Breiðablik - 01.01.1912, Blaðsíða 14

Breiðablik - 01.01.1912, Blaðsíða 14
BREIÐABLIK 126 yfir gyltri, marg-litri hvelfingunni. Og hann hafBi skýrt þeim frá, að engin ó- höpp gæti hent nokkura borg, er reist hefði dýrlingi sínum annan eins kastala. Cecco var alt í einu kropinn á kné og tekinn að fara með faðir vor hvað eftir annað. Honum fanst það koma yfir sig aftur. Hann ætlaði að reka það frá sér með bæn- um. Hann vildi ekki bera illan hug í brjósti til San Marco. En það hafði alls enginn stormur verið þenna morgun. Og víst var um það, að hefði dýrlingurinn sjálfur eigi komið slys- inu til leiðar, svo hafði hann ekkert gert sonum hans til verndar; hann hefði gert leik til að láta þá farast. Um leið og hann greip sig í • víað vera að hugsa um þetta, tók hann til að biðj- ast fyrir, en grunurinn vildi ekki yfirgefa hann. Og að hugsa sér það, að San Marco hefði fjárhirzlu hér í kirkjunni, sem full var alls konar dýrgripum, sem sagt er frá í gömlum sögum, að hugsa sér, að hann hafði beðið hann sjálfur alla æfl og sjaldan róið svo fram hjá Piazetta, að hann hefði eigi farið inn til að ákalla hann! Það var víst ekki orsakalaust, að synir hans höfðu orðið að farast einmitt þarna úti. Ó, það var skelfing, að Feneyja- menn skyldu eigi hafa eitthvað betra að treysta! Hugsið ykkur, dýrling, sem fær af sér að koma fram hefndum átveim börnum, verndari, sem ekki geturafstýrt hvirfilbyl! Hann var staðinn á fætur og ypti öxl- um, og hann baðaði út höndum, er hann leit inn í kórinn þar sem gröf dýrlings- ins var. Kirkjuþjónn gekk í kring með gylt og skrautbúið silfurfat og safnaði gjöfum handa San Marco. Hann gekk frá manni til manns, unz hann kom til Cecco. Cecco hörfaði á hæl, eins og væri það freistarinn fúli, sem rétti fram kerið. Heimtaði San Marco gjafir af honum? Þóttist hann eiga skilið gjafir af honum? Alt í einu þreif hann stóru, gull-medal- íuna, sem hann bar í belti sínu og slöng henni í kerið af mætti svo miklum, að glamrið heyrðist um alia kirkjuna. Þeim varð hverft við, sem voru á bæn, og litu um öxl. Og hver sem leit framan í Cecco fyltist geig. Hann leit út eins og væri hann á valdi illra anda. Eftir þetta gekk Cecco þegar út úr kirkjunni og í fyrstu fanst honum það mikill léttir, að hann hafði hefnt sín á dýrlingnum. Hann hafði farið með hann eins og farið er með okurkarl, sem krefst meira en þess sem rétt er. ,,Taktu þá þetta líka“, segja menn, og henda síð- asta gullpeningnum í haus honum, svo blóðið rennur honum í augu. En okur- karlinn slær ekki aftur, en beygir sig nið- ur og tekur peninginn upp. Einmitt svo hafði San Marco farist. Hann hafði tekið við medalíunni, eftir að hafa rænt hann sonum hans. Hann hafði tekið við gjöf, sem gefin erafsvona miklu hatri. Skyldi heiðarlegum manni nokkuru sinni farast svo? En San Marco var ómenni, jafnt hugdeigur og hefni- gjarn. En hefndum skyldi hann ekki koma fram á Cecco. Hann var glaður og þakk- látur fyrir heiðurspeninginn. Hann tók við og lét með mesta frómleik eitis og sér hefði verið gefinn hann. Þegar Cecco stóðí forkirkju San Marco komu kirkjuþjónar tveir og gengu fram hjá í skyndi. ,,Það hækkar, það hækkar alveg óttalega“, sagði annar. ,,Hvað?“ spurði Cecco. „Vatnið undir kirkjunni. Það hefir hækkað um fet á þessum síðustu mínút- um“. Þegar Cecco kom út á kirkjutröppurn- ar, sá hann dálítinn poll á torginu við neðstu tröppuna. Það var sjór, sem bor- ist hafði upp frá Piazetta. Það gekk fram af honum, að vatnið

x

Breiðablik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.