Breiðablik - 01.07.1908, Blaðsíða 13
BREIÐABLIK
29
skip hennar lá,og spyrja hana, hvort þau
ætti aö drekka saman brúðaröl fyrir
næstu náttmál.
Biskup hafði látið hringja klukkum
allan morgun og er konungur kom út úr
konungsgarði og gekk yfir torgið, voru
kirkjudyr opnaðar og indæll söngur
barst út til hans. En kóngur gekk leið-
ar sinnar, eins og hefði hann ekkert
heyrt. Þá lét biskup klukkur hætta,
söng falla niður, og ljós slokkna.
Svo skyndilega bar þetta við, að kóng-
ur nam ósjálfsátt staðar og leit til kirkj-
unnar. Fanst bonum kirkjan þá tilkomu-
minni en hann nokkuru sinni áður hafði
gjört sér í hugarlund. Hún var minni
en önnur hús í bænum, þungt torfþak
slútti út yfir lága, gluggalausa veggi,
hliðið var lágt með ofurlitlu skjólþaki úr
greniberki.
En er konungur stóð og velti þessum
hugsunum fyrir sér, kom grannvaxin
kona ungleg út úr þessu dimma kirkju-
hliði. Hún var í rauðum kirtli og blárri
kápu og bar ljóshært barn á armi. Bún-
ingur hennar var fátæklegur og þó fanst
konungi, að aldrei hefði göfugmannlegri
kona orðið á vegi hans. Hún var há,
íturvaxin og björt á brá.
Konungi varð heitt um hjarta, er hann
sá þessa ungu konu þrýsta barninu að
barmi og bera það með varfærnisvo mik-
illi, eins og ætti hún ekkert jafn-dýrmætt
í heimi.
Þegar konan stóð í bliðinu, leit hún
við og horfði um öxl sér—horfði inn í
dimmu, fátæklegu kirkjuna með mikilli
hugarþrá í augum og andliti. Þegar hún
sneri sér aftur í átt til torgsins, voru
henni tár í augum.
En er húti ætlaði að stíga yfir þrösk-
uldinn út á torgið, brast hana hug. Hún
hallaði sér upp að dyrastaf, leit til barns-
ins áhyggjufullum augum, eins og væri
henni í hug að segja: ,,Hvar í öllum
heimi fáum við nú þak yfir höfuð?“
Hreyfingarlaus stóð konungur og virti
hælisleysingjann fyrir sér. Mest komst
hann við af því, að hann sá barnið, sem
áhyggjulaust hvíldi á armi hennar, rétta
henni blóm eins og það vildi koma henni
til að brosa. Og þá sá hann, að hún
reyndi að láta sorgina hverfa af andliti
sér og brosa framan í soninn.
,,Hver er kona þessi ?“ hugsaði kon-
ungur. ,,Mér finst eg hafa séð hana áð-
ur. Hún er vafalaust kona af háum ætt-
um, en er nú í nauðum stödd.“
Hve mikið sem konungur ætlaði að
flýta sér til Sigríðar stórráðu, fekk hann
þó ekki slitið augu af konunni. Honum
fanst hann hafa séð þessi mildu augu og
þetta blíðlega andlit einhvern tima áður,
en hann gat ekki komið fyrir sig, hvar
það hefði verið.
Konan stóð enn í kirkjuhliöi, eins og
gæti hún ekki losast þaðan. Gekk þá
konungur til hennar og spurði:
,,Hví ert þú svo hrygg?“
Hún leit til hans óumræðilega sorg-
bitnum augum.
,,Veizt þú það ekki?“ spurði hún ?
En þá sneri konungur sér frá henni.
Hann hafði ekki tíma til að standa þar
til að ráða gátur, fanst honum. Það
leit út fyrir, að konan dróttaðí því að
honum að hafa rekið sig. Hann fekk
ekki skilið, við hvað hún átti.
Snarlega gekk konungur leiðar sinn-
ar. Hann kom ofan að konungsbryggju,
þar sem skip Sigríðar stórráðu lágu við
festar. Við höfnina komu þjónar drotn-
ingar til móts við hann; þeir gengu allir
í gullbryddum fötum með silfurhjálma á
höfði.
Sigríður stórráða stóð í lyftingu á
skipi sínu, horfði út um Konungahellu
og fagnaði yfir veldi hennar og auðæf-
um. Hún virti bæinn fyrir sér, eins og
hún þegar væri orðin þar drotning.
En er konungur leit Sigríði stórráðu,
kom honum þegar í hug konan viðmóts-
blíða, sem komið hafði út úr kirkjunni,
fátæk og hælislaus. Hvað er þetta,