Breiðablik - 01.01.1913, Qupperneq 1
BREIÐABLIK.
Mánaðarrit til stuðning's íslenzkri menning.
FRIÐRIK J. BERGMANN
RITSTJÓRI
VII. Ár. WINNIPEG, JAN. 1913. Nr. 8.
Síra Lárus Thorarensen.
i.
Við blæmjúkan blíðstrengja hreim
í blómfögrum, sólhýrum dölum
þú undir þér brosandi, einn:
Þú áttir þinn hugsjóna heim
svo hátt ofar mannglaumsins sölum, —
varst sælastur einmana, einn!
Það gall ekkert hjáróma hljóð
í hljómanna draumlöndum þínum,
né truflandi, þreytandi þys.
Og nóttinni lastu þín Ijóð,
er lukti’ hún þig brúðfaðmi sínum,
við blikandi stjarnanna blys.
Þú gazt engan sorgbitinn séð,
þú sazt um í kyrþey að bæta
hvers aumingja einstæðings böl;
þá svall þér í sorgmóði geð,
ef sástu’ einhvern fátækan græta, —
hver smælingjans kvöl varð þín kvöl.
— Eg man, hvað þinn hugur var hýr
og heiðríkur, víðsýnn og fagur,
hve viðkvæm, en létt var þín lund; —
þín minning í brjósti mér býr
sem brosandi miðsumar dagur,
þótt stutt yrði samverustund.