Breiðablik - 01.11.1908, Blaðsíða 3

Breiðablik - 01.11.1908, Blaðsíða 3
BREIÐABLIK 83 sögri vanalega lesin í kirkjum á föstudag'inn langa, eða einhver kafii hennar. Þessi fjögur rit þykjast biblíu- fræðingarnir geta aðgreint og les- ið sundur nákvæmlega. Hin elztu þeirra álíta þeir, að sé frá 8. öld fyrir Krists burð. Það eru sögu- legar frásagnir tveggja höfunda, sem netndir eru eftir þeim nöfnum, sem hvor um sig gefur guðdóm- inum. Er annar þeirra nefndur J a h v i s t i af því hann nefnir guð J a h v e. Hinn er nefndur E 1 ó h i s t i , því hann nefnirguð- dóminn E 1 ó h í m. Næsturþeim kemur höfundur löggjafarinnar í fimtu Móse-bók, sem uppi hefir verið á 7. öld f. Kr. Kaflar þeir, sem þá verða eftir, einkum löggjöfin í 2., 3. og 4. Móse-bók, ætla menn að ritaðir sé á tímum herleiðingarinnar í Babý- lon og aldanna þar áeftir, þangað til fram á daga Esra. Þeim álíta menn, að Esra prestur hafi safnað og ritað stuttan formála að með yfirliti yfir sögu ísraelslýðs og eft- ir hans dag hafi ýmsir aukið við. Á þenna hátt hafi prestaritið svonefnda orðið til á 5. öld. Þá var þeim fjórum ritverkum, sem nú hafa nefnd verið, fléttað saman í eina heild, Mósebækurnar fimm, sem nú höfum vér. Hin önnur sögurit, bækur dómaranna, Sam- úels og konunganna,eru tilorðin öll á herleiðingartímanum; en inn í þau hafa merkileg smárit ver- ið fléttuð frá tímum á undan her- leiðingu. Mestur hluti Sálmanna er til orðinn eftir herleiðingu og all- margir þeirra fyrst á Makkabea- öldinni eða 2. öld fyrir Krists- burð, en fáeinir frá gömlum tím- um. Þá kemur yngsti hluti bókmenta gamla testamentisins. Það eru Kroniku-bækur og bækur þeirra Esra og Nehemía, sem eiginlega eru eitt ritverk allar saman, Est- erarbók, Prédikarinn og Daníels- bók; hún álíta menn, að rituð sé nálægt árinu 167 f. Kr., en Ester- arbók árið 150. Þetta er yfirlit, örstutt og ófull- komið auðvitað, yfir dagsetningu og tilorðningu ganrla testamentis bókmentanna eftir því senr biblíu- fræðingar vorra tíma komast næst. Bæta má því við, að spádómsbók Jesaja álíta þeir, að sé eftir tvo höfunda, spámanninn sjáltan, sem uppi var á 8. öld f. Kr. og ókunn- an höfund, sem nefndur er Jesaja- annar og uppi var á 6. öld (540). Um þetta alt er nokkurn veginn samræmi fengið. Um dagsetning einstakra bóka kann mönnum að bera eitthvað ofurlítið á milli. En munurinn er svo lítill, að hann hefir litla þýðingu. Langt mál yrði það, ef gjöra ætti grein fyrir öllu þessu — færa fram þær ástæður, sem biblíufræð- ingarnir rökstyðja þessar skoðan- ir með, og algjórð ofætlan blaði þessu, enda myndi fæstir lesend- ur endast til að vega þær í huga sínúm. Og sumar eru ástæðurn- ar þess eðlis, að engir nema há- lærðir menn geta um þær dæmt. Þær eru margar málfræðilegs eðl- is, og heimta nákvæma þekking á hebresku máli, og getur enginn um slíkt dæmt nema sérfræðingar í þeim efnum, sem kunna hebreska tungu eins og móðurmál sitt. Og þessir sérfræðingar eru eigi nema örfáir tiltölulega, jafnvel í hópi guðfræðinganna. Hvernig á nú kristinn heimur, að snúast við því, þegar skoðanir

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.