Frækorn - 15.10.1903, Blaðsíða 6

Frækorn - 15.10.1903, Blaðsíða 6
134 FRÆKO RN. Misheppnuð »tilraun« Einhver mér ókunnur maður, að nafni Eggert Jochumsson, hefur fyrir nokkru látið prenta h'tinn bækling, er hann nefnir: »Tilraun með nokkrum orðum, að hrekja ritgjörð aðventistans D. Ostlunds, er nefnist: Hvíldardagur drott- ins og helgihald hans fyr og nú. Reykj- avík 1903.« Bæklingur þessi inniheldur alls engar röksemdir um málið, er aðeins staðlaust fleipur og er vægast talað »misheppnuð tílraun«, og verðum vér að álíta, að hún hljóti að opna augu manna fyrir því, að sunnudagshelgihaldið er aðeins manna- skipun, án alls stuðnings í guðs orði. Þótt það því eigi virðist nauðsynlegt að rita neitt móti bækling þessum, vil eg þó, höf. hans og öðrum til athugun- ar, minnast lítið eitt á hann. Höf. byrjar með að beina að mér orð • um Krists í Matt. 23,23 — 24, svolátandi: »Vei yður, þér farisear og skriftlærðir, þér hræsnarar, sem gjaldið tíund af myntu, anis og kummeni, en hirðið ekki um það í lögmálinu, sem mest á ríður, sem er réttvísi, miskunnsemi og trú; þetta ber að gjöra, en hitt ekki ógjört að láta. Þér blindir leiðsögumenn, sem frásíið fluguna, en svelgið úlfaldann.* Eggert J, hefur engan rétt til þess að dæma mig þannig. Eg hef og mun framvegis fyrir guðs náð leitast við að »hirða« líka um »það sem mest á ríður« í lögmálinu, sem er »réttvísi, miskunn- semi og trú«. Hann hefur eigi ástæðu, og sízt af hvíidardagsbók minni, til að ætla mér annað. Þar hef eg nógu greinilega haldið því fram,að ö 1 1 guðs boðorð eru heilög og að vér eigum að hirða um þau 611,— Ef Eggert J. vill setja helgihald hvíldardagsins saman við það að »gjalda tíund,« þá segir Jesús greinilega umþað: »þetta ber að gera«,en »hitt eigi ógjört að láta«. Þar hefur hann strax þau orð Jesú á móti sér, sem hann vill snúa gegn mér. Eggert J. segir um mig : »Hann tilfærir allra mesta fjölda—eg vil segja óþarflegan—af greinum úr ritning- unni, þessu máli sínu til sönnunar.« Eggert J. játar hér, að ritningin innihaldi mesta fjölda af vitnisburðum um gildi og heilagleika hins sjöunda dags: honum reiðist bara, að það er tekinn svo mikill >fjöldi« af ritningargreinum þessum fram í bók minni. En sjálfur bæklingur hans er í þessu tilliti harla sannana-snauður. Eggert byggir ekki tilraun sína á orðum ritningarinnar, heldur á sandi ímyndun- arinnar, og því fer, sem fer: hún fellur, en »orð drottins vors stendur stöðugt að eilífu.« Það er nær ótrúlegt, hve langt menn geta gengið í því að halda’á lofti ónýtum mannakenningum. Eggert J. hefur ekki betri skilning á gamla ognýjasáttmálanum, en að hann vill skoða það svo, að í nýja sáttmálanum hafi guð »lagt niður völdin.« Eg tilfæri hér þessi orð, af því að þau tala fyrir sjálf sig : »Það er og hefur ávallt verið algildur siður meðal allra þjóða í heiminum, sjálfsagt þeim, sem siðaðar nefnast, að tigna sinn ríkjandi konung og halda hátíðlega helztu merkisdaga hans afreks- verka, en aftur að leggja fremur til síðu að tígna þann, sem lagt hefur niður völdin og búinn er að afhenda þau öðr- um. Þessu líkt er ástatt fyrir oss öllum, er teljum oss í tölu þegna hins alvalda konungs konunganna, herra JesúKrists.« Eggert J. er eftir þessu hættur að tígna »guð föður almáttugan skapara himins og jarðar«. Hættur er hann að ríkja, alheimsskaparinn, búinn »að leggja niður völdin.« Því kemur ekki til mála að halda helgan hvíldar- og minningar- dag skaparans. Eggert J. finnur með sinni »andlegu« skýringu út, að sunnudagshelgihaldið sé skipað með orðum Jesú. »Leitið fyrst guðs ríkis« o. s. frv. sé sama og sunnu dag- urinn. Að Jesús hér alls eigi talar um einn d a g fremur en annan, að hann hvet- ur menn til þess fyrst af öllu, á öllum dögum og tímum að leita guðs ríkis og hans réttlætis — það dettur þessum »andlega sjáandi« manni ekki í hug. Þegar Eggert enga stoð finnur í heilagri ritningu, ferhannað vegsama Constantinus, manninn, sem fyrst gaf út löggjöf um

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.