið sér góðan staf af ungri eik, til
þess að verja sig með og systur sína. En
þeim mætti ekkert ilt.
Einhvern dag komu þau að vegamót-
unt þar sem tveir jafn-breiðir vegir lágu
sinn til hvorrar handar, og þau voru í efa
urn, hvorn þeirra þau ætti að kjósa. Þá
fóru tveir litlir fuglar að syngja á vegin-
inurn til vinstri handar.
,,Kom þú“, sagði drengurinn; ,,þenna
veg eigum við að fara, eg heyrði það
á söng fuglanna“. ,,Já“, sagði systir