Breiðablik - 01.07.1911, Blaðsíða 3

Breiðablik - 01.07.1911, Blaðsíða 3
BREIÐABLIK T9 Sannleikurinn á að þoka hvarvetna fyrir gagnseminni. Er þetta í samræmi við anda Jesú Krists sjálfs? Getum vér hugsað oss, að hann hefði nokk- urntíma selt sannleikann fyrir frið? Nei. Hann,sem varumburðarlynd. astur og vægastur allra þeirra, sem lifað hafa á jörðunni, hann vægði aldrei því, sem var ósatt. H ann hefði þá ekki verið til þess fæddur og til þess kominn í heim- inn að vitna um sannleikann. Nei, trúarbrögðin, og þá fyrst og fremst kristindómurinn, eru sannleiksleit, og það er það, sem gefur þeim gildi sitt. Og það, sem gefur kristindóminum meira gildi en öllum öðrum trúarbrögð- um, er sú sannfæring, að hann færi oss sannleikann hreinastan og fegurstan Geri hann það ekki hefir hann mist gildi sitt fram yfir þau. En mönnum hættir svo við öfg- um. Svo og í þessu atriði. Þá hefir því verið haldið fram, að vér, sem erum kristnir, ættum allan sannleikann, en önnur trúarbrögð ættu ekki snefil af honum. En hvorugt er né getur verið rétt. Páll postuli játar, að þekking vor sé í molum, og spádómsgáfa vor sé í molum. Þeir, sem þykjast eiga allan sannleikann, mega þá standa eitthvað framar en hann. Nei, vér eigum ekki allan sann- leikann, en vér keppum eftir að eignast hann allan. Vér treystum því, að Jesús Kristur hafi bent oss á leiðina og að hann sé með oss til enda veraldar, og láti oss ekki vill- ast af leiðinni, heldur leiði oss fram til æ meiri og meiri sannleiksþekk- ingar. Og ekki megum vér heldur vera svo hrokafullir, að neita öðrum trúarbrögðum um nokkur sann- leikskorn. Vér megum ekki gleyma því, að öll trúarbrögð, jafnvel þau allra ófullkomnustu, eru líka leit eftir sannleikanum. Sá sannleikur, sem vér eigum, minkar ekki né rýrnar, þótt vér könnumst við,að aðrir eigieitthvað af honum líka. Það er bara gamli hrokinn, að sjá ekki sitt eigið ef aðrir fá það sama. Það er gamla sagan af verkamönnunum í vín- garðinum, sem mistu alla ánægj- una yfir kaupinu sínu um daginn þegar þeir sáu, að aðrir fengu það sama. Einu sinni var sú tíð, að menn gátu ekki hugsað sér að nein á- nægja væri, að vera í himnaríki, ef allskonar tartaralýður fengi að koma þangað inn. Sú skoðun mun nú vera á förum. Og þó eru þeir til enn, sem finst það töluvert rýra ánægjuna. Þetta er alveg það sama. Mönnum finst ein- hvernveginn svo mikill heiður, svo mikil upphefð í því, að vera þe i r e i n u, sem eiga sannleikann. Menn benda á það, að hinirfari alt aðra leið. Ef vor leið liggi til sannleikans, þá séu hinir á villi- götu. En er það svo alveg víst? Ersvo óhugsandi, að heimtilsann-

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.