Breiðablik - 01.11.1908, Blaðsíða 16

Breiðablik - 01.11.1908, Blaðsíða 16
96 BREIÐALBIK mórauðu lengst fram eftir hallarg-ólfi, bevgðist svo mikið áfrarn ,um leiöaðhann nærri misti jafnvægi. ,,Hraustlega hrækt“, kvað Þór, ,,og fáir hefði þetta eftir leikið. Sé þér aðr- ar listir jafn-tamar, muntu vera íþrótta- maður mesti“. Nú þurkaði komumaður sér um munn- inn og sneri sér að Þór. ,,Eg er Banda- ríkjamaður“, sagði hann, ,,og Banda- ríkjamenn kunna allar íþróttir. Vér un- um því aldrei að vera eftirbátar annarra í neinu. Vér ertim ætíð fremstir. Allra mest stuðlum vér til þess, að efla alla sanna velsæld mannfélagsins og alla sanna fullkomnan. — Frá því fyrsta höf- um vér hatað alla kúgun; höfum því enga vfirboðara aðra en þá, sem vér kjósum sjálfir. Frelsið er vor dýrmætasta þjóð- eign, og þá eign eignm vér fullkomnari en nokkur þjóð önnur. Vér erum líka dugandi menn. Eyðilegum sléttum höf- um við breytt í blómleg akurlendi. Skógana höfum vér rutt og reist þar borgir. Hvergi í heimi getur að finna meiri framfarir en með oss, hvggilegri og betri framfarir“.----- En nú var Þór tekinn að ókyrrast í sæti sínu og greip nú fram í fyrir komu- manni. ,,Ekki skil eg tal þetta“, kvað hann. ,,Seg oss heldur frá hernaði ykk- ar, og vopnaburði þeim, sem hjá ykkur tíðkast“. ,,Allan nýjasta herbúnað þessarra tíma höfum vér“, mælti nú komumaður og steig skref áfram. „Herskip öll höf- um vér af nýjustu gerð og beztu. Skot- vopn öll —- —“ ,,Nægir nú þetta“, hrópaði Þór og stóð upp. ,,Ekki hljótið þið Bandaríkja- menn gisting í höll vorri. Engin þjóð fær þar að búa, sem ver fjör og frelsi með göldrum einum. Eina rétta vörnin fyrir frelsið, sem þú með gít'urlegri orðmælgi lofar svo mjög, er hreysti manna og hug- dirfska. — Hér eftir skuluð þið Banda- ríkjamenn hafa þann starfa með höndum, að bera vatn S æ h r í m n i, gelti vorum, Munu þið þá hvorki hafa tírna til að tala né tyggja, en dugnaður ykkar koma að fullum notum“. Andlit Bandaríkjamannsins varð nú afmyndað af reiði og tók hann að segja mörg all-kvnleg orð, sem engir í höllinni skildu. Var hann því fremur ómjúklega handleikinn og á brott leiddur. En Þór settist niður. Nú var komið með þriðja -manninn í höllina. Maður sá var meðalmaður á vöxt og harla dökkur yfirlitum. Á efri vör hans hékk afar-stór skeggtoppur, sem snúinn var af list mikilli. ,,Hver ert þú og hvað kant þú íþrótta?“ rnælti Þór og var nú byrstur. ,,Eg er Frakki“, hvað komumaður. ,,En Frakkar eru ein af stór-þjóðum heimsins. Sú þjóð, sem hefir áunnið sér verðskuldað lof allra annarra þjóða. Engin þjóð stendur oss framar að list- fengi. Mestu herforingja heimsins höf- um vér átt. — Mesta gleðiþjóð heimsins erum vér; hötum alla bölsýni, unnum öllu björtu. Mótum oss því móti, að þar sem aðrir sjá myrkur, sjáum vér Ijós; þar sem aðrir sjá kvíða, sjáum vér von; þar sem aðrir halda aftur, höldum vér fram. Rétt vorn og heiður erum vér ætíð reiðu- búnir að verja. Fáar þjóðir standa betur að vígi til varnar en vér. Allan nýjasta og fullkomnasta herbúnað höfuin vér og ---------“. [Framh. ]. BREIDABUIK Mánaðarrit til stuðningfs . íslenzkri menningþ Fridrik J. Bergmann ritstjóri. Heimili: 259 Spence St., Winnipeg’, Canada. T elephone 6345. Utgefendur: BrEIDABLIK Pl BLISHING Co., M. Markússon, ráðsmaður. 605 Mclntyre Block, - Winnipeg, Canada. Verð : Hver árg. 1 doll., á Islandi 4 kr. Hvert eintak 10 cts. Borgist fyrirfram. Prkntsmidja Ólafs S. Thorgeirssonar 678 Sherbrooke St., Winnipeg.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.