Breiðablik - 01.09.1909, Blaðsíða 13
BREIÐABLIK
sýnum Daníels og skýringar gefnar á
þeim. í þeim felast spádómarnir eöa
opinberanirnar.
Höfundurinn á aö hafa verið uppi meö
herleiddum Gyöingum í Babýlon á her-
leiöingartímabilinu. En ýmsar staðhæf-
ingar, sem gjörðar eru um þetta tímabil,
eru næsta ónákvæmar og koma alls ekki
heim við sögulega þekkingu manna. A
þetta var stuttlega drepiö í greinarkorní
um söguritan GyÖinga í Breiðablikum
III12. Alt sem þar var bent á, var haft
eftir áreiöanlegustu heimildum, eins og
t. d. Hugo Winckler: Saga Babýloníu ög
Assýríu (1907). Höfundurinn er kennari,
prófessor, við háskólann í Berlin, líklega
mesti fróðleiksmaður á því svæði sögunn-
ar, sem uppi er, og orð hans álitin eins
góð heimild og unt er að nefna.
Auk þess hafði eg fyrir mér ýms ný-
samin guðfræðirit eftir áreiðanlegustu
höfunda, sem nú eru uppi. Vil eg nefna
S. R. Driver: The Book of Daniel (1905)
Hðf. er kennari við háskólann í Oxna-
furðu og er heimsfrægur vísindamaður.
Sömuleiðis John Edgar McFadyen, pró-
fessor í bókmentum og skýring gamla
testamentisins við háskólann í Toronto:
Introduction to the Old Testament (i906).
Só bók er nú notuð alment sem kenslu-
bók í þeirri grein guðfræðinnar við helztu
guðfræðisskóla á Englandi, í Banda-
ríkjum og Kanada. Enn fremur nýjustu
kirkjulegar alfræðibækur, sem út hafa
komið síðustu ár á Þýzkalandi og Eng-
landi (Hauck's og Hasting’s). Eg veit
ekki til, að eg hafi haft aðra lymsku eða
lœvísi (sbr. G. E. í Lögb. 1. júlí) í frammi
en þá að gefa upplýsingar um það, er
beztu heimildarrit, sem fáanleg eru nú,
segja um þessi efni. Eg hafði það hug-
fast þá og mun ávalt reyna að hafa það
hugfast, að byggja á viðurkendum heim-
ildum. Vitaskuld eru þær eigi óskeikul-
ar fremur öðrum mannlegum heimildum.
En þær ætti að gefa áreiðanlega hug-
mynd um, hvað fróðustu menn í þessum
6 I
efnum vita sannast og réttast nú á þessum
tímum. Eg tek þetta fram eitt skifti fyr-
ir öll. Skyldi ávalt tilgreina heimild fyr-
ir hverju einu,ef það eigi væri almennum
lesendum til leiðinda og til of mikillar
málalengingar í litlu blaði.
Söguleg biblíurannsókn hefir leitt að
því svo ljós rök, að eigi verður hrundið,
að Daníels-bók getur alls eigi hafa verið
færð í letur í Babj'lon á herleiðingartíma-
bilinu, heldur á Gyðingalandi, að minsta
kósti þrem-fjórum öldum síðar. Og lík-
ur svo sterkar eru til þess, að hún sé eigi
samin fyrr en á ofsóknarárunum milli 168
og i65 f. Kr., er Antiokus Epifanes var
að völdum. Þessar ástæður eru þær,
sem nú skal greina.
t. Daníels-bók er, eins og bent var
á að framan, eigi talin með spámanna-
bókum í ritsafni Gyðinga, heldur með
helgiritum svonefndum. Bókmentum
Gyðinga var skift í þrjá flokka: 1, TÓra
eða fimmbókasafnið (5 bækur Móse). 2.
Spámannaritin; þeim var aftur skift í
tvent: fyrri spámenn, og í þann flokk
skipað bókum Jósúa, Dómaranna, Samú-
els og konunganna; og síðari spámenn:
Jesaja, Jeremía, Esekíel og 12 minni spá-
mönnunum. 3. Helgiritin (Ketubim
eða Hagiografa), er sett voru í þessa röð:
Sálmarnir, Orðskviðirnir, Jobsbók, Ljóða-
ljóð, Rutarbók, Harmljóðin, Prédikarinn,
Esterarbók, Daníel, Esra-Nehemía og
Kronikubækur. — Þessi þrískifting kom
fram vegna þess, að í þessari röð höfðu
ritin öðlast viðurkenningu, smátt og
smátt, sem guðinnblásin rit. Fimmbóka-
safnið öðlaðist þá viðurkenningu fyrst,
síðan spámannaritin svonefndu og helgi-
ritin síðast. Fræðimönnum kemur sam-
an um, að spámannaritin hafi eigi öll ver-
ið komin á sinn stað fyrr en á 3. öld f.
Kr. Hefði Daníels-bók verið til um það
leyti og verið álitin spámannlegt rit,
myndi henni hafa verið skipað i flokk
með spámannaritum. En það var henni
ekki.