Breiðablik - 01.02.1908, Blaðsíða 15

Breiðablik - 01.02.1908, Blaðsíða 15
BREIÐABLIK skóg'i — hláturkent að hálfu, en ang'istar- vein að hálfu. Hú—hú-hú—hú! Það var hryllilegt, við hrukkum saman, öll nema Bittersuss; hanti sagði lágt: „Þetta var að eins íkorni, vinir rnínir. Smádýrin reka upp þessa skræki, þegar kólnar í veðri. “ Við urðum ofurlítið sneypt, en jungfrú Suse var svo djörf að segja: ,,Það lét óttalega í eyrum, hvað sem það var.“ Þá rak íkorninn í fjarlægðinni upp annan skræk, en Bittersuss hélt áfram : ,,VTið hefðum líklega ekki átt að veita því neina eftirtekt, þrátt fyrir rökkrið, sem komið var, en eg varð alt í einu al- tekinn af einhverri skelfingartilfinning. Hafið þið aldrei fundið til þess, er þið hafið gengið inn í dimt herbergi, að eitt- hvað skelfilegt og hryllilegt hafi ætlað að stökkva á ykkur? Það er tilfinning, sem fer fyrir hjartað og heldur fyrir andann. Slík skelfingar-tilfinning kom nú yfir mig alt í einu og áður eg gæti gjört mér nokk- ura grein fyrir þessuni undarlega ótta, fældist annar hesturinn og hneggjaði af sárum ótta og sló með afturfótunum ein- hvern ósýnilegan óvin í niesta æði. Sonja rauk á fætur og ökumaður sagði lágum rómi: (Guð komi til. Það eru úlfar!’ ,,Hann barði með svipunni, en þess þurfti ekki. Hestarnir þutu áfrani, óðir af ótta. Til hægri handar, skamt frá, dálítið á eftir, sá eg þá --- þessa gráleitu, stökkvandi skugga. Við og við sást grænleitt, lýsandi leiftur fljúga úr augum dýranna. Áður eg vissi, hvað eg var að gjöra, hafði eg þrifið skammbyssuna af einhverri innri hvöt. Eg stóð þá upp í sæti mínu og skaut í blindni aftur fyrir okkur inn í þenna vitstola ofsóknar-hóp. Hestarnir risu upp á afturfótum og æddu svo áfram í meira ofboði en áður. Og þetta var eina afleiðing skotsins. Ulf- arnir héldu í við okkur eins og herflokkur af vofurn. Eg var viss um, að eg hafði ekki hitt neinn þeirra. Þá fór eg að hugsa um Sonja. (Vert’ ekki hrædd, 143 elskan mín’, hvíslaði eg. (Með þetta vopn í höndum erum við óhult’. ,,Hún leit í augu mér og brosti. (Æfin- týrið’, hvíslaði hún aftur. ,,Hún hefði átt að vita betur en eg, að hér var runnið skeið upp á líf og dauða. Það hlaut að líða fjórðungur stundar enn, áður við kæmumst út á opna völlu, en yrði hættan þá minni ? Kæmumst við nokkurn tíma út úr skóginum, áttum við eftir tveggja stunda ferð yfir ömurlega sléttu-auðn, áður við næðum heimili okk- ar og óhugsandi var, að hestarnir entist lengur en hálfa klukkustund með þessari æðisgengnu ferð. Eg litaðist kring um mig. Það leit út fyrir, að úlfarnir væri farnir að dragast aftur úr. (Gjör þú bæn þína, herra’, sagði ökumaðUrinn í á- minningarróm, en röddin var lág og hás. (Og þér líka, jungfrú góð; guðsmóðir heyrir til yðar’. ,,Loks sluppum við út úr skóginum Fram undan okkur lá sléttan. Þegar eg skimaði í kring um mig aftur, leit út fyrir að úlfarnir væri horfnir, eins og helði þeir ekki þorað að yfirgefa myrkur skóg- arins og varðveizlu. En þá var rekið upp langt gaul og eg fann að Sonja skalf, þó bros væri enn á andliti hennar. Dimm- ur skuggi stökk út úr myrkrinu, stóð hikandi eitt augnablik, stökk svo fáein spor áfram. í sama bili komu fleiri í ljós og þessi ofsafengni eltingaleikur hófst af nýju. Nú sneri eg mér alveg við, kraup niður í sætt mínu með skamm- bvssuna í hendi. Okumaðurinn sneri sér til okkar og var andlit hans náfölt. Stórir svitadropar féilu niður af brá hans. (Það er úti um okkur’, tautaði harm fyrir munni sér. „Ulfarnir voru ekki sex fet frá okkur, þegar eg hleypti af, og í þetta skifti hafði eg miðað vel — milli augnanna. Fremsta dýrið nam staðar í bili; það hafði fengið beig í sig við leiftrið og hvellinn. Svo skaut eg annað meðan þetta var að hrista sig eins og hundur, sem kenrur af

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.