Breiðablik - 01.02.1908, Blaðsíða 6

Breiðablik - 01.02.1908, Blaðsíða 6
*34 BREIÐABLIK menn við'og' kenna mönnum að lagfæra þá bresti, sem á eru lífinu. Langoftast rita þeir'af kærleika til fegurðar og göfgi mannlegs lífs og ætla sér að ieiða gott eitt innaí buga lesendanna. En óhætt er að fullyrða, að þetta mis- tekst mjög cjft. Fjöldi bóka, sem ritaðar eru frá þessu sjónarmiði, skilja eftir sora í hugum þeirra, er lesa. J\ð andlegum þroska er ' allur þorri þeirra, er bækur lesa, börn í samanburði við þá, er bækur rita. Flestir forðast. að segja börnum sögur af megnri siðspilling og sé einhver á heimilinu, sem gjörir það, án þess for- eldrar^viti, þykir það fremur illa gjört, og sjaldan bera vott um góðan hugsunar- hítt. Getur það verið heppilegt efni bóka, sem siðuðu fólki þykir ekki sama að tala um upphátt? Eru þau söguefni vel valin, er lýsa hlutum, sem vandaðir menn forð- ast að nefna? Er það rétt að rita bækur, sem færa mönnum ijótar mj ndir og ljótar hugsanir til að fyila huga þeirra, í viðbót við þær, sem lífið sjáift stingur að manni? Leitast eigi hver góður maður við af öllu megni að stjaka úr huga sínum ljótum myndum og lélegum hugsunum? Getur þá verið vel gjört að rétta mönnum bækur, erlokkaímyndunaraflþeirra á glapstigu,— mönnum,sem án þeirra veitir nógu torvelt að halda í hemi! hugsana sinna? Er þroskaleysið eigi oft leitt út í sömu freist- ingar og þær, sem verið er að lýsa í lífi atinarra? Þetta finnast oss vera atriði, er þeir ætti vandlega um að hugsa, sem rita fyrir þjóð vora. MÆLSKU-SAMKEPNI. Það var nýtt m«ð oss íslendingum, til- tæki námsmannafélagsins íslenzka hér, að stofna til eins konar samkepni í ræ?u- fimleik. Með innlendum námsmönnum er þetta altítt og þykir eitt hið einkenni- legasta við skóialíf ensku þjóðanna. Með engum þjóðum er áherzla jafnmikil á það lögð, að þeir, sem búa sig undir lífið með því að ganga langan námsveg, leit- ist við að ná sem beztum tökum ámælsku- listinni, og gjört er með enskum þjóðum, enda leikur á því enginn vafi, að þær standa langfremstar þjóðanna í þeirri fornfrægu íþrótt. Mælskulistin er eiginlega í því fólgin að kunna að haga svo máli sínu, að sá, er talar, hafi stöðugt fult vald á huga áheyrendanna og tilfinningum, svo að það, sem sagt er, fái meðhald þeirra og samþykki. Aðal-tilgangur þess, sem eitthvert erindi flytur, er að sannfæra. Hann þarf því að hafa hugsað efni sitt til hlítar, honurn þurfa að vera kunnar allar helztu mótbárur, sem upp kunna að rísa með áheyrendum gegn máli hans, og hann þarf að færa frani svo glögg rök gegn þeim, að þær verði að engu. Ótal -margt smávegis kemur til greina, þegar um þétta efni er að ræða, svo sem liinaburður og látæði, að staðið sé í sömu sporum, að rödd og rómlag sé karlmann- legt og þó þýtt, skírt, svo hvert orð heyr- ist, viðkvæmt, svo tilfinninganna verði vart þegar því er að skifta, samúð í orð- uni og hugsunum með áheyrendum, efnið göfugt og göfugur hugsunarháttur og maður birtist bak orðanna. Þetta og margt fleira, seni nefna mætti, kunna að virðast smámunir, sem alis enga áherzlu ætti að leggja á. En því betur, sem ungur maður temur sér alla slíka smá- muni, svo þeir verði honum annað eðli, þeim mun betur mun honum hepnast. Véríslendingar höfum vanrækt mælsku- nám með öllu. Það eru víst teljandi þeir íslendingar, sem nokkura tilsögn hafa fengið í þeim efnum. Nokkurn veginn alveg æfingarlaust hafa flestir byrjað, og þá alt orðið af handahófi, þó meðfæddir hæfileikar hafi oft bætt úr skák. Hve langt Islendingar gæti komist í þessu

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.