Breiðablik - 01.09.1909, Blaðsíða 9
BREIÐABLIK
57
er ekki vildu samþykkja trúarkenningar
þess kirkjuflokksins, er völdin hafði.
Því að sá flokkuririn, sem mestan at-
kvæðafjölda hefir haft eöa völdin í það
sinn, hefir jafnan ákveðiS hver væri hinn
sanni rétttrúnaður. Og lengst komst
ofsinn það, að menn voru líflátnir fyrir
trúarskoðanir sínar.
Þessi er í sem fæstum orðum hin
sorglega saga trúardeilanna. Allir hinir
mörgu flokkar hafa þózt reisa skoðanir
sínar á ritningunni svosem guðinnblásnu
orði, og þó hefir farið svona. Nokkuð
hefir þetta breyzt til batnaðar á síðari
öldum, einkum meðal mótmælenda. Þar
hefir sú skoðun smátt og sinátt rutt sér
til rúms, þótt við ramman hafi verið reip
að draga, að hinir ýmsu kirkjudeildir
eigi að skoða sig sem systur. Kristnir
menn geti verið bræður, þótt beri ýmis-
legt á milli í trúarskoðunum og kenning-
um. Katólska kirkjan heldur áfram að
fyrirdæma allar aðrar kirkjudeildir eða
skoðar enga sanna kirkju Krists nema sig.
En aðrar kirkjudeildir hafa orðið umburð-
arlyndari. Síðan sá andi komst inn,
hafa þær hætt að semja nýjar trúarjátn-
ingar. En þótt svo heiti, að þær rétti
hver annari bróðurhöud, þá vill þó stund-
um verða skortur á bróðurandanum í
framkvæmdinni. Jafnvel innan sömu
kirkjudeildar vilja menn enn dæma menn
sem falskennendur fyrir það, að þeir hafa
frabrugðnar skoðanir á sumum trúarat-
riðunum og útiloka þá úr söfnuðinum
sem falskennendur eða falsspámenn.
Á vorum dögum hafa slíkar deilur
risið upp í ýmsum löndum, bæði í
ríkiskirkjum og í fríkirkjum. Og
gamli rétttrúnaðarákafinn hefir þá enn af
nyju otað fram gömlu trúarjátningunum,
sem flestar eru fyrir löngu öllum gleymdar
nema fræðimönnunum. Hin nýja blblíu-
fræði og margvísleg ný þekking nútímans
hefir valdið breytingum áýmsumgömlum
trúfræðikenningum. En þeir, sem ekki
vilja af einhverri ástæðu sinna hinni nýju
þekking, kunna i.lla breytingunum og
telja þær falskenningar af því að þeir
telja þær ríða bág við sumt í eldri skoð-
unum.
Nýlega höfum vér verið á þetta mintir.
Innan vors eigin þjóðflokks er slík deila
risin í algleymingi. Það er meðal landa
vorra í Vesturheimi. Kirkjufélag þeirra
virðist ætla klofna út af þeim deilum,
er þar hafa risið milli hinnar gömlu stefnu
og þeirrar, er fylgir hinni svonefndu nýju
guðfræði. En nýja guðfræðin er ekki
annað en skilningur þeirra manna á
kristindóminum, sem hafa hlýtt þeirri
óhjákvæmlegu skyldu að útiloka sig ekki
frá hinni fullkomnari þekking nútímans
og láta hana leiðrétta það, sem menn
vita nú að rangt var í skoðunum eldri
kynslóða. Enn er þekking vor í molum,
en alt af fer hún þó smávaxandi, alt af
fullkomnast hún. Nýja guðfræðin er tll-
raun til að fullnægja þeirri sjálfsögðu
skyldu að samþýða fagnaðarboðskap
Krists hugsunarbætti nútíðarkynslóðar-
innar, ásama hátt og undangengnar kyn-
slóðir hafa samþýtt hann sínum hugsun-
arhætti. Ef það er ekki gert, missir
fagnaðarerindið vald sitt yfir mattnsál-
unum, og þá verða boðendur orðsins og
hinir kristnu kennarar þess valdandi,
að það verður ekki þessari kynslóð til
samskonar blessunar sem það hefir verið
undanförnum kynslóðum. Því að þrátt
fyrir allar deilurnar hefir það orðið ótelj-
andi sálum til blessunar.
En fyrst ástandið er nú svona, er ekki
nema eðilegt, þótt þér spyrjið : Hvernig
eigum vér að fara að því að vita, hverir
eru hinir réttu kennendur og hverir eru
fals-spámenn eða falskennendur ? Hvert
er emkcnniQ á sönnum kristnum kenn-
endum og á sönnum Iærisveinum Krists
yfir höfuð ? Hvernig eigum vér að átta
oss innan um allar þessar deilur og allar
þessar þrætur um kenningarnar ?
Fyrst og fremst bendi eg yður á það
svar, sem felst í guðspjalli dagsins.