Breiðablik - 01.01.1912, Side 7

Breiðablik - 01.01.1912, Side 7
BREIÐABLIK því,að opinberunar-boðskapurlians verður smám saman að eins einn liður í þeim opinberunarboðskap, sem menn sam- kvæmt ínnblásturskenningunni gömlu álitu, að ritningin í heild sinni hefði inni að halda. Með tilliti til opinberunar- starfsins er Jesús að eins einn af mörgum, sem oss hafa flutt opinberun frá guði (Hebr. l,i), en með tilliti til friðþæging- arstarfsins stendur hann einn út af fyrir sig í gjörvallri hjálpræðissögu mann- kynsins. Til grundvallar þessari k i r k j u 1 e g u skoðun á endurlausnarverkinu, sem hér verður sérstaklega gerð að umtalsefni, liggur sú hugsun, að syndin hefir steypt mönnunumíaumlegt eymdarásigkomulag ogaðreiði guðs er yfirþeim. Tilþessaðþeir geti losnað úr þessu eymdarásigkomulagi verður fyrst að hafa áhrif á guð, koma til leiðar einskonar hughvarfi hjá honum eða með öðrum orðum að blíðka hann. Áðu r en það er orðið stoðar ekki að snúa sér til guðs, né að taka að ástunda að gjöra hans vilja. Því að þótt guð sé í insta eðli sínu kærleikur, þá setur heilag- leiki hans og réttlæti kærleika hans tak- mörk, þ. e. guð getur ekki látið mönnun- um í té kærleika sinn, nema kröfum heil- agleika hans og réttlætis hafi verið full- nægt. Sjálfir geta mennirnir ekkert að- hafst í þessu tilliti, hjálpin verður að koma utan að, koma frá guði sjálfum. Og hjálpin kemur þegar guð lætur son sinn eingetinn deyja á krossinum, sak- lausan fyrir seka, réttiátan fyrir rangláta. Með því er kröfum heilagleikans og rétt- lætisins fullnægt, því að með dauða sín- um hefir Jesús goldið sektina, sem vér vorum komnir í við guð og liðið hegn- inguna, sem vér höfllum verðskuldað. Með því hefir Jesús rutt úr vegi þeim tálmunum fyrir hjálpræði mannanna, sem áður gjörðu guði ómögulegt að fyrirgefa þeim syndirnar. Með því hefir Jesús keypt mönnunum lausn undan valdi synd- ar, dauða og djöfuls og afrekað oss náð II9 guðs og föðurlega velþóknun. Náðguðs stendur nú til boða hverjum þeim synd- ara, sem í trúnni ájesúm Krist vill þiggja hana. Hér hvílir megináherzlan á dauða Krists. Með dauða sínum hefirjesús unnið sitt mikla endurlausnarverk. Á vissu tímaskeiði, innan fornkirkj- unnar,reynir önnur skoðun á endurlausn- arverkinu að ryðja sér til rútns. Menn eins og þeir Atanasíus, Gregóríus frá Nyssa o. fl. meðal grísku kirkjufeðranna, töldu fallvaltleik lífsins vera hina eigin- legu ógæfu mannanna, þ. e. hið dauðlega eðlisásigkomulag,sem syndin hefði steypt þeim í gagnstætt ákvörðun þeirra. Til þess að ráða bót á þessu hefði Kristur komið í heiminn. í honum hafi hið guð- lega ,,orð“ (logos) tekið á sig mannlegt eðli til þess með því að geta veitt mönn- unum hlutdeild í guðlegu eðli sínu og endurleyst þá með því. Hér er megin- áherzlan lögð á holdtekju guðssonar en e k k i á dauða hans. Þessi skoðun varð að vísu að lúta í lægra haldi fyrir hinni, en því er þessa minst hér, að það sýnir oss, að sú endur- lausnarkenning, sem nú um langan aldur hefir verið drotnandi innan kirkjunnar, hefir þó ekki ávalt verið álitin hin eina, er takandi væri í mál. II. Að hin kenningin varð ofan á í viður- eigninni við þessa kenningu grísku kirkju- feðranna er næsta skiljanlegt, slíka við- festu sem hún á sér í heilagri ritningu. Hvort hún eigi sér viðfestu í kenningu Jesú sjálfs mun síðar verða athugað. Hér skal að eins bent á hvílíka viðfestu hún á sér þar hjá hinum postullegu rit- höfundum. Fyrst og fremst hjá Páli. Undirstaða allrar kenningar Páls er ein- mitt d a u ð i Krists að því leyti sem hann flytur oss fyrirgefning syndanna. Þegar Páll talar um dauða Krists ,,fyrir oss“ (það er: oss til heilla),(sbr. 1. Þess. 5,10.

x

Breiðablik

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.