Frækorn - 15.10.1903, Blaðsíða 8

Frækorn - 15.10.1903, Blaðsíða 8
136 FRÆKORN. Merkir bindindismenn IV. FriObjörn Steinsson bóksali á Akureyri er nú maður yfir sextugt. Mér er ekki svo kunnugt um æfiferil hans, að eg geti gefið neitt ágrip hér af honum, enda ekki rúm til þess hér. Að eins má geta þess, að hann hefur jafnan notið trausts og virðingar sam- bæjarmanna sinna og samsýslunga, einatt verið fulltrúi þeirra í ýmsum trúnaðar- stöðum. En það er sérstak- lega sem bindindis- manns og Good- Templars, að vér jafnan hugsum til hans og minnumst hans. Hann er elzti Good- Templar landsins, þ. e. hcfur lengst allra Islendinga vcrið í G. T. - Reglunni, þótt hún telji nú ýmsa upp meðal meðlima sinna, sem eldri eru að áratölu. Og það, sem mest er um vert: hann má heita faðir Reglunnar hér álandi, fyrsti Islendingur,sem varð hvatamaður og stuðningsmaður að innleiðslu hennar hér- lendis. Þegar Ole Lie, Norðmaður, sem var búsettur hér eða dvalfastur um stund og sjálfur var Templar, var að hugsa um, að æskilegt væri að koma upp Templara- stúku á Islandi, ef það reyndist vinnandi vegur, þá bar svo heppilega til, að hann komst í kynni við Friðbjörn Steinsson, sem þá var að berjast fyrir bindindi. Hann sagði Friðbirni frá Reglunni og lýsti fyrir- komulagi hennar fyrir honum, og þóttist Friðbjörn þá skjótt sjá, að hér var hinn bezti og skipulegasti félagsskapur til bar- áttu gegn áfeinginu, sem. hann hafði sögur af haft, og bauðst hann þegar til að ljá lið sitt til að stofna stúku, Er vandséð, hvort það hefði svo snemma orðið og svo vel tekist, ef ekki hefði við notið áhuga og dugnaðar Friðbjarnar og þess trausts og fylgis, er hann naut manna á meðal. Varð hann einn af stofnendum stúkunnar »ísafold«, fyrsta stúkunnar, sem stofnuð var á íslandi. Hefur hann jafnan síðan verið, og er enn, einn helzti meðlimur hennar. Hann hefur jafnan verið kosinn Stórstúku-fulltrúi hennar, og hann varð fyrsti Stór-Gæzlumaður Ungtemplara hér á iandi. Hann var og eitt tímabil Stór- Gæzlumaður kosninga. Hann hefur lengi og vel starfað með heiðri, og vér vonum að njóta hans lengi enn. »Good-Templar.< ■<oS> Augrnablik- Ef vér helgum drottni daga vora, því þá ekki cins vel klukkustundirnar, mínúturnar og augna- blikin? Vér metum ekki rétt þýðingu augnablikanna. Lít- um vér yfir sögu kirkjunnar á liðnum öldum, þá sjáum vér, hversu oft hið mikilvægasta verk á rót sína að rekja til eins augnabliks tíma í lífi einhvers af þjónum guðs; máske hefur það verið notað til þess að mæla fimm orð, en þau fimm orð urðu til þess að seðja fimm þúsundir eða jafnvel fimm hundrað þúsundir manna. Það er ekki svo oft, að heil prédikun sem einstök setning úr henni verða til þess að gefa sálinni líf. Og hversu oft hefur drottinn ekki fyllt einstök augnaklik lífs vors með blessun sinni ? Og ef það er svo, hví skyldi hann ekki uppfylla hvert augna- blik ? (F. R, Havergal.)

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.