Breiðablik - 01.09.1909, Qupperneq 14

Breiðablik - 01.09.1909, Qupperneq 14
Ó2 BREIÐABLIK 2. Jesú Síraksson, sá er reit Síraks- bók kring- um árið 200 f. Kr., telur upp í bók sinni (44—50) nöfn frægra ísraels- manna, sem uppi hafa veriö meö þjóðinni. Geta þeir, sem eiga Reykjavíkur-útgáfu biblíunnar frá 1859, lesið þenna kafla Sír- aks-bókar og sannfærst. Þar eru taldir upp stærri spámennirnir þrír, Jesaja, Jeremía og Esekíel og tólf minni spá- mennirnir allir í einu, en þagað um Dan- íel ; hann er alls eigi nefndur, þrátt fyrir þá frægð og speki, sem Daníels bók eignar honum. En um Jósef er sagt, að enginn hafi nokkuru sinni fæðst líkur honutn. Höf. Síraks-bókar, sem ritar um 200 f. Kr.,hefir því ekki þekt Daníels- bók. 3. Að Nebukadrezar konungur hafi sezt um Jerúsalem,fengið Jójakim konung á vald sitt og nokkuð af áhöldum guðs húss (Dan i1**), á þrzð/a ríkisstjórnári Jójakims, er söguleg staðhæfing, sem ekkert hefir við að styðjast. ,,Hvorkj getur Jerúsalem hafa verið umsetin eða tekin af Nebukadrezar 605 f. Kr. eins og Daníels-bók (i1'2) tekur fram, né heldur gat þetta átt sér stað fyrr en eftir úrslita- orustuna við Karkemis,þegar vestur-Asía komst undir veldi Babýloníumanna, “ segir professor McFadyen (bls. 320). 4. Kaldear er hvað eftir annað í Daníels- bók(l422 4 5) notað sem nafn á fræðimanna- flokki. Tunga Assýringa og Babýloníu manna leggur aldrei þessa þýðing í orðið. í þessarri merkingu kemur orðið ekki fyrir fyrr en eftir að veldi Babýloníumanna var undir lok liðið og er það þess vegna sterk bending um,að Daníels-bók hafi eigi verið færð í letur fyrr en eftir herleiðingu. Orðið fekk eigi þessa merkingu fyrr en löngu eftir, að það var hætt að tákna nokkura þjóð. Þá voru Kaldear ýmist eins konar prestaflokkur, eins og á dög- um Heródóts, eða stjörnuspekingar og spásagnarmenn eins og þeir voru á gullöld Grikkja ,,í augurn Assyríu-fræð- inga er orðið kasidim (sama sem Kald- ear), eins og það er notað í Daníels-bók, eitt út af fyrir sig nóg til að ákveða dag- setning bókarinnar með óskeikulli vissu“ segir professor Sayce (Monuments 535). 5. Belsazar er látinn vera konungur Babýloníumanna og Nebúkadrezar fáftir hans. Nú vita menn fullri vissu, að þetta átti sér ekki stað. Belsazar var aldrei konungur. Hann var eigi sonur Nebuka- drezars og eklcert skildur honum. Hann var sonur JVabunaicTs konungs, er síðast- ur var allra Babylóníu konunga. Sá Nabunaid hafði brotist til valda með til- styrk flokks, sem hrinda vildi af sér oki og yfirráðum gömlu Kaldea-konungs- ættarinnar. Nebukadrezar var eigi einu sinni forfaðir hans. Milli Neb. og Nab- unaids telur Winckler (1907) upp 3 kon- unga í Babýlon : Amel-Marduk 561—560 Nergal-Shar-Utsur 559—556 Labashi-Marduk sem tók við ríkjum á barnsaldri, þótti ”illa innrættur“ og var steypt frá völdum eftir níu mánuði af Nabunaid, sem ríkti frá 555 til 538. Hann var faðir Belsazar, sem fleygrúnirnar aldrei nefna konung, heldur ávalt konungsson til dauðadags. Að Belsazar hafi verið dóttursonur Ne- bukadrezars hefir verið staðhæft, en út i bláinn. “Ekkert í fleygrúnum frá tím- um Nabunaids gefur nokkurt tilefni til að ætla að nokkur skyldleiki hafi átt sér stað milli Belsazar og Nebúkadrezars”, segir Driver. ,,Hinn sögulegi umheimur, sem 5. kap. Daníelsbókar hendir til, er öldungis ósamrýmanlegur samtíðar vitn- isburði fornaldarleyfanna11 bætir hann við. 6. Daníels-bók staðhæfir, að Daríus frá Medalandi hafi tekið við ríkinu, er Babý- lon var unnin (61). Um þá staðhæfing segir professor McFadyen þetta í kenslu- bók, sem nú er notuð við helztu guð- fræðilegar m jntastofnanir í hinum enska heimi : ,,Á þessu tímabili sögunnar (538 f. Kr.) er hvergi unt að koma Daruisifrk

x

Breiðablik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.