Breiðablik - 01.07.1911, Blaðsíða 7

Breiðablik - 01.07.1911, Blaðsíða 7
BREIÐABLIK 23 tíma. Menn fór að langa til aö gera sér grein fyrir fæðingu og uppvexti frelsar- ans. Og þá kemur ímjmdunaraflið til sögunnar. Sagan, sem við er stuðst, er lítii. En ímyndunaraflið skáldar bráðlega í eyðurnar. í kringum slíka persónu sem Jesú, og slíka viðburði, sem urðu af hans völdum, er jarðvegurinn vanur að vera frjór fyrir helgisögurnar. Þær renna upp og geta á örstuttum tíma nálega hulið sjálfa persónuna fyriraugum vorum. Vér þurfum ekki annað en benda á hina helgu menn á miðöldunum, og all- an þann sæg af helgisögum, sem fléttast utan um þá. Vér þurfum ekki annað en líta einhverstaðar í sögu Guðmundargóða, til þess að sjá hvernig laufskrúði helgi- urnar vefja utan um viðburðina og per- sónurnar. — Og vér þurfum ekki annað en lita í ritin, sem bráðlega komu fram á sjónarsviðið í kristninni, til þess að skýra frá uppvexti frelsarans, þar sem hinar fár- ánlegustu og smekklausustu frásögureru sagðar af honum. Byrjunina til þessara helgisagna höf- vér þá í 1. og 2. kap. Matteusar-og Lúk- asarguðspjalls, í hinum svonefndu æsku- sögum. En það er rétt aðeins byrjunin, og sýnir það, hve snemma þær hafa verið færðar í letur og settar í samband við guðspjöllin. Þar er ekkert komið af þess- um smekklausu hrúgum af undrum og kraftaverkum. Þær eru skínandi falleg- ar, barnalegar og einfaldar, en þoia síst af öllu, að tekið sé á þeim með sjóvetling- um vísindanna. Þegar vér lesum t. d. frásöguna um barnamorðið, þá megum vér ekki spyrja sem svo: Hversvegna gat Heródes ekki komist að því, hvar Jes- ús átti heima, þar sem vitringarnir voru búnir að koma þar, og öllum hlaut að verakunnugt, hvert þeir höfðu farið? Nei, helgisögur þola aldrei slíkar spurningar, slíka rannsókn. Þegar talað er um, að Ágústus keisari hafi boðið að takamann- tal um allan heim, og Jósef og María urðu að fara til ættborgar sinnar Betlehem til þess að vera skrásett þar, þá má ekki spyrja, hvernig áþessu manntali hafi staðið eða hvernig það hafi getað átt sér stað. Frásagan er fögur; já, aðdáanlega fögur, en hún þolir ekki dóm sögunnar, rannsókn vísindanna. Mannkynssagan veit ekkert af þessu mrnntali, og það var þessutan algerlega ómögulegt bæði af sögulegum og ríkisréttarlegum ástæðum. Heródes var, að minsta kosti í orði kveðnu, algerlega sjálfstæður konungur í sambandi við Rómverja, og ómögulegt að Rómverjar gætu fyrirskipað neina skrásetningu í hans ríki. Og Rómverjar fylgdu alls ekki þeim sið, að stefna öllum til ættborgar sinnar. Hver maður var skráður þar, sem hann átti heimili. Hitt var aðeins mögulegt við Gyðingleg mann töl. Þessutan vitum vér vel hvenær Rómverjar höfðu fyrst skrásetningu í Júdeu. Hún mætti svo mikilli mót- spyrnu, að alt ætlaði í bál og brand. En hún var fyrst nokkru eftir dauða Her- ódesar. Svona má halda áfram að spyrja og spyrja, án þess að hægt sé að svara út frá sögunum. Þær eru ekki myndaðar til þess, að standast stranga vísindalega prófun,heldur eru þærfósturtrúaðrasálna, sem reyndu að gera sér sem dýrlegasta grein fyrir fæðingu frelsarans. En gér getum þó séð ákveðinn tilgang standa bak við þær að nokkru leyti, einkum frásögn Matteusar. Frásögn Lúkasar er einfaldari ogbarnalegri. Hún sýnist mynduð einhversstaðar fjarri öllum skarkala og deilum heimsins, upp í frið- samri sveit við brjóst náttúrunnar. Það er eins og yndisleg sveitalífssaga. Hreint og heilnæmt sveitaloftið andar á móti manni nálega úr hverri línu. Alt öðru máli er að gegna með Matte- us. Hans frásögur sýnast myndaðar í baráttunni. Þær sýnast allar hafa ákveð- inn tilgang. Þær eru allar eins og hvöss vopn, sem beita má gegn óvinum hins unga kristindóms.

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.