Frækorn - 14.05.1903, Blaðsíða 10

Frækorn - 14.05.1903, Blaðsíða 10
FRÆKORN. 66 STÚLKA Á SKAUTUM. af föllnum Tyrkjum í þéttum röðum hringinn í kring múrtindinn. En maður gleymir skjótt öllu umhverfis, þegar maður fyrst er kominn á skautabrautina. Þvílíkur skautalýður, svo frumlegur og fá- séður, svo fagur og skrautlegur í búningi, er ekki til. Hér eru Svartfjallabúar í rauðum, gullsaumuðum treyjum, með marglita silkilinda, hér eru allir sendi- herrar hinna ýmsu þjóða og hefðar- konur af minnst eins margvíslegu þjóðerni, en þó flestar þeirra Svart- fjalla-konur við hirðina. Menn renna hér álíka vel á skautum eins og í Kristjaníu, sumir betur,aðrir ver en almennt gerist heima, nokkurn fyrirtaks skautamann hef eg eiginlega ekki séð. Prins Píerre Kara Qeorge- witsch, hið nafnkunna serbneska kon- ungsefni, er þó óvanalega góður skautamaður. íþróttamaður og hraust- menni! Eitt með því fegursta, er eg hef séð á skautabraut, var að sjá prins Mirkó og Xeníu systur hans leika saman á skautum. Skautaskemmtun þar syðra að kvöldi dags í tungls- ljósi, með lituðum ljóskerum og hljómsterkri her-músik, með alla hina skrautlegu liti og fallegt fólk, með allt þetta draumóra- fagra, æfintýrlega og skáldlega, sem er Monte- negró séreigið, - það er manni eitthvað það hugðnæmasta og fegursta íþróttaminni, er hugs- ast getur. Eins og sjá má af myndinni á bls. 65, vantar heldur eigi skíðabrekkur í Cettinje, og þær urðu skjótt notaðar. Pað var ritsímað til V ínarborgar eftir skíðum, og frá Noregi kom einnig heilmikil sending. Einn dag sá maður þjóðhöfðingjann sjálfan, einn prinsinn, tvær prinsessumar, prins Kara Qeorgewitsch, nokkra inn- ogútlenda ráðgjafa vera að æfa sig á skíðum; manni gefur sjaldan að sjá svo margt tígið skíðafólk á einum og sama degi. Bezturþeirra allra var eflaust prins Kara Georgewitsch, framúrskarandi íþrótta- maður. Hérna sjáum við hann.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.