Frækorn - 15.10.1903, Blaðsíða 7

Frækorn - 15.10.1903, Blaðsíða 7
FRÆKORN. 135 helgihald sunnudagsins. Sunnudagalög- gjöf Constantinusar skoðar Eggert jafn- gilda eins og hún væri frá guði komin. Hann veit auðsjáanlega lítið um hinn svo nefnda »kristindóm« þessa keisara. Það væri því eigi óviðeigandi að minna Egg- ert og aðra á það, að árið 324, 3. árum eftir að hann skipaði sunnudagahelgihaldið, lét þessi »kristni« maður drepa mág sinn, I.icinius; árið 326 lætur hann með köldu blóði myrða sinn eigin son Crispus og aðra konuna sína, Fausta, og allt til dauða síns bar hann nafnið »PontifexMaximus«, æðsti prestur heiðninnar. Fleira þessu líkt mætti tína til. Ætli sá maður hafi verið annað en heiðingi? Ætli sunnu- dagsboð hans hafi ekki verið heiðið boð eins og annað í lífi hans ? Osvífni gagnvart guðs heilaga orði er það, þegar Eggert í enda ritgerðar sinn- ar segir, að það, að »guð hvíldist af öllu sínu verki«, — »sé eigi boðlegt þrosk- uðum mannsanda«. Jæja, »þroskaður mannsandi«! »Þeir þóttust vera vitrir, en urðu heimskingar«, segir orðið um slíkan »þroska«. Bækur. Barndómssasra Jesú Krists ásamt stuttri frásögu um Jóakim og Önnu og dóttur þeirra Maríu mey. — Magnús Grímsson íslenzkaði. 2. útg. Kostnaðarmenn : Sigurður Erlendsson og Samúel O. Johnson. Rvík 1903. Verð 40 au. Saga þessi er samandregin úr hinum svo kölluðu »apokrýfisku bókum hins nýja testamentis,« þ. e. rit, sem voru gefin út á ýmsum tímum á hinum 4 fyrstu öldum krisninnar eins og réttar frásögur um Krists líf hér á jörðunni, en vegna hins hjátrúarfulla innihalds þeirra voru þau eigi í heiðri höfð eins og t. d. hin 4 guðspjöll í nýja testamentinu. Þessi apokrýfisku rit, sem Barndómssagan er dregin úr, eru í raun réttri þjóðsögur um frelsarann og þá viðburði, sem standa í sambandi við hingaðkomu hans í hold- inu, og margur maður mun, ef til vill, hafa ánægju af því að lesa þessa Barn- dómssögu, sem hér er á boðstólum, vegna þess, að hún er hin bezta lýsing á þjóðtrúnni á þessum öldum hjá þeim þjóðum, sem við kristni tóku og í barns- legri einfeldni trúðu mörgu um hérveru frelsarans, sem ekki getur staðist sak- legri rannsókn. — En sé bókinni trúað sem guðsorði, þá verður hún til þess að auka hjátrú manna.og um leið draga úr gildi hins áreiðanlega guðlega orðs. — Það mun þó varla verulega hætt við því að menn geri það, af því að maður geti varla tekið hana bókstaflega sanna. Nýja testamentið. Með myndum. Utgefendur: The Scripture Gift Mission, London, og Friðrik H. Jónes, Akureyri. Píentuð í London 1903. Þessi litla, handhæga útgáfa af nýja testamentinu mun vafalaust verða mörg- um kærkomin. Hún er ekki stærri en svo, að hægt er að hafa hana í vasa, og þó er prentið mjög skýrt. Myndimar eru hrein listaverk og gera bókina enn eigulegri. Eins söknum vér þó í þessari útgáfu, en það vantar lfka í hinum út- gáfum heilagrar ritningar á íslenzku. Það eru tilvitnanir undir versunum til annara staða í biblíunni. Slíkar tilvitn- anir milli tilsvarandi ritningargreina eru til stórmikillar hjálpar fyrir menn til þess að kynnast ritningunni og skilja hana. Vonandi verða þær í hinni nýjú þýðingu, þegar hún kemur. Vekjarinn heitir nýtt rit, sem Sigurbjörn Astv. Gíslason gefur út. Tvö hefti eru út komin, og kostar hvert þeirra 15 au. Innihaldið er kristilegs efnis.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.