Breiðablik - 01.07.1908, Side 9

Breiðablik - 01.07.1908, Side 9
BREIÐABLIK 25 veit, aS hjá því verður ekki komist. Eg veit, að það rýrir ekki gildi hins góða. En eg veit líka, að kæmi einhver maður til mín, þessa heims eða annars, og færði mér sönnur á það, að að eg hefði gert hann að verri manni, þá gæti eg ekkert annað gert en hulið andlit mitt og sagt: Guð, vertu mér syndugum líknsamur !. . . .Gráttu ekki, elskan mín, gráttu, ekki!.... Hugsaðu ekki um mig sem ódreng, hvorki við sann- leikann né annað. En hug*saðu um mig sem veikan vin þinn á vegamótum, breyskan og ráðþrota í myrkrinu. Eg veit svo oft ekki, hvert eg á að halda. Og eg stend kyr og horfi út í myrkrið. En þeim, sem standa hjá mér, vil eg vera eins góður og eg get. “ Eftir samtalið þóttist prestskonan skilja aö kærleiksþráin og sannleiksástin hlyti að geta átt samleið og- þá leið yrði hún að finna. Að sameina þetta tvent: að verða eng- um manni að meini og vera þó ávalt sannieikanum trúr—svíkjast aldrei undan merkjum hans—er það eigi ofætlan? Ollum ofvaxið ? Samanber dæmi frelsar- ans og dæmi allra sannleiks-votta. Sann- leikurinn verður ávalt einhverjum að fótakefli. Og samt er það syndin stærsta að svíkja hann. Aldrei hefir það áður verið sýnt í ís- lenzkum bókmentum, hve glæpsamlegt atferli það er,að ofsækja menn fyrir trúar- skoðanir, svifta menn embætti fyrir að hafa talað eins og samvizka þeirra hefir boðið þeim að tala. En út yfir tekur þó, þegar lélegir menn—mathákar, vínsvelg- ir, hræsnarar—gjöra slíkt í nafni rétt- trúnaðar, reka hnífinn í aðra í drottins nafni. Eða þegar það verður auðsætt, að sjálfir þjónar drottins gjöra slíkt til að ná sér niðri og koma fram hefndum' Er yfirdrepsskapurinn í því sambandi eigi sú átakanlegasta harmsaga, sem leikin er hér í mannheimum? GÖMUL OG NÝ GUÐFRÆÐI. I /”* ÖMUL guðfræði er í engu tilliti rétt- v"‘" hærri eða verðmætari en gömul læknisfræði. Eða hvað mundu nienn segja um þann mann, er kasta vildi fyrir borð allri nýrri læknisfræði og héldi því fram, að einungis læknisfræði fyrri alda væri nýtandi? Menn mundu hiklaust segja, að hann talaði óráð. Líkt er farið þeim mönnum, sem tkki mega heyra nefnda nýja guðfræði án þess að hrollur fari um þá alla og vilja ekki við öðru lítaen guðfræði fyrri alda manna. Þeir vita ekki, hvað þeir eru að gjöra. Þeir gleyma því, að allar fræðigreinar verða að fylgjast með tímanum, ef þær eiga að vera nýtandi,—þeir gleyma því, að eins og mannsandinn er á sífeldu framfaraskeiði, svo verða og vísindin að vera það. Annars daga þau uppi eins og einhver nátt-tröll. Tímans börn vilja ekki við þeim líta. Guðfræðin verður að fylgjast með tím- anum, annars verður hún á eftir tíman- um, því að tíminn stendur aldrei í stað. Tímans börn lifa og hrærast í hugsunar- hætti nálægs tíma, en ekki löngu liðinna alda. Þau hætta að skilja þá guðfræði, sem hugsar og ályktar út frá eldri tíma hugsunarhætti, og við því, sem þáu ekki lengur skilja, snúa þau fyrr eða síðar bakinu, hvort heldur ræða er um guð- fræði eða önnur fræði, eða þau þá líta á það sem einhverjar fornmenjar, vitnis- burð um þroskaleysi og þröngsýni eldri tíma. II Stefna nýju guðfræðinganna. Ranglátari og ósannari dóm er ekki hægt að kveða upp um þá en þann, að þeir vilji ,,særa kristna trú í hjartastað“. Guðfræðingar hinnar nýju stefnu vilja um fram alt vinna að því, að tímans börn geti tileinkað sér fagnaðarboðskap Jesú

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.