Breiðablik - 01.02.1908, Blaðsíða 3

Breiðablik - 01.02.1908, Blaðsíða 3
BREIÐABLIK !3' um lág- laun og ránsvevð lig'gja eins og martröð yfir öllu. Hvergi kernur það betur í ljós, að það sem barist er um í stjórnmálum, eru fátækramálin. Eins á Englandi. Baráttan þar er ekki gegn lávörðum, biskup- um, ölgerðarmönnum né jafnaðar- stefnu, heldur gegn fátæktinni. Það, sem alla flokka í raun og veru langar til að ráða bót á, er fátæktin. Hvernig á að reka þann bitvarg frá bænum ? Þess vegna er talað um, að gjöra allsherjar ákvæði um, hvaða launa upphæð megi lægst vera í landi, hvað vinnutími megi lengstur vera, hvernig sjá skuli vinnulýð fyrir hæfilegum húsakynnum, hvernig mentan öreiga skuli borgið og öllum séð fyrir nægum hvíldar- stundum, en gamalmennum veitt eftirlaun. Prófessor Alfred Marshall í Cambridge hefir nýlega látið birt- ast bók, er hann nefnir Megin- reglur hagfræðinnar (Principles of Economics), þar sem tekið er í nokkuð annan streng en vér eig- um að venjast í slíkum bókum. Þar spyr hann blátt áfram: ,,Get- um vér eigi vaxið upp úr þeirri trú, að fátæktin sé óhjákvæmi- leg?“ Hann sýnir fram á, hvern- ig fátæktin lami æðstu sálargáfur mannsins, einkum í stórborgum. Svonefndur mannfélags-sori stór- borganna fari á mis við vináttu, heimilislíf, næði, oghuggun trúar- bragðanna. Oskaplegur fjöldi í borgum og á landsbygð alist upp við klæðleysi, ilt og ónóg viður- væri, slæm húsakynni, fái lítið sem ekkert að sinna bóknámi, því börn sé rekin til stritvinnu, kröft- um þeirra algjörlega um megn, þar sem líkami og sál svelti heilu hungri og hvorugt nái tilætluðum þroska. Og þegar frant í sækir þetta eft- irtektarverða hagfræðismál, kem- ur þessi lærði maður, sem borin er mesta lotning fyrir sökum stöðu hans og þekkingar, fram með hugmynd, sem mörgum kann að virðast næsta djörf. Hannsegir: ,,Nú loks erum vér farnir alvar- lega að grufla út í, hvort það sé óhjákvæmilegt, að til sé nokkurar svo-nefndar lægri stéttir; með öðr- um orðum, hvort nokkura nauð- syn beri til þess, að mikill fjöldi fólks sé dæmdur til þess frá fæð- incf sinni að vinna baki brotnu til að sjá öðrum fyrir þörfum fág- aðrar siðmenningar, en fá eigi nokkurn þátt í því lífi sjálfur, sökum fátæktar og strits“. Engar lægri stéttir ! Engin landeignarlaus öreigastétt, fyrir- litin og kúguð ! Það er spámann- legt orð. í þá áttina þarf heim- urinn að keppa. Því þó honum tækist að bæta úr hungri og nekt, væri þó hin andlega fátækt eftir. Og fátæka í einhverjum skilningi mun heimurinn ávalt hafa. En að bæta úr þeirri fátækt í öllum mynd- um göfugasta markmið, er hann getur sett sér.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.