Breiðablik - 01.09.1909, Blaðsíða 3

Breiðablik - 01.09.1909, Blaðsíða 3
BREIÐABLIK 5i skulu öldung'ar borgarinnar fara með kvíguna ofan í dal með sírennandi vatni, sem hvorki er yrktur né sáinn, og þar í dalnum skulu þeir brjóta kvíguna úr hálsliðnum. Pá skulu prestarnir, synir Leví, ganga fram—því þá hefir Jahve, guð þinn, útvalið til að þjóna sér og til þess að blessa í nafni Jahve, og eftir atkvæði þeirra skal skera úr öllum þrætumálum og meiðslamálum—, og allir öldungar þeirrar borgar, þeir er næstir eru hinum vegna, skulu þvo hendur sínar yfir kvíg- unni, sem hálsbrotin var í dalnum, og þeir skulu taka til orða og segja : Vorar hendur hafa ekki úthelt þessu blóði og augu vor hafa ekki séð það. Fyrirgef, Jahve, lýð þínum, Israel, er þú hefir leyst og lát ekki lýð þinn Israel gjalda saklauss blóðs ! Og þeim skal blóðsökin upp- gefin verða. Þannig skalt þú útrýma saklausu blóði burt frá þér, svo að þér vegni vel, er þú gjörir það sem rétt er í augum Jahve. Landsdómarinn breytti eftir þessu. Höfuðprestar og" fræði- nrenn samsintu og álitu, að með þessu væri dómarinn sýkn saka. Það var skilning'ur þeirra á lög-- málinu og réttlætinu. En nærri má geta, hvað mönnum með næma réttlætistilfinningu he-fir fundist. Síðan hefir handaþvotturinn haldið áfram öðrum þræði ímann- kynssögunni, þó furða sé og mis- jafnt mælist fyrir. Hann heldur áfram þann dag í dag fyrir augum vorum. Eftir að yfirlýsingin affarasæla og viturlega var samþykt á kirkju- þingi, hefir hvíldarlaus handa- þvottur átt sér stað svo að segja á hverjum degi. Hófst degi síðar með yfirlýsingu forseta um, að gengið hefði verið af kirkjuþingi af minnihlutamönnum, án þess nokkurt tilefni hefði verið gefið. Heldur svo áfram með forseta-bréfi tii Garðarsafnaðar, ritgjörðum í Lögbergi og Sameiningunni og nú síðast með yfirlýsingu sjö presta. Hverju atriði kirkjuþingsyfir- lýsingarinnar neitað á fætur öðru, þangað til ekkert er eftir orðið, er samþykt hefir verið. Því er neitað í yfirlýsingu frá sjö prestum nú síðast, “að kjarni ágreiningsmálsins innan kirkju- félagsins sé bókstafsinnblástur ritningarinnar. ” Ágreiningurinn byrjaöi út af fyrirlestri, sem síra Björn B. (ónsson flutti á kirkju- þingi á Hallson og prentaöur er í 9. árg. Aldamóta og nefnist: Guölegur innblást- ur heilagrar ritningar, þar sem svo er að orði komist: ,,Og þetta er vor kenning, aö guö hafi með sínum heilaga anda útbúið höf- unda biblíunnar, að alt, sem þeir hafa ritaö sé algerlega satt og sé samþykt af guði, svo alt, sem stendur í biblí- unni, sé þar að hans vilja, eins Og hann sjálfur vildi segja það og sé því hans orð, talað upp á hans ábyrgð. Vér neitum því að missagn- ir eða villur séu í biblíunni, heldur sé hún öll innblásin af guði“. Síra Jón Bjarnason orðar kenningu sína um bókstafsinnblásturinn svo: ,,að guðs andi... stýri öllu máli þeirra (höf- undanna), ráði öllum þeirra orðtækj- um (Sam.5u7 ). Engin kenning um bókstafsinnblástur hefir nokkuru sinni verið til, ef þeirri kenningu er hér eigi haldið fram blátt áfram og hispurslaust. Með þessum staðhæfingum og fullyrðingum er sú kenning flutt í eins frekum og fullum skilningi og nokkuru sinni hefir átt sér stað í kirkjunni, því við þetta er engu unt að bæta. Aldrei hefir með einu orði verið neitt úr þessu dregið eða nokkurt atriði undanfelt, heldur hefir þetta verið áréttað með því að staðhæfa, að innblást- urinn sé í því fólginn, að alt sem frá er sagt í ritningunni, hafi borið við nákvæm-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.