Breiðablik - 01.01.1912, Page 16

Breiðablik - 01.01.1912, Page 16
128 BREIÐABLIK Nú birtir hann eftir sig ritgerð,sem hann kall- ar: ,,ísland vaknar“, í tímaritinu Twentieth Century, sem út kemur í Boston, í janúar heft- inu. Ritgerð þessi er fyrsti þáttur í ritgerða- safni, er ritstjórinn ætlar sér að birta í tímarit- inu, um lítt kunn lýðveldi Norðurálfu. Ritgerðin er eigi löng, en fremur laglega samin og af mikl- um velvildarhug til lands og þjóðar. Hann álítur að þjóðin sé að vakna úr þeim langvintia dvala, sem einokutiarverzlanin og dönsk óstjórn hafi lagt hana í. Hann bendir einkum á stjórnar- skrártrumvarpið frá síðasta þingi, sem sönnun þess. En verklegar framkvæmdir sé einnig að rísa við og muni koma með tíð og tíma, en fé vanti, þegar um einhver fyrirtæki sé að ræða. Hann minnist á iðnaðarvélarnar, sem upp sé komnar og vefi eins góða dúka og gerðirséann- ars staðar í heimi. Ekki er hann sérlega vel að sér í íslenzku; segir, að í orðinu Þingvellir, sé á- herzlan á síðasta atkvæði. Mjög þykir hann Is- lendingum svipa til Ira, einkum í stjórnmálum. Ritgerðin er með nokkurum myndum. Þar er mynd af Birni Jónssyni fyrv. ráðherra, en nafn Kristjáns Jónssonar undir. Hafa nölnin ruglast í huga hans. — Meira er í það varið en margan grunar, að ritað sé um Island og íslenzk mál af öðrum eins velvildarhug af mikilhæfum mönnum, er séð hafa bæði land og þjóð. En þá ætti slík- um mönnum að vera einhver sómi sýndur og gata þeirra greidd eins vel og unt er. Það væri ekki úr vegi fyrir Island að fá nokkura aðra eins menn og þenna ameríska prófessor að sumar- gestum, ef þeir gæti lært að þekkja beztu hlið- ina á Islendingslundinni, og skilja framfara við- leitni og menningarþrá þjóðar vorrar eins og hún er. Móðurmálsbókin, kenslubók eftir Jón Olafsson, Rvík 1911, 180 bls. Þetta er ný kenslubók í íslenzku, eða það sem áður hefir tíðkast að nefna málmyndalýsing. Hún er að mörgu leyti sérlega snotur og ber þess ljósan vott að höf. er sýnna um, hvernig slíkri kenslubók skuli háttað, en flestum öðrum. Má það inikið heita um mann, sem alls eigi hefir haft kennara stöðu aðstaðaldri áhendi,hvaðvel sem hann er annars aðsér í málinu. Hér hefirekki verið um auðugan garð að gresja. Helzta kenslubók- in áður var málmyndalýsing Wimmers og er sárt, að þurfa að láta danskan mann lýsa málinu fyrir sér. Sú bók var á sinni tíð sú vandaðasta þó brestir væri á, en óumræðilega þur og lítið lað- andi. Það sem mér virðist Jóni ólafssyni hafa tekist betur en nokkurum öðrum hingað til, er að semja lýsing tungu vorrar, er sé með þeim hætti,að unglínga og aðra, sem lítið kunna, langi aðlæra. Þó mætti þettabetur takast. í þessu eins og öðru eru Englendingar komnir lengst. Það vita þeir sem lesið hafa West’sGrammar t. d. Það verður gaman að lifa, þegar ritin hefir verið önnur eins lýsing vorrar ágætu tungu. Því miður hefi eg enn eigi haft tóm til að kynna mér bók þessa svo að til nokkurrar hlítar sé. Til þess þarf mikið — helzt að kenna eftir henni eitt eða tvö ár. Óheppilegt finst mér að vera stöðugt að breyta nöfnum á málfræðihugmynd- unum. Það veldur ruglingi. Höf. á all-erfitt með að íást við nokkuð, svo hann ekki reyni að haía það etthvað töluvert öðru vísi en aðrir. Stundum hepnast honum að gera bragarbót. En oft breytir hann til, þar sem tilbreyting er mjög vafasöm. Nafnbreytingarnar eru hér of margar fleiri en ástæða var til, og það stendur bókinni fyrir, að öðlast hylli — Dr. Finnur Jónson hefir nýlega samið mállýsing af mikilli vandvirkni og lærdómi, en því miður er hún ekki vel löguð tilað vera kenslubók. Tákn tímanna. Kínaveldi er sögu á og menuingu frá dagrenningu mannkynssögunnar, stendur nú uppi í bylt- ingabyl svo miklum, að enginn veit hvað úr ætlar að verða. Konungsættir eru þar eigi íærri en 33 hver fram af annarri og Manehu- ættin, sem nú virðist að fram komin,útlendingar er þar brutust eitt sinn til valda og aldrei hafa hugsað um að bæta hag þjóðarinnar í neinu. Allur heimur hefir átt von á, að hún segði af sér þenna mánuð og lýðveldisstjórn kæmistþar á eftir amerískri fyrirmynd. En síðustu fregnir sýna, að enn ætlar þessi útlifaða og duglausa kon- ungsætt að berjast fyrir tilveru sinni og er sízt fyrir að synja, hve miklar hörmungar enn bíða þessarrar aumingja þjóðar, sem hallæri og borg- arastríð nú eyðir unnvörpum. En miklar líkur eru til, að uppreistarmenn beri þar loks hærra hlut, því inannval þjóðarinnar virðist á þeirra bandi. Komist þar á varanleg lýðveldisstjórn og vestræn menning festi þar rætur, er það ein allra stórkostlegasta bylting, sem mannkynssag- an kann frá að segja. Og enginn fær rent grun í, hvílík áhrif það kann að hafa á framtíðar örlög mannkynsins, et þessar 400 miljónir manna, sem þar eru taldar, vakna upp fyrir alvöru líkt og Japansmenn og fara að láta til sín taka í hlutfalli við inannfjölda um sameiginleg menn- inngarmál þjóðanna. Prentsmiðja Ólafs S. Thorgeirssonar 678 Sherbrooke St., Winnipeg-.

x

Breiðablik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðablik
https://timarit.is/publication/168

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.