Breiðablik - 01.09.1909, Blaðsíða 15
BREIÐABLIK
Medalandi fyrir. Fall Babýloníu borgar
varp veldi Babýloníumanna þegar í
hendur Kýrosi og þessi Daríus frá
Medalandi, sem engan staö getur átt sér,
virÖist að hafa komið fram við rugling á
þeim Daríusi, er tók Babylon aftur eftir
uppreist 521, og spádómar (Jes 1317) um
að Medar myndi leggja Babýlon undir
sig ef til vill verið orsökin til þess. “
7. Þekking höf.á næsta tímabili eftir—
frá Kýrosi til Alexanders mikla—er næsta
ónákvæm. Hann þekkir t. d. að eins
4 persneska konunga. En frá 21.
versi í 11. kap. og allan þann
kap. á enda er bent á einn
mann. ,,Herflokkar hans munu bera
hærra hlut og vanhelga helgidóminn,
vígið, afnema hina daglegu fórn og reisa
þar viðurstygð eyðingarinnar (31). Þetta
bendir öldungis ákveðið á einn mann og
það er enginn annar en einvaldurinn guð-
lausi og “fyrirlitlegi,” Antiókus Epi-
fanes. Þessi niðurstaða st}rrkist af mörg-
um bendingum í þessum kafla, svo sem
hindrunum Rómverja (3°) árið t68.
,,Það bókmentalegt fyrirbrigði, sem
vér hér höfum fyrir oss.er þá þetta: Bók,
sem á að vera frá herleiðingar-tímunum
og segir fyrir afsóknir gegn Gyðingum
og endilegan sigur á annarri öld f. Kr.
er oft ónákvæm, er hún lýsir herleiðing-
ar bilinu og tímunum þar á eftir, en ná-
kværn og áreiðileg um leið og hún snert-
ir seinna tímabil. Einungis eina ályktan
er unt af þessu að draga, að bókin hafi
verið ritin á síðara tímabilinu en eigi hinu
fyrra. Hún hefir orðið til á þvi tímabili,
sem hún lýsir svo nákvæmlega, 168—
165 f. Kr. “ Endir bókarinnar er fullur,
einkum 11. kap., af nákvæmum smá-at-
burðum, sem koma heim, jafnvel í smá-
atriðum, við sögu 3. og 2. aldar f. Kr.
einkum og sér í lagi við ríkisár Antio-
kuss Esifanes (t i21 “r3). Væri þetta spá-
dómur mörgum öldum undan viðburðum,
væri það miklu nákvæmari spádómur
63
en nokkur, sem nýja testamentið hefir
varðveitt eftir frelsarann sjálfan.
Sannfæringin um, að Daníels-bók sé
færð í letur miklu síðar en menn áður
hafa álitið, hefir myndast ósjálfrátt við
nákvæman lestur og íhugan bókarinnar
sjátfrar en eigi af neinum ímugust eða
hleypidómum gegn kraftaverkum og spá-
dómum. Hún styðst við ótal margt í
bókinni sjálfri, sem hér hefir ekki verið
tekið fram. Frá málfræðilegu sjónar-
miði eru rökin fyrir tilorðning bókarinn-
ar seint á tímum ómótmælanleg. Þó
eigi væri tekið tillit til neins annars en
málsins á bókinni, hlyti niðurstaðan að
verða sú,að hún sé samin löngu eftir her-
leiðingu. En efni bókarinnar er þó enn
sterkari sönnun og mætti gjöra miklu
ýtarlegri grein fyrir því,en hér hefir verið
gjört. Það er margt að læra af Daníels-
bók.Trúnaðartraustið er mikið. Messías-
arvonin sterk. Hugmynd eilífs lífs
hvergi eins ljós í öllu gamla test. Trúin
á handleiðslu guðs og endilegan sigur
óbifandi. Alt þetta er varanlegt og
haggast ekki,—hefir ævarandi gildi.
Hver hinn eiginlegi höf. bókarinnar er,
vita menn ekki, enda rýrir það ekkert
gildi hennar. Spámaðurinn Esekiel
minnist á tveim stöðum (m'^28^) á vitr-
an og sérlega réttlátan mann að
nafni Daníel, og hafa þessir staðir, hvor
um sig, verið heimfærðir til áranna 592
og 587,líkir hann honum við Nóa og Job.
Hann getur eigi hafa verið yngri maður
en spámaðurinn. Ef til vill hafa sögurn-
ar í Danielsbók hnoðast utan um hann,
eins og svo mörg munnmæli hafa mynd-
ast í sambandi við góða rnenn fyr og
síðar. Sumir ætla líka að nöfnin 3 sé
lánuð úr Nehemía. Hvernig sem því er far-
ið, er nafnið á Daníelsbók að skoða að eins
sem bókarnafn og ekkert annað; sögurnar
vcru til, og höfundurinn fléttar þær inn í
mál sitt og dregur af andlega lærdóma
fyrir samtið sína, til trúarstyrkingar og
hughreystingar. í því sambatidi er ekki