Breiðablik - 01.07.1911, Blaðsíða 8

Breiðablik - 01.07.1911, Blaðsíða 8
24 BREIÐABLIK Hér er því miöur ekki rúm til að fara út í þaö. Til þess þarf helzt fullkomna skýringu á þesum tveim kapítulum guö- spjallsins. Aðeins skal hér drepiö á tvö atriði, þau atriði, sem hér að ofan var getið um, að væri nálega hið eina, sem sameiginlegt væri með frásögunum. Annað er fæðing Jesú án mannlegs föður, hitt er fæðing Jesú í Betlehem. í elztu ritum kristninnar sjáum vér hvergi vart þeirrar skoðunar, að Jesús hafi fæðst á annan hátt en aðrir menn, að hann hafi engan mannlegan föður átt. Hjá Páli sést það hvergi. Hann byggir guðdóm J esú Krists áalt öðrum rökum, sem hér verður ekki farið út í. — Markúsar- guðspjall sömuleiðis. Hvergi erþarhægt að sjá annað, en gengið sé út frá því sem sjálfsögðu að Jesús hafi verið sonur Jós- efs, og albróðir systkina sinna. Og meir að segja: í sjálfum guðspjöllum þeirra Matteusar og Lúkasar gætir þessarar kenningar hvergi, nema hér í æskusög- unum. Væru fáein vers í 1. kap. Matte- usar- og Lúkasarguðspj. ekki til, þá væri ekkert orð í öllu nýjatestamentinu, sem léti renna grun í annað, en Jesús væri sonur Jósefs, og fæddur á alveg vanaleg- an hátt. En hér í æskusögunum, einkum hjá Matteusi, er þessi kenning komin inn, og mun hún upphaflega vera komin af trúvarnarlegum ástæðum, og af því að menn skildu ekki lengur orðið ,,guðs sonur'1, sem gamla testamentið talar um. Þar var það notað í óeiginlegri merkingu bæði um ísraelsþjóðina sem heild, og um konunginn. En auk þess var það orðin trú manna fyrir fæðingu Krists, að Messías mundi verða ,,guðs sonur". Þaðáttihannþóaðverðaaðeinsíóeiginlegri merkingu eins og hver annar konungur. Þessa hugmynd Gyðinga heimfærðu svo kristnir menn upp á Jesúm. En þeir létu ekki staðar numið við það. Það er þrá mannanna eftir því áþreifan- lega, því, sem hægt er, ef svo mætti segja, að taka á með höndunum, sem hér hefir verið starfandi. Og hún hefir hér myndað þessa kenningu að Jesús væri líkamlega sonur guðs. Guð væri ekki aðeins faðir hans á sama eða líkan hátt og hann er faðir mannannayfir höfuð, heldur væri hann í eiginlegri merk- ingu faðir hans, svo að það útilyki að hann ætti nokkurn jarðneskan föður. Það er nú vafalaust, að þessi kenning var ekki til í hinni fyrstu kristni eins og sýnt hefir verið hér að ofan. En þess sjást líka merki í sjálfum æskusögunum. Það eru ættartölurnar, sem sýna það. í þeim báðum er ættartala Jesú rakin á þann hátt, að taldir eru upp forfeður J ó s- efs. Hver tilgangur gat verið með því, ef Jósef var alls ekki faðir hans? En það er líka annað, sem hér gat ýtt undir. Það skorti ekki mótstöðu gegn kristindóminum, einkum frá hendi Gyð- inga. Allskonar lyga- og óhróðurssögur voru spunnar upp og breiddar út. Meðal annars var sú saga sögð, að Jesú hefði verið sonur rómversks hermanns, sem hefði tælt Maríu móður hans til óskírlífis, þegar hún var lofuð Jósef. Móti þessu berst sagan, þó að óbeinlínis sé. Engill er látinn segja við Jósef í draumi, að hann skuli alls ekki hika við að ganga að eiga Maríu þótt hún sé þunguð, því að það sé af völdum heilags anda. Og það sem var þungvægasta ástæðan var það, að þessu hafði verið spáð fyrirfram (Jesaja 7,i4). Það tók af öll tvímæli. Það var svo langt frá því, að það ætti að hneyksla nokkurn þótt Jósef væri ekki faðir barns- ins, að það miklu fremur varsönnun fyrir því að sjálfur Messías væri að koma í heiminn. Sagan er því greinilegt vopn móti óvinum kristindómsins. Hitt atriðið, sem eg vildi minnast á með örfáum orðum er fæðing Jesú í B e 11 e h e m. Upphaflega voru menn auðsjáanlega sannfærðir um að Jesús hefði fæðst í Galíleu, og það er sú skoðun sem allir

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.