Breiðablik - 01.11.1908, Blaðsíða 13

Breiðablik - 01.11.1908, Blaðsíða 13
BREIÐABLIK 93 ekki að bi'iast viö, að Campbell hafi farið fram á þeim hrakningum. Fyrsta stór-hneykslið, sem þar er bent á, er þaÖ, að nýja guðfræðin sé „andleg jafnaðarmenska11 (socialism), guðfræði jafnaðarmannahreyfing’arinnar, vitandi eða óafvitandi, því jafnaðarmenskan er í insta eðli sínu fagnaðarboðskapurinn um guðsríki. “ Margan hefir víst furðað á, að bent skyldi fyrst og fremst á þetta, þar sem áður var búið að segja, að nýjaguð- f r æ ð i n s é ó v i n u r h i n n a ó 1 á n s- sömu. Jafnaðarkenningin er eins og kunnugt er í því fólgin, að mannfélagið eigi að hugsa um smælingjana og þá, sem á einhvern hátt veiða undir í baráttu lífsins. Það er kenningin um þá skyldu mannfélaganna að taka hina óláns- sömu að sér oggjöra kjör þeirra bærileg. Nú segir Campbell, að nýja guðfræðin kenni hið sama,—hafi tekið sérstaklega að sér málstað hinna ólánssömu, — eins og mannkynsfrelsarinn. Og það vekur hncyksli óumræðilegt f brjósti Sam. Það er vandi að lifa. I annan stað er hneykslast á því, að Campbell segir: ,,Þegar eg sé hann (Krist), þá segi eg með sjálfum mér: Hann er guð, og gæti eg að eins komist að sannleikanum í því, hvað eg er sjálfur, þá myndi eg komast að raun um, að eg er guð líka.“ Hneykslið felst víst í síðustu orðunum. En í 10. kapítula Jóhannesar guð- spjalls er frelsarinn að sýna Gyðingum fram á, í hve mikilli heimsku þeir gjöri sig seka, þegar þeir saki hann um guð- last, fj'rír að hann, sem væri maður, gerði sjálfan sig að guði! Er ekki ritað í lögmáli yðar: Eg hefi sagt, þér eruð guðir. Ef hann kallar þá guði, sem guðs orð kom til, og ritningin getur ekki raskast, segið þér þá við þann, sem fað- irinti helgaði og sendi í heiminn: Þú guðlastar! af því að eg sagði: Eg er son- ur guðs (10 35'3«). Hann byggir þarna rétt sinn til þess að nefna sig guðs son á því, að allir menn með guðsþekk- ingu, sé guðir. Postulinn Páll segir, að allir þeir, sem leiðast af anda guðs, sé guðssynir (Róm 8,14 ) Á hverju er svo að hneykslast? Guðs orð segir eins og Campbell: Jesús er guð; en það erurn vér líka. Það stendur í því guðspjallinu, sem mesta áherzlu leggur á guðdóm Krists. Enn segir Campbell: “Syndin er í sjálfu sér ekki annað en það, að menn eru að leita lífsins, en fara bara ekki rétta leið að því“. Tökum nú boðorðin: 1. Sá, sem hefir aðra guði, álítur sig með því sælli—meiralíf. 2. Sá,sem notarguðs nafn til töfra og fjölkyngis, ætlar á þann hátt að framkvæma það, sem honum annars er um megn—meira líf. 3. Sá, sem hvíldardaginn notar til ónauðsyn- legrar vinnu, ætlar sér að verða auðugri —meira líf. 4.Börn, sem ekki hlýða föður og móður, ætla að reyna að verða sjálf- stæðir menn á undan tíma—meira líf. 5. Morðinginn ætlar sér að njóta lífsins bet- ur, þegar hann hefir náð lífi óvinar síns -—meira líf. 6. Óskírlísfimaðurinn eins. 7.Þjófurinn sömuleiðis 8.Mannorðsþjófur- inn að verða þeim mun meiri sjálfur, sem hann treður aðra meira ofan í skarnið.— 9. og 10. Og hvað er ágirndin annað en löngun til meira lífs? En eins og Campbell tekur fram, er öll þessi lífsleit á öfugri leið. Það er græðgi eftir lífi, sem ætlar að seðja sig á lítilli stund og brýtur með því lífslögmál- ið. En lögmál lífsins er guðs heilagi vilji, -em sett hefir lífinu þessar skorður. Það er stjórnlaus eigingirni, jafnvel þó hún sé skoðuð sem uppreist gegn guði, eins og áður var títt. Hví að hneykslast? í kaflanum um friðþæginguna, er Campbell að gjöra grein fyrir því, að Kristurhafi ekki frelsað oss frá reiði guðs. heldur hafi hann lifað og dáið til að koma mönnunum í samband við guð og láta þá skilja kærleika hans. Hann kemst oft ógætilega að orði og

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.