Breiðablik - 01.07.1911, Blaðsíða 5

Breiðablik - 01.07.1911, Blaðsíða 5
BREIÐABLIK 2 1 engu oröi. Ekki er þaö samt af því, aö hannkærisig ekki um aö skýra fráþví, eins og ætla mætti, því aÖ hann lætur engil guðs birtast Jósefí draumi og boöa h o n u m það. Matteus gengur aö því gefnu, aö þau Jósef og María eigi heima í Betlehem eins og sjá má af þessu tvennu: Jesús fæðist í Betlehem (2,1) en þó erþess ekki getið, að þau foreldrar hans hafi verið fjarri heimili sínu þegar þaö skeði. En hitt tekur af öll tvímæli, að þegar þau koma heim aftur frá Egyftalandi, þá ætla þau að sjálfsögðu aö setjast að aftur í Betlehem. En af því að Arkelás sonur Heródesar réði fyrir Júdeu þorðu þau það ekki, heldur fluttu búferlum til Nazaret í Galíleu. Það er því fyrir sérstök atvik að Jesús elst upp í Nazaret (2,19_23). — Lúkas aftur á móti lætur þau eiga heima í Nazaret (126))> en það er aðeins fyrir sérstök atvik, að þau eru stödd í Betlehem, þegar Jesús fæðist. Auðsjé- anlega hafa þau svo strax farið heim til sín (2,„). Lúkas getur ekki með einu orði um vitringana frá Austurlöndum, barna- morðið né flóttann til Egyftalands. Hann gefur þvert á móti í skyn að Jósef og María hafl farið heim eftir tæpa 2 mánuði, og hefðuþáallirþessir viðburðir átt að ger- ast á þeim stutta tíma (sbr. Lúk. 2,2in, ,9)! Matteus aftur á móti þegir alger- lega um manntalið, og Símon og Önnu. Auðvitað má altaf segja, að varlega sé nokkuð ályktandi af þögninni, og er það rétt. Þeirgátu hafa þekt þessar frá- sagnir, þótt þeir tækju þær ekki upp í rit sín, og þær g á t u skeð án þess að þeir þektu þær, En ólíklegt er hvorttveggja t. d. um flóttann til Egyftalands og mann- talið, svo mikla og merkilega viðburði. Og ólíklegt, þegar þeir voru að safna frásögum um fæðing Jesú, að þeir hefðu þá ekki tekið með allar þær sögur, sem þeir þektu, heldur átt á hættu að þær gleymdust. Og hitt líka ólíklegt að þeir hefðu ekki þekt þær ef þær hefðu skeð. Því verður og þögn Markúsarguðspjalls svo undarleg. Þá eru ættartölurnar, sem þeir Matteus og Lúkas koma báðir með (Matt. 112_,6; Lúk. 3,23_38). Þeim ber nálega ekki saman í nokkru atriði, nema því að báð- ar rekja þær ætt Jósefs og báðar segja þær þó að Jósef hafi ekki verið faðir Jesú. Ef vér þá rennum augunum yfir frásög- urnar í heild sinni, þá skýra þær alveg frá sínum viðburðunum hvor. Væru þar ekki sömu nöfnin mundi ekkert vera, sem léti oss renna grun í, að hér væri verið að skýra frá sama viðburðinum. Og meira en það. Það er ekki aðeins, að þær segi frá sínum viðburðunum hvor, heldur jafnvel rekast viðburðirnir alveg á, eins og sýnt hefir verið hér að ofan. Sameig- inlegt er ekkert með þeim, nema það, að Jesús hafi verið fæddur í Betlehem og að hann hafi engan mannlegan föður átt. Og hér mun meira undir búa en út lítur í fyrstu, eins og síðar mun verða drepið á. Þetta tvent vekur nú strax grun vorn um, að þessar frásagnir muni ekki styðj- ast við eins sterkar sögulegar heimildir, og oft hefir verið haldið: Annað er þögn Markúsarguðspjalls, frumguðspjallsins, sem bezt hefði átt að vita um þetta. Og það er af öllum talið á- reiðanlegt, að Markús hafi fært það í letur eftir frásögn Péturs postula, þ. e. hann hafi hlýtt á prédikun Péturs, sem mesthefir verið frásagnir um líf Jesú, og svo skrif- að niður. Og er ekki einkennilegt, að Pét- ur skuli aldrei hafa minst á þessa viðburði? Fyrir heiðingjunum hlaut það þó að hafa verið mjög mikilsvirði, að geta bent á þetta, sem sönnun fyrir því, hversu Jesús væri fæddur á alveg sérstakan hátt, og með mörgum táknum og stórmerkjum. Og einmitt Pétur hefir, eins og sjá má á Markúsarguðspjalli, lagt mjög mikla á- herzlu á, að skýra frá kraftaverkum, til þess að sýna þann stórfenglega guðlega kraft, sem kominn væri í heiminn með I

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.