Breiðablik - 01.09.1909, Blaðsíða 1
BREIÐABLIK.
Mánaöarrit til stuöning's íslenzkri raenning.
FRIÐRIK J. BERGMANN
RITSTJÓRI
IV. Ár. SEPTEMBER 1909. Nr. 4.
ÞRÆLSNAFNID.
Kóng minn, Jesú, eg kalla þig — Kalla þú þræl þinn aftur mig.—
Herratign enga a5 heimsins sið — Held eg þar mega jafnast við.—(Sbr. Sam. sep. ‘09).
ÓEINLÆGUR KRISTINDÓMUR.
I N L Æ G N I manns-
lundarinnar í viður-
e'g"n °g viðskiftum
manna á milli er einn
allra íegursti kostur,
sem unt er að nefna.
urinn C a r 1 y 1 e segir,
að einlægnin liafi verið sameigin-
legt lundareinkenni allra mikil-
menna heimsins.
Hvergú er einlægnin eins sjálf-
sögð og í sambandi við kristin-
dóminn. Aðalætlunarverk trúar-
innar er að gjöramenn að einlæg-
um mönnum. Og eitt aðalatriði
kenningar og dæmis frelsarans
var að sýna fram á, að einlægnin
væri grundvallar-skilyrði þess, að
nokkuð gott fengi þrifist ogþrosk-
ast í sálum mannanna.
Eigi er unt að vinna sjálfum sér
stærra tjón með nokkurum hlut
en þeim að vera óeinlægur. Það
er að svíkja sjálfan sig í orðsins
eiginlegasta skilningi. Það er að
bregðast því,sem maður veitsann-
ast og réttast,—sannfæringu sinni
og samvizku. Á þann hátt verður
lundin óáreiðileg og veil og fyrir-
litning vaknar í hjarta þeirra, sem
við slíka óeinlægni verða varir hjá
öðrum. Þeir missa álit sitt og
tiltrú.
Og eigi er unt að vinna kristin-
dóminum meira tjón með nokkuru
jafn-mikið og því, að ætla sér að
fremja málefni hans með óeinlægn-
is-brögðum. Oft hefir það verið
gjört því miður, og einatt með þá
hugsan, að tilgangurinn helgi
meðalið. Menn skilja, að sú setn-
ing er fals, en breyta samt oft eft-
ir henni. Sönnum kristindómi
hefir ávalt orðið það að fótakefli.
Á þann hátt svíkja menn sann-
leikann og sannleikans herra.
Enda kemur það þá ávalt í ljós,
að verið er þá að þjóna sannleik-
anum að eins undir yfirskini.
Menn eru í rauninni að þjóna