Breiðablik - 01.07.1908, Blaðsíða 11
BREIÐABLIK
27
er orðiS höfðu aS flýja Noreg síSan
Ólafur konungur komst til valda, þar
sem þau þoldu ekki hljóm kirkjuklukkn-
anna, komu nú út úr hömrunum, er þau
sáu Sigríði stórráðu sigla fram hjá. Þau
rifu ung birkitré upp með rótum og
bentu drotningu með þeim; síöan gengu
þau inn í hamrahallir sínar, þar sem
konur þeirra sátu með eftirvænting og
ótta og sögðu:
,,Kona, nú þarft þú ekki lengur aS
vera óttaslegin. Nú siglir Sigríður stór-
ráða til móts við Ólaf konung. Núhverf-
um við brátt aftur til Noregs“.
Þegar drotning sigldi fyrir höfSann
kom höfðabúinn út úr helli sínum. Og
kolsvart fjallið lét hann opnast, svo hún
sá gull og silfur-æSarnar, sem fléttuðust
saman þar inni, og fagnaði yfir auðlegð
hans.
Þegar SigríSur stórráða hélt frarn hjá
Hallandsfljótum, kom nikurinn ofan úr
fossi sínum, svam alla leíð út í Elfar-
mynni og lék á hörpu sína, svo skipiS
steig dans á öldunum.
Er hún sigldi fram hjá NíSingaskerj-
um, lágu þar marmennlar og léku á
sniglahorn, svo vatnið gaus upp í háum
gossúlum.
Þegar andbyr var, komu ægileg tröll
upp úr djúpi og hulpu skipi SigríSar stór-
ráðu yfir öldurnar. Sum lágu viS skut-
inn og ýttu á eftir; önnur tóku reipi og
þang í munn og beittu sér fyrir skipiS
eins og hestum.
Viltir heiSingjar, er Ólafur konungur
eigi þoldi í landi sakir fólsku, reru til
móts við skip drotningar með rifuð segl
og stafnljái á lofti eins og til atlögu.
En er þeir þektu drotningu, létu þeir
hana óskadda halda leiðar sinnar ogköll-
uðu eftir henni: ,,ViS drekkum brúS-
kaupsminni þitt, Sigríður stórráSa!“
Allir heiðingjar, sem bjuggu meS
ströndum fram, lögðu eldiviS á stein-
stalla og blótuðu forna guSi sauðum og
geitum, til þess þeir léðu Sigríði stórráðu
liS á leiS hennar til konungs Norðmanna.
Þegar drotning sigldi upp nyrðri elfi,
svam margýgur með fram skipi hennar,
seildist meS hvítum armi upp úr djúpinu
og fekk henni stóra, ljómandi perlu;
,,Berþúhana, Sigríður stórráða,“ sagSi
hún, ,,þá verður Ólafur konungur svo
hrifinn af fegurS þinni, aS hann fær aldrei
gleymt þér. “
En er drotning var komin kipp-korn
npp eftir elfinni, heyrði hún dunur og
dynki svo mikla, að hún átti von á, að
foss væri í nánd. Eftir því sem lengra
kom, fór hávaðinn vaxandi.
En er hún reri frarn hjá Gulley og vatt
sér inn í breiða vík, sá hún Konunga-
hellu ligg'ja fyrir sér á elfarbakkanum.
Svo stór var borgin, að eins langt og
hún gat eygt upp meS elfinni, lá húsa-
þorp við húsaþorp, álitlegir timburskálar
og úthýsi mörg. Milli grárra skíSgarða
lágu öng-stræti niSur að elfi, breiðir
hlaðvarpar lágu framundan íbúðarhúsum,
sléttir stigir lágu frá heimili hverju niður
að hátsnausti og skipabryggju.
Sigríður stórráða skipaði mönnum að
róa hægt. Sjálf stóS hún í lyftingu skips-
ins og horfði á land. ,,Aldrei hefi eg séS
annað eins“, sagSi hún.
Nú skildi hún, að harkið, sem hún
hafði heyrt, var eigi annað en hávaðinn
af vinnubrögðum manna í Konungahellu
á vori, þegar senda átti skip í langferð.
Smiði heyrði hún berja þungum rek-
sleggjum, flutningsskóflan marraði í
skutnum, bjálkum var hlaðið með braki
og brestum á barða, sveinstaular hefl-
uðu breið árarblöS og birktu masturtré.
Hún sá græna hlaðvarpa þar sem am-
báttir undu kaðla handa sjómönnum og
öldungar sátu og bættu segl úr gráu
vaðmáli.
BátsmiSi sá hún tjarga nýja báta.
Stórir naglar voru reknir inn í þykka eik-
arplanka. Skipskrokkar voru dregnir
út úr naustum til aS þétta. Gömul skip
voru prýdd nýsteindum drekahöfðum.