Breiðablik - 01.07.1911, Blaðsíða 6
22
BREIÐABLIK
Jesú Kristi. Nei, sú þögri er nálega ó-
hugsandi með öðru rnóti en því, að Pétur
hafi alls ekki þekt þessar frásögur. Þeg-
ar Markús skrifar guðspjall sitt eru
æskusögurnur enn ekki til.
Hitt atriðið, sem hefir vakið grun vorn,
er ósamhljóðan frásagnanna, og þarf eng-
um orðum um það að eyða. Allir sjá og
vita, að tvær frásögur, sem skýra frá
sama atburðinum, sín með hvoru móti
geta ekki b á ð a r verið sannar. En hvor
þeirra hefir þá meiri rétt á sér? Eða eru
ekki báðar síðar til orðnar? Markús
sleppir þeim báðum.
Margt er það fleira, sem mælir á móti
því, að æskusögurnar séu sögulega sann-
ir viðburðir, og skulum vér nú athuga
það nokkru nánar.
Það er þá fyrst, að þessir viðburðir,
sem þar er skýrt frá, hefðu átt að vekja
geysimikla eftirtekt. Matteus lætur
vitringana koma langt að úr fjarlægu
landi, til þess að veita barninu lotningu.
Heródes, sjálfur konungurinn, verður
skelkaður og kemst í uppnám; og svo
sjálft barnamorðið. Hefði það ekki mátt
vera eftirminnilegt fyrir alla þá, sem áttu
heima í Betlehem og nágrenninu, já, alla,
sem áttu heima í allri Júdeu, hefði slíkur
viðburður komið fyrir. Og mundi ekki
■ fólkið hafa munað eftir þessu barni, sem
alt þetta hlotnaðist af. — Lúkas lætur
engla birtast, bæði Sakaría, Maríu og
hirðunum. Minna hefir nú oft orðið saga
til næsta bæjar! En þess sjást aldrei
nokkur minstu merki í guðspjöllunum
síðar, að nokkur muni eftir neinu af
þessu.
Og jafnvel þótt svona hefði geta farið,
að menn hefðu gleymt þessu, þá hefði þó
að minsta kosti móðurj esú átt að vera
minnisstætt það, sem fram við hana kom,
hvort sem vér fylgjum frásögn Matteusar
eða Lúkasar, einkum þó Lúkasar. Hefði
ekki hún og hans nánustu mátt bíða með
óþreyju eftir því, hvað úr þessu barni
mundi verða? En oss til mikillar undr-
unar sjáum vér, að bæði móðir hans og
bræður eru algerlega skilningslaus gagn-
vart honum, (Mark.3,2Ii3,_35). Og hvergi
sjáum vér þá, að hún eða þau hafi minst
þessara undraviðburða, sem urðu við
fæðingu hans.
Og loks eru þessar frásögur algerlega
eins og lausar framan við guðspjöllin, og
ekkert tillit sýnist tekið til þeirra seinna í
guðspjöllunum. Þær mætti skera fram-
anaf án þess að nokkuð bæri á, og án
þess að nokkuð yrði á huldu í guðspjöll-
unum fyrir það. Aldrei er seinna minst
á þá atburði, sem skýrt er frá í þeim, og
ekkert tillit tekið til þeirra kenninga, sem
þar koma fram. Strax, þegar þeim
sleppir, taka guðspjöll þessi að byggja á
Markúsarguðspjalli, og hefja frásögu sína
í sama stað og hann.
Alt þetta sýmist nú gera það næstum
því ómögulegt, að þessar frásagnir skýri
frá sögulegum viðburðum. En þá er enn
ein spurning, sem vaknar: Hvernig eru
þá þessar sögur til orðnar og hvernig
komnar inn í guðspjöllin?
Þegar þeir menn fóru að eldast, og
þeim að fækka, sem verið höfðu með
frelsarar.um, meðan hann umgekst hér á
jörðunni, tók að gera vart við sig þörfin á
að rita niður helstu frásögurnar úr lífi
hans, bæði viðburði og orð, sem hann
hafði talað. Var þá eðlilegt að menn
sneru sér að þeim tíma, þegar hann kom
opinberlega fram. Það var eini tíminn,
sem menn þektu. Þá mynduðust guð-
spjallaritin fyrstu. Þau höfðu inni að
halda bæði frásögur um ýms verk hans,
og ræður, sem hann hafði haldið þennan
síðasta tíma æfi sinnar. Hið merkasta af
þessum ritum var Markúsarguðspjall.
En þau höfðu engar frásagnir um fyrri
æfi hans, hvorki fæðingu hans né upp-
vöxt. Þær sögur gátu ekki haft nándar-
nærri aðra eins þýðingufyrir trúna, einsog
frásagnirnar frá hinum opinbera starfs-
tíma hans.
En svo gat það ekki gengið langan