Breiðablik - 01.07.1908, Side 15
BREIÐABLIK
3i
Nóttina eftir drej^mdi Ólaf konung' ljót-
an draum.
Þaö, sem hann sá fyrir augfum sér, var
ekki jörðin, heldur hafsbotninn. Það
var grá og grænleit mörk og á henni
stóð vatn, margra faðma dýpi. Fiska sá
liann sveima í ránserindum, skip sigia
fram hjá uppi á mararfletinum eins og
dökkleit ský og sólarljósið bar daufa
birtu, eins og fölleitur máni.
Þá kom konan, er hann hafði séö í
kirkjudýrum, gangandi eftir hafsbotnin-
um. Hún var álút eins og áður og föt
hennar slitin, eins og þegar fundum bar
saman áður, og andlit hennar fult hug-
arraun.
En þegar hún gekk áfram á hafsbotni,
greindust vötnin sundur fyrir henni. Það
var eins og þau hyrfi frá af óumræðilegri
lotningu og myndaði súlur og hvelfingu,
kring um hana, svo það var eins og hún
gengi í dýrlegu musteri.
Alt í einu sá konungur, að vatnið, sem
hvelfdist yfir konuna, tók að skifta litum.
Fyrst urðu súlur og hvelfingar ljósrauðar,
en fljótt varð liturinn dekkri. Alt hafið
varð rautt hringinn í kring eins og það
hefði breyzt í blóð.
Á hafsbotni þar sem konan gekk, sá
konungur brotin sverð og örvar, brostna
boga og spjót. Fyrst voru ekki mikil
brögð að þessu, en eftir því sem hún
gekk lengur í rauðu vatninu, fóru hrúg-
urnar af þessu vaxandi
Óttasleginn varð konungur þess var,
að konan veik til hliðar, til að stíga ekki
á dauðan mann, sem lá flatur í grænu
þanginu. Maðurinn var klæddur brynju,
hafði sverð í hönd og sár mikið í höfði.
Konungi sýndist konan loka augum,
svo hún sæi ekki. Hún var á ferð að
ákveðnu markmiði, án þess að tefja eða
hika. En hann, sem var að dreyma, gat
eigi snúið augum sínum brott.
Hafsbotninn sá hann þakinn brotnum
skipum. Þung skipsakkeri sá hann,
gildir kaðlar lágu í bugðum einsogsnák-
ar, skip með brotnum borðum, gylt dreka-
höfuð, er setið höfðu í stafni, blíndu á
hann rauðum, ægilegum augum.
,,Vita vildi eg hver það er, sem átt
hefir í orustu og verið valdur að allri
þessari eyðilegging“, hugsaði sá, sem
drauminn dreymdi.
Hvarvetna sá hann látna menn. Þeir
héngu í hliðum skipanna eða höfðu sokk-
ið niður í grænt þangið. En hann gaf
sér ekki tóm til að veita þeim eftirtekt,
því augu hans urðu að fylgja konunri,
sem stöðugt hélt göngu sinni áfram.
Loks sá konungur hana nema staðar
yfir látnum manni. Hann var búinn
rauðum kyrtli, hafði fagran hjálmáhöfði,
skjöld á armi og hélt á beru sverði í hendi.
Konan beygði sig yfir hann og hvíslaði
að honum eins og vildi hún ekki vekja
hann af svefni: ,, . lafur konungur, Ólaf-
ur konungur!“
Þá sá hann, sem drauminn dreymdi,
að maðurinn á hafsbotni var hann sjálfur.
Hann fann það greinilega, að hann var
þessi látni maður.
Þegar látni maðurinn hreyfði sig ekki,
kraup konan við hlið hans og hvíslaði
honum í eyra:
,,Nú hefir Sigríður stórráða sent her-
skipaflota sinn gegn þér og hefnt sín.
Iðrast þú þess, sem þú hefir gjört, Ólafur
konungur?“
Og aftur spurði hún: ,,Nú líður þú
beiskju dauðans, af því þú kaustþérmig,
eti ekki Sigríði stórráðu. Iðrast þú þess?
Iðrast þú þess?“
Þá leit hinn látni loks upp og konan
halp honum á fætur. Hann studdist
við öxl hennar og hægt gekk hún brott
með hann.
Aftur sá Ólafur konungur hana á gangi,
— á gangi nótt og dag yfir lög og láð.
Síðast sá hann, að þau voru lengra kom-
in en skýin og hærra en stjörnurnar.
Nú komu þau inn í garð, þar sem jörð-
in var skínandi björt og blómin voru
hrein eins og daggardropar.
,,Konungur sá, að þegar konan kom
inn í garðinn, bar hún höfuðið hátt og
var léttari í spori. Þegar þau komu
lengra inn, tók að lýsa af fötum hennar.
Hann sá, að þau lögðust sjálfkrafa gull-
bryddingum og lituðust regnboga-litum.