Breiðablik - 01.11.1908, Blaðsíða 14
94
BREIÐABLIK
setur sig jafnvel út lil þess. En þegar
betur er að gætt, er oftast hæg-t að tinna
orðum hans einhvern stað, jafnvel þó
maður fallist ekki á skýringar hans.
Bók hans hefði naumast vakið aðra eins
eftirtekt og umræður og hún hefir gjört,
væri hún mjög aulalegur samsetningur.
Breiðablik hafa eitt sinn að eins getið
um bókina, og hvorki mælt með henni né
mót, bent að eins á hana sem bók, er
meiri eftirtekt hefði vakið en flestar bæk-
ur aðrar, síðustu ár, og meiri umræður.
Mér hefir aldrei til hugur komið að vera
þar öllu samþykkur og því lýsti egyfir á
kirkjuþinginu í surriar. En það er miklu
réttara með þá bók eins og aðrar bækur
að reyna að skilja þær en misskilja. Og
nær er mér að halda að annar eíns út-
dráttur ogf þessi í Sam. sé synd gegn
áttunda boðorði. Því þessir tilfærðu
kaflar gefa alt aðra og miklu verri hug-
mynd um höfundinn og kenningar hans,
en bókin í samhengi.
ÍSLENDINGUR GISTIR VALHÖLL.
Eftir 6. T. JÓNSSON.
AÐ var glatt á hjalla í Valhöll
þetta kveld. Æsir og Einherj-
ar sátu að drykkju og voru
farnir að gjörast all-ölvaðir.
Um morguninn höfðu Einherjar
að vanda sínum barist af harðfengi miklu.
En þegar leið að dögurðarmáli höfðu þeir
snúið til hallarinnar og sezt að drykkju.
Höfðu þeir drukkið fastlega allan daginn,
enda var nú drykkurinn tekinn að svífa til
höfuðs þeim. Óðinn sat í öndvegi með
Frigg, konu sína, til hægri handar. Til
vinstri handar honum sat Ása-Þór; þar
næst Æsir til beggja hliða. Bekki hall-
arinnar skipuðu Einherjar. Þar gat fyrst
að líta íslenzku hetjurnar, sem bárust á
banaspjótum á söguöldinni og féllu í val-
inn til heiðurs ættjörð sinni. Ása-Þór
ann þeim mest allra Einherja.
,,Eg tek nú gamall að gjörast“ mælti
Óðinn, ,,enda svífur drykkurinn til höf-
uðs mér á annan hátt en til forna. Nú
finst mér hann meir deyfa en örfatildáða.
Vænt þyki mér samt að sjá, að Ása-Þór
þreytist ekkert við drykk sinn. Hann er
altaf samur og jafn“.
Allir Æsir og Einherjar beygðu höfuð
sín af lotningu þegar Óðinn talaði. Allir
nema Þór, sem er frábitinn öllum hirð-
siðum. Óðinn leit engu síður ástúðlega
til hans. Þá greip Þór afar-stórt drykkj-
arhorn sér í hönd og mælti :
,,Aldrei skal drykkur á mér vinna, því
þá einu sinni hefi eg drukkið nægju mína,
er Utgarða-Loki lét mig drekka borð á
sæinn. Þá var jafn vel mér ofbcrðiðið.
Því er altaf svo farið, að ásamt hamri
mínum og hesti er drykkurinn mín mesta
huggun. Alt afhvetur hann mig jafnt til
dáða, þó ekki fái eg unnið neitt til frægð-
ar meir. Engin tröll eru lengur til að
berja á. Öll sönn frægð er nú undir lok
liðin. — Enginn fær heldur að gista Val-
höll framar“.
Að svo mæltu setti Þór hornið á munn
sér og drakk af í einum teig. Óðinn leit
þá til hans og mælti :
,,Svo segir mér Vár, að hér standi nú
úti fyrir hallardjrum þjóðflokkar ýmsir
og beiðist inngöngu. Sumir þeirra við-
hafi stórmæli mikil og þykist fullvel
mega Valhöll gista. Vil eg nú, Þór, láta
leiða í höll vora einn mann úr þjóðflokki
hverjum og skaltu hafa tal af þeim“.
,,Vel má það vera“, kvað Þór og varð
nú hávær, ,,en enginn þessarra manna
mun þó mega Valhöll gista. Velja mætti
þeim þó aðra staði, þars unnið gæti þeir
einhverþau verk, er koma mætti oss að
liði nokkuru“.