Breiðablik - 01.11.1908, Blaðsíða 6
86
BREIÐABLIK
Margir eru þeim umræðum með öllu
fráhverfir. Þeir hata alls engan áhuga í
þá átt. Nýlega hefir oss verið sagt, að
hugleiðing'ar um trúmál veki á ættjörðu
vorri álíka bergmál og þegar hrópað er
ofan í ullarbing — alls ekkert.
Ættum vér þá eigi að láta allar slíkar
hugleiðingar og umræður falla niður?
Er það þess vert að halda þeim uppi
nokkurum til ama ?
En þá rekum vér oss á þetta : Hvar-
vetna í heimi, þar sem andlegt líf er með
nokkurum blóma, eru umræður um trú-
mál í algleymingi. Stjórnmál og trúmál,
þau málin, er setja hugi manna í mesta
æsingu, og mönnum gengur einna lakast
að ræða köldu blóði, eru þar efst á baugi.
Er nokkurt samhengi í milli þeirra ?
Eru það ekki tvær andstæður, sem helzt
ætti eigi að nefna í sömu andránni ?
Sumir menn líta svo á. En er það
rétt ? Um hvað eru stjórnmálin að fjalla ?
Um hvað er eiginlega alt stjórnmála-
þrefið ?
Um endurbætur á hag þjóðanna. Um
það hvernig- bre)da eigi heiminum, sem
er, í heim, eins og hann á að vera. Það
er út af menningar-baráttunni, hvernig
fjarlægja megi hvern þröskuld á vegi
menningar og framfara, velgengni og
vellíðan lands og lýða.
í tímariti þessu var eitt sinn leitast við
að sýna fram á, hvernig markmið kristin-
dómsins væri ávalt í því fólgið að breyta
heiminum, sem er, í heim eins og hann á
að vera. Sé það rétt, verður markmið
stjórnmálanna og markmið trúarbragð-
anna eitt og sama.
En eins og markmiðið er sameiginlegt,
er líka rótin sú sama. Hvorttveggja er
runnið af fullkomnunarþrá mannkynsins.
Hvorttveggja stendur í sambandi við hið
æðsta og göfugasta, sem til er í fari
mannsins.
Það er fylsta ástæða til að líta svo á,
að kristin trú sé eitt sterkasta ummynd-
unarafl heimsins. Öllum er augljóst, að
kristnar þjóðir bera ægisbjálm yfir öðrum
þau tvö þúsund ár, sem liðin eru, síðan
kristindómurinn kom til sögunnar. Eigi
verður betur séð en þau trúarbrögð hafi
átt furðu-mikinn mátt til að knýja fram
nýja menningaröldu í heiminum. Af
flestum er litið svo á, að þessi máttur sé
runninn af grundvallarhugmyndum
kristinnar trúar.
Hversdagsreynsla mannanna birtir oft
ósamræmið milli hugmynda og veruleika,
trúar og breytni. Vér verðum ósjaldan
varir beiðinglegrar breytni og háværs
rétt-trúnaðar í sömu keflavík og förum
þá að efast um, að nokkurt samband eigi
sér stað milli trúar og siðgæðis í mann-
lífinu yfirleitt.
En er vér hugsum um gang sögunnar frá
fyrstu tímum, getur oss naumast dulist,
að sú tegund menningar, er fram kemur
með þjóðunum, stand' í sambandi all-
nánu við þær trúarhugmyndir, sem þar
ríkja.
Austurlandaþjóðirnar, þar sem Búdda-
trúin hefir mótað hugi mannanna, eiga
eldgamla menning, góða og göfuga að
ýmsu leyti, en óumræðilega hægfara og
íhaldssama. Naumast er bugsandi, að
nokkur maður í kristnum sið, sem borið
hefir þá menning saman við menningu
kristnu þjóðanna og gjört sér ljósa grein
fyrir kostum hvorrar um sig, láti sér til
hugar koma í alvöru, að ráðlegt væri
kristnum heimi að skifta um og fá á sig
menningarmót Austurlanda þjóða.
Þá eru Múhameðstrúarmenn steyptir í
enn öðru móti. Engum d)dst, að þaö
menningarmót stendur að allmiklu leyti
í sambandi við trúarbrögð þeirra. í
menningu þeirra er ýmislegt gott, og
stendur á gönilum merg. En eigi virðist
sú menning eiga sérlega mikið aðdráttar-
afl fyrir hugi Norður- og Vestur-álfubúa.
Þeim fyndist það óumræðileg afturför að
hafa skifti við Tyrki og skjólstæðinga
þeirra í menningarlegu tilliti.
Einstaklingslundin, þjóÖarlundin og