Breiðablik - 01.02.1908, Blaðsíða 11

Breiðablik - 01.02.1908, Blaðsíða 11
BREjÐABLIK i39 Á Hofmannaflöt Gubmundur Fribjónsson. Ólöf í Ási. Fært hefir til betra máls sögn sjálfrar hennar G. F. — Reykjavík 1907. 164 bls. Bók þessa höfutn vér lesið af hendingu. Kunning-i vor einn hafði keypt og lesið og var svo góður að færa oss og lána. Vér lásum bókina samdægurs og höfum ef til vill lesið fljótar en skyldi. Reykja- víkurblöðin voru búin að gjöra mann for- vitinn. Þau voru hvort á fætur öðru búin að taka hana og höfundinn til bæna. Það var eins og hnífur þeirra hefði komið í feitt og höfundinum hefði tekist að rita bók á þann hátt, er þeir helzt vildi, er langaði til að ná sér niðri á honum. Tor- trvggilegir verða þeir dóniar ávalt, þar sem reynt er að gjöra úlfalda úr mýflugu gallanna. Enda næsta ó'.íklegt, að mað- urinn, sem ort hefir ljóðin ,,Ur heima- högum“ og rétt þjóð sintti þar mörg gullepli í silfurskálum, auk þess sem hann hefir ritað ýmislegt gullfallegt í óbundnu máli, færi að rita bók, sem ekki væri að nokkuru nýt og ekkert vil- yrði væri unt að velja. Sá, sem vill höfundinum vel og kann að meta gáfur hans og kosti, leggur naumast bókina frá sér alls kostar ánægð- ur. Hann óskar í huga sínum, að höf. hefði betur tekist. Það eru gallar á, sem hotium hlýtur að sárna. Búningur- inti er eigi viðfeldinn, þó gott sé málið að tnörgu og snjalt eins og höf. er von og vísa. Smekkvísi vantar tilfinnanlega. Því bregður fyrir í ljóðum hans, en til- tölulega sjaldan, svo því má gleyma. Hér kemur sá galli fram miklu oftar, en um hann tölum vér sem fæst; það er búið — ad naitseam. Sumir fegurstu gim- steinar máls vors felast í orðum, er tákna það í fari mannsins og í sambandi við líkamlegt líf, sem talað er um með mestri varfærni. Það er eins og höf. þekki þá gimsteina eigi ,eða kunni eigi með að fara, og stendur það ef til vill að einhverju leyti í sambandi við líf hans til sveita. Samt höfum vér vitað gáfað sveitafólk sýna þar stundum staklega smekkvísi í orðavali. Það hefir þá komist að orði eins og sið- fáguðum mönnum samir og höfum vér oft dást að. Einn aðal-búningsgalli þess- arar nýju skáldsögu er í því fólginn, að nokkurn veginn í hvert skifti, er höf. nefnir þá hluti, sem andi málsins heimtar að dularblæjur orðanna sé dregnar yfir, eru tilfinningar meiddar, og þetttt kemur fyrir hvað eftir annað, því þessara heimul- legustu hluta mannlegs eðlis er svo oft getið — alt of oft. Og það er líka galli. Svo er efnið. Það er og verður ávalt aðal-atriði hverrar bókar. Líklegast hefir efnið verið lagt upp í hendur höf.s eir.s og titilblað og formáli gefur í skyn. Það hefir sjálfsagt spilt fyrir. Höfundurinn hefir hvorkí í eiginlegum skillningi vttlið efnið sjálfur, tié að öllu levti ráðið meðferð þess. Hann hefði ritað miklu betri sögu, ef hann hefði verið að öllu sjálfráður, — valið sér efni úr eigin brjósti og farið tneð eftir sínu höfði. En hvern g sem það er nú til orðið, er efnið gripið úr lífinu. V'ið það hljóta allir að kannast, setn bókina lesa. Það er hægt að segja, að þetta sé ranghverfa lífsins og það er satt. Það er hægt að deila um, hve niikið af þeirri ranghverfu eigi að sýna í bókmentunum. En menn deila naumast lengi um, að það eigi sér stað, sem sýnt er í þessari bók.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.