Breiðablik - 01.07.1911, Blaðsíða 4

Breiðablik - 01.07.1911, Blaðsíða 4
20 BREIÐABLÍK leikans liggi margar götur? Er svo óhugsandi að menn, sem nú sýnast vera á sinni leiðinni hver, geti að lokunum mæst, og séð þá, að allir voru að keppa að sama markinu, og að þangað láu allir vegirnir? Drottins vegir eru svo miklu hærri vorum vegum, að vér ættum varlega um þá að dæma. Æskufrásögurnar í guðspjöllunum. SV O sem knnnugt er, eigum vér enga æfisögu Jesú. Allar frásagnir guð- spjallanna lúta að síöustu æfiárum hans. í rauninni vitum vér því ekkert um neitt af æfi hans nema leikslokin og tildrögin til þeirra. Allur sá tími, sem guðspjöllin taka til meðferðar er 2—3 ár, tíminn frá skírn Jesú til upprisunnar og (hjá Lúkasi) himnafararinnar. Þetta er næsta eðlilegt, því að sá tími sem Jesús starfaði opinber- lega, var ekki lengri en þetta. En auk þessara frásagna um hina op- inberu starfsemi Jesú hafa guðspjöll þeirra Matteusar og Lúkasar að geyma nokkrar frásögur um tæðing Jesú og fyrstu æsku. Markúsarguðspjall þar á móti hefir þær engar, heldur byrjar rakleitt á því, að skýra frá framkomu hans fyrir almenning. En nú er talið algerlega sannað, að Mark- úsarguðspjall sé elst og áreiðanlegast allra guðspjallanna. Sú spurning gæti því vaknað, hversvegna Markús heföi ekki tekið með þessar sögur, svo stór- kostlega merkilegar, sem þær hlutu að vera sem sönnunargögn fyrir yfirnáttúr- legu eðli Jesú Krists, og um leið hugð- næmt efni til lestuis kristnum mönnum. Ef vér nú lítum nánar á þessar frásög- ur, vakna óteljandi fleiri spurningar, sem krefjast lausnar. Það eru þessar spurn- ingar, sem eg vildi hér gera að umtals- efni í eftirfarandi línum. Allir kannast vel við þessar frásögur og fátt mun meira hrífa með sér athygli barna, sem lesa nýjatestamentið, heldur en þær. Þó . il eg hér stuttlega drepa á helsta innihaldið. Matteus byrjar með ættartölu Jesú, sem hann þó rekur á þann einkennilega hátt, að ætt Jósefs er rakin, sem þó ekki var neitt skyldur Jesú eftir frásögn guð- spjallsins. Því næst er skýrt frá fæðingu Jesú, og í sambandi við það frá draum- vitran Jósefs, þar sem bonum er sagt frá því, að barnið sé getið af heilögum anda. Þá kemur frásagan af vitringunum frá Austurlöndum, barnamorðinu og flótt- anurn til Egyftalands. Að lokum er skýrt frá heimkomunni til Gyöingalands aftur, og hvernig það atvikaðist svo, að þau foreldrar Jesú settust að í Nazaret í Galíleu. L ú k a s hefur frásögn sína með því, að Gabríel engill vitrast Sakaría presti og boðar honum fæðingu Jóhannesar skírara. Þvínæst er skýrt frá boðun Maríu, fundi þeirra Elísabetar og Maríu og lofsöng Maríu, umskurn Jóhannesar og spádómi Sakaría. Þetta er alt í 1. kapítula. Ann- an kapítulann kannast allir við. Hann byrjar með jólaguðspjallinu, manntalinu, sem Ágústus keisari læturhalda, ferðinni tilBetlehem, fæðingu Jesú þar og undrinu, sem ber fyrir hirðana. Þvínæst er skýrt frá því er þau foreldrar Jesú fara með hann upp til Jerúsalem til þess að færa hann drotni, og færa fórnir, og í sam- bandi við það er sagt frá Símoni og Önnu. — Loks endar kapítulinn með einni frásögn frá uppvaxtarárum Jesú, sögunni af Jesú \2 ára í musterinu. Engum, sem les þessar frásagnir án allra fordóma, getur nú blandast hugur um, að hér eru tvær gagnólíkar frásagnir um sama viðburð. Reynt hefir verið á ýmsan hátt að samrýma þær, en það er ómögulegt, ef satt skal segja. Lúkas lætur Gabríel engil birta Maríu fæðingu Jesú, en Matteus geturþess með

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.