Breiðablik - 01.07.1911, Blaðsíða 11

Breiðablik - 01.07.1911, Blaðsíða 11
BREIÐABLIK 27 annan fróðleik. Eg- veit að menn greinir á um það, hvort Jón Arason hafi kunnað latínu, og eg fullyrði ekkert um það, enda tel málið ósannað á báðar hliðar. En eg bendi á það, að það er hvað eftir annað fullyrt í Biskupasögunum, að þann lær- dóm hafi hann aldrei eignast. En þótt Jón Arason væri ekki hálærð- ur maður, hefir hann náð miklum andleg- um þroska eftir mælikvarða sinnar tíðar. við sjáum það bezt á því, að hann verður mesta skáld sinnar aldar. Hann fer ekki að yrkja til muna fyr en hann er orðinn roskinn nokkuð, en þá yrkir hann bæði rímur og löng kvæði andlegs efnis og mikið af tækifærisvísum, og gerir það af snild eltir mælikvarða þeirrar aldar. Þegar Jón Arason hefir náð þeim lær- dómi, sem eg mintist á áðan — hvort sem hann hefir nú eingöngu verið sá að lesa og skrifa og syngja grallara-söng eða eitthvað meiri — varð hann prestur að Hrafnagili í Eyjafirði. Hann hélt mjög fast fram hinum gamla sið, katólskunni, þegar andmæli fóru að koma upp gegn honum. Og auðvitað hefir hann gert það af fylstu sannfæring. Með lærdómsleysi sínu skortir hann öll skilyrði til þess að bera skyn á nokkuð annað. Og lundar- farið hefir fráleitt verið sem hentugast til þess að vega og meta með sanngirni á- stæður annara manna. En sennilega hefir hann einkum haldið fast við það í hinum gamla sið, sem ekki rak sig á til- hneigingar sjálfs hans. Að minsta kosti hélt hann ekki einlífið, sem kaþólskum klerkum hafði þá verið fyrirskipað um langan aldur, eins og þeim er það fyrir- skipað enn. Hann tók að sér konu, Helgu Sigurðardóttur, sem áður hafði búið með öðrum presti og átt barn með honum. Með henni átti hann sjö börn, fjóra syni og þrjár dætur. Þetta framferði var auð- vitað beint á móti fyrirskipunun heilagrar kirkju. En gæta verður þess, að einlífis- boðorðinu var ekki alment hlýtt hér á landi af klerkum, þó að þeir kvæntust ekki löglega. Agaleysi katólsku kirkj- unnar í þeim efnum var hér á landi alveg gegndarlaust. Einn af þeim, semumjón Arason ritar í Biskupasögunum, kemst svo að orði um það mál: ,,Þótt bannaður væri í páfadómi hjú- skapur klerka, þá leyfðu þó helgir og guðhræddir feður klerkum (eg veit reynd- ar eigi með hverri heimild) að hafa hjá- konur sér við hönd í stað eiginkvenna. Og með því að þá á tíðum var prestsem- bætti í miklu meiri metum og sæmd en nú, á þessum gjörspiltu tíðum, þá varð prestlingum gott til kvenna, svo að þeir fengu jafnvel dætur, systur eða frændkon- ur höfðingja sér til aðstoðar; var sæmi- legur og lögmætur sáttmáli gjör af beggja hendi, og skorti ekkert á hjúskap annað en nafnið eitt, því óhæfa þótti þeim að ganga undir hið helga hjónaband, sem annars tíðkast í kirkju fyrir augum safn- aðarins; en engi meinaði að staðfesta sátt- málann með góðri veizlu, máldaga eða festaröli. ,,Á þessari eymdaröld voru að vísu mörg dæmi til ólögmæts skilnaðar, þar sem prestar máttu að ósekju reka frá sér fyrir litlar sakir þessar frillur sínar eða aðstoðarkonur, og taka til sín aðrar, eða þar sem þær, sem miklar voru heimskon- ur og lauslátar, hlupust frá prestum sín- um til annara presta eða leikmanna“. Eitt ljósasta dæmið þess, hvernig ástatt var um þessar mundir í þessu efni í presta- stéttinni, er í ætt þessarar Helgu Sigurð- ardóttur, konu Jóns Arasonar. Bræðra- börn hennar hétu síra Kolbeinn og Þór- unn. Þessi Þórunn var gift manni, sem hét Jón Þórðarson. Þegar hún var önd- uð, tók ekkillinn, Jón Þórðarson, fylgi- konu mágs síns, síra Kolbeins, af honum. Hún hét Aldís Sölvadóttir. Hún sór börnin til skiftis sitt ár upp á hvorn þeirra máganna, síra Kolbein og Jón, og var sitt árið hjá hvorum. En þó að Jón Arason bryti boð kirkju sinnar með þessum hætti, sem alkunnug

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.