Frækorn - 15.02.1900, Page 4

Frækorn - 15.02.1900, Page 4
28 FRÆKORN. Slíkir „mentaðir guðfræðingar'1 eru, sem betur fer, einnig til meðal íslendinga. Sérstaklega hafa þó vestur-íslenzku I prestarnir skipað sér á bekk með biblíu- trúuðum mönnum. Hér skulu settar fáeinar tilvitnanir af orðum þeirra : I 3. árg. „Aldamóta“ eru tvær ritgerðir viðvíkjandi þessu máli, önnur eftir séra Friðrik Bergmann, en hin eftir séra Stgr, Þorláksson. Fyrirlestur séra Friðriks Bergmanns er um „Gildi gamla testamentisins.“ Hann er blátt áfram saminn til að verja biblí- una gagnvart árásum frá þeim mönnum, sem halda því fram, að í henni finnist „þversagnir og missögli“. Af niðurlags- orðum þessarar ágætu ritgerðar tilfæri ég eftirfarandi kafla: „Ég hefi tekið nokkrar af þessum svo kölluðu mótsögnum af handa hófi, og vér höfum komist að þeirri niðurstöðu, að þar væru alls engar mótsagnir. Gamla testamentið verður aldrei felt úr gildi með slikum mótsögnum, þótt þær væru þar settar í mílulanga dálka, hver gagnvart annari.11 „En biblían, bæði gamla og nýja testa- mentið, er fyrir mig guðs orð, sálu minni til frelsis. í mínum sáluhjálparefnum er mér þar gefin öll nauðsynleg upplýsing, öldungis samhljóða og sjálfri sér samkvæm frá upphafi til enda. Og gegn um þetta orð finn ég guðs anda gagntaka hjarta mítt og leggja sálu mína í faðm frelsara míns, sem er blessaður um aldir.“* Þessi orð, eins og allur hugsunarháttur séra Friðriks Bergmanns í þessu máli, eru beinlínis á móti þvi, semVerðiljós kennir og hrósar sér af, að sé svo sérlega vís- indalegt. Séra Jón Helgason finnur „þversagnir og missögli i heilagri ritn- ingu.“ Séra Friðrik Bergmann rannsakar slíkar mótsagnir og kemst að þeirri niður- stöðu, að „þar séu engar mótsagnir.“ En auðvitað kemur það mikið málinu við, hvortséra Jón Helgason viðurkennirþennan þjóðkunna embættisbróður sinn sem — „mentaðan guðfræðing.“ [Framh.]. jpeimilið — sfeóii. Heimilið er skóli. Ungdómurinn og barnæskan er sem nýplægð jörð; þau áhrif, sem þá koma fyrir, munu seinna bera ávöxt í lífinu. Sérhver kærleikssönn- un og sérhvert vinsamlegt bros er frækorn. Sérhver ákafi eða önugyrði, sérhver ranglát breytni verður frjó- angi sem fyrirmynd að óvöndun barns- ins; og sú óvöndun teygist með ára- fjöldanum, tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum áfram á eftirkomandi tímum. Orð vor, verk og eftirdæmi, eru fræ- korn, sem sýna, hvað myndast hefir í hjarta barnsins, svo börnin verða marg-oft sem annað forðabúr foreldr- anna til dygða eða lasta. Abraham gat ísak, og ísak erfði dygðir föður síns; en Heródes gat Archelaus, og þannig gróðursettist ranglæti föðurs- ins í syninum. Ó hvílík ábyrgð hvílir ekki á foreldrunum, þegar vér hug- leiðum þetta! Gerðu þess vegna heimili þitt að far- sælasta sviði jarðarinnar, svo framar- lega sem þú vilt leiða börn þín á * „Aldamót“ III, bls. 76. 77.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.