Breiðablik - 01.07.1908, Side 2
i8
BREIÐABLIK
ugur, málamynda-konungur, held-
ur fullveðja einvaldur, er engan á
yfir höfði, nema herra himins og
jarðar.
Nú er aumingja þjóðin vor að
sveitast blóði til að ná fótfestu í
tölu þjóðanna í þessum skilningi.
Það er henni skilyrði þess, að hún
fái hreyft veröldina—lagt fram
sinn litla skerf til heimsmenning-
arinnar.
Heyrið nú, allir þér sem sveizt
hafið blóði til að verða sjálfstæðir
menn! Viljið þér nú ekki verða
samtaka og lyfta móður vorri upp
í hásæti sjálfstæðrar, fullveðja
drotningar, er engum lávarði
lúti, — nema lávarði sannleikans
sjálfum.
Er eigi þess vert að sveitast
blóði, svo hún fái stigið fæti upp
á síðasta riðið ? I4. í„
MYRK LÍFSSKOÐAN.
UMUM mönnum er gjarnt
til að láta sér verða dimt
fyrir augum. Dálítinn
bjartan blett sjá þeir
cring um sig. En þar fyrir utan
liggur landið alt í myrkri. Osjald-
an tala þeir eins og komið sé að
dagsetri. Bráðum grúfi niðdimm
nótt yfir öllu,—nema þá sjálfum
þeim og þeim fáu, sem eins kunna
að hugsa og þeir.
Þessi myrka lífsskoðan kemur
helzt fram hjá þeim mönnum, sem
S
hárvissir eru um, að þeirra skoð-
anir og sannfæring sé hið eina
rétta. Þeir sjái ljós sannleikans
kring um sig. En menn, sem
hafi aðrar skoðanir, sjái það
annaðhvort alls ekki, eða eigi
nema svolitla glætu. Kring um
þá annað hvort hálfdimt eða nið-
dimt.
Þótt undarlegt sé, hefir þessi
óumræðilega myrka lífsskoðan
helzt komið fram í sambandi við
trúarbrögðin og það einmitt krist-
indóminn sjálfan.
í raun réttri felur kristindóm-
urinn í sér hina björtustu lífs-
skoðan, sem mennirnir hafa
komið auga á. Hvað er bjart-
sýnna en kærleikurinn, sem sigrar
alt, þolir alt, umber alt—fórnar
sjálfum sér, kveikir ljós í myrkri,
seilist æ lengra og lengra, þangað
til hann heldur öllu í sínum bjarta
faðmi ?
Enginn hefir litið jafn-björtum
augum á tilveruna og frelsari
mannan na.
En út af kenningu hans hafa
myndast ýmsar frábrugðnar skoð-
anir. Menn hafa gjört sér ýmsa
grein fyrir sama sannleiksatriði.
Og þá hefir hver þózt svo viss um
að hafa sannleikann allan sín meg-
in,að hann hefir ekkert getað séð,
nema villu og svartnætti hjá hin-
um.
Seint yrði sá búinn, sem alt
ætlaði að telja. Fáein dæmi má
benda á til skilningsauka.
Snemma á öldum klofnaði kristn-