Breiðablik - 01.11.1908, Blaðsíða 4

Breiðablik - 01.11.1908, Blaðsíða 4
84 BREIÐABLIK þeirra, sem mesta þekkingfu hafa í þessum efnum, breytast að ein- hverju leyti frá því, sem verið hef- ir? Á að taka því vel, eða á að taka því illa ? Eigfa menn að á- líta, að alt þetta rannsóknarstarf sé af illum rótum runnið ? Af löngfun til að eyðileggja grundvöll trúarinnar og gjöra heiðna menn úr kristnum mönnum ? Eða eiga menn að álíta, að í þessum efnum sé mannsandinn að leitast við að komast fyrir sannleikann eins og í öðrum ? Hina gömlu trú, að bækur gamla testamentisins sé eftir þá menn, sem þær eru eignaðar og enga aðra, höfum vér ekki eign- ast nema fyrir sögusögn annarra. Biblían segir sjálf oftast nær ekk- ert um hver sé höfundur bókanna. Þegar einhver bók er eignuð sér- stökum mönnum,er það lang oft- ast gjört af mönnum, sem lifað hafa löngu eftir tilorðning bók- anna. Móse-bækurnar segja hvergi, að Móse sé höfundur þeirra. Mörgum öldum eftir hans dag er nafn hans sett í samband við þær, annaðhvort til að gefa efni þeirra þeim mun meiri helgi í huga lesendanna, eðatil að benda á hann sem hinn elzta löggjafa þjóðarinnar. Um alt þetta höf- um vér sögusögn annarra að eins, en vitum ekkert af sjálfum oss, jafnvel þó vérfylgjum þeim skoð- unum, sem menn hafa fylgt um langan aldur. Meðan menn vissu ekkert réttara, var sjálfsagt að fylgja þeim skoðunum. En það verður ávalt sjálfsagt að fylgja því, sem menn vita réttast og sannast í hverjum hlut. Hvernig eigum vér nú að kom- ast að niðurstöðu um, hvað sé réttast og sannast í þessu, vér hinir mörgu, sem ekki erum sér- fræðingar ? Hvað gjörum vér í öðrum greinum ? Hvað gjörum vér í stjörnufræði, náttúrufræði, málfræði, mannkynssögu og al- mennri bókmentasögu ? Vér fvlgjum því, sem fróðustu menn í hverri grein segja oss. Enginn maður er þess um kominn, að rannsaka og vega í huga sér á- stæðurnar,sem hvert einstaktatriði þekkingarinnar hehr við að styðj- ast. Ekki hundrað-þúsundasta partinn. Hver sérfræðingur verð- ur að styðja sig algjörlega við þekkingu fróðra manna í öllu fyrir utan það þekkingarsvæði, sem hann er bezt heima á. Og allur þorri manna verður að gjöra það í öllum efnum. Að vera upplýstur og mentaður maður er í því fólgið að hafa nokk- urn veginn ljósa hugmynd um það, sem álitið er sannast og réttast á þeim tíma, sem hann er uppi, á ýmsum svæðum þekkingarinnar. Hann getur eigi talist í hópi upp- lýstra manna,ef hann fylgir nokk- urri annarri reglu. í heimi þekk- irigarinnar er stöðug hreyfing. Engum er nóg að vita það, sem haldið var rétt á einhverri löngu liðinni tíð. Um þekkingarattiðin eru menn stöðugt að bugsa frá nýjum sjónarmiðum. Upplýstur maður verður að kunna að hugsa um þau frá sjónarmiði samtíðar sin nar. Er þetta einnig satt í andlegum efnum ? Á það sér einnig stað í þeim efnum, er snerta trúarbrögð- in ? Má maður þar fara eftir því, sem aðrir segja ? Kjarni trúarbragðanna er í því fólginn, að sál hins einstaka manns kemst í samband við guðdóminn. Vissa trúarinnar í insta eðli erund-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.