Breiðablik - 01.07.1908, Blaðsíða 4
20
B R E I Ð A BL I K
í meira lagi hjá bræðrunum í
General-synod og ljósið þar á
stöðugu flökti. Hvergi verandi,
nema hjá þeim sjálfum.
Það er eini staðurinn í veröld-
inni, þar sem ljósið skín mátulega
bjart.
Nýja guðfræðin ryður sér til
rúms í kristnum löndum rneir og
meir með líðandi árum.
Megin-þorri allra guðfræðis-
bóka, sem út koma á Þýzkalandi,
Norðurlöndum, Frakklandi, Bret-
landi og í Vesturheimi eru henni
fylgjandi að meira og minna leyti,
og við háskólana í öllum þessum
löndum má hún heita nokkurn
veginn einvöld.
Misjafnlega er um hana dæmt
eins og aðrar hreyfingar manns-
andans. En flestum upplýstum
mönnum um heim allan mun þó
skiljast, að hún sé að leggja sinn
skerf til skilningsins á megánmáli
kristindómsins, og líkur allmiklar
til, að sá skerfur muni jafmdrjúg-
ur og annarra undanfarinna hreyf-
inga.
Á einum stað í kristninni er hún
álitin sama sem „heiðindómur og
únítaratrú.“ Þar sem henni sé
að einhverju leyti gaumur gefinn,
gangi sól kristindómsins undir, en
svartnætti heiðindóms og villu
svífi yfir.
Af því að nýju guðfræðinni er
nú meir og minni gaumur gefinn
hvarvetna í kristninni, nema á
örfáum, gómstórum blettum, hlýt-
ur samkvæmt þessari lífsskoðan,
kristnin í heiminum vera að snú-
ast í heiðni, ljósið í myrkur, sól
sannleikans að síga í ægi, og
drottinn sjálfur að bíða ömurlegan
ósigur.
Slík óskapleg fjarstæða!
Sá staður í kristninni þar sem
þessari myrku lífsskoðan er nú
haldið fram, er Sameiningin. Vér
höfum ekki orðið þess var nokk-
urs staðar ella, að nýja guðfræðin
sé sama sem heiðindómur.
Island er fallið frá, og þar er
komin nótt, nema að svo miklu
leyti sem Frækorn og Bjarmi
lýsa upp náttmyrkrið.
En nú skyldi Bjarmi slokna og
frjálsari skilningur fara að spíra
hjá Frækornum, þá yrði engin
glæta eftir í íslenzkri kristni,nema
þessi eina í vestri.
Finst engum það nokkuð myrk
lífsskoðan og fráfælandi ? Skilst
engum, hve ofsafullar og örvita
fjarstæður er hér verið með að
fara ?
TÆPASTA VADID!
Islandsminni, Islendingadag 3. ág. 1908
í Winnipeg.
EFTIR F. J. BERGMANN.
LZTU Vestur-íslending-ar hafa
nú dvaliö í Vesturheimi heilan
mannsaldur — 35 ár.
Minning þúsund ára bygg-
ingar íslands héldu þeir í Mil-
waukee suður í Bandaríkjum — dálítill
hópur nýkominna fátæklinga—árið 1874.
Það mátti þá svo að orði komast, að ætti
)£