Frækorn - 15.10.1903, Blaðsíða 14

Frækorn - 15.10.1903, Blaðsíða 14
*42 FRÆKO RN. orku, ef vér hefðum svolítið meira að lifa af, svo að kona og börn ekki þyrftu að lifa svo spart og oft ganga soltin. Þessi orð voru sögð karlmannlega og blátt áfram og þó með mikilli tilfinningu. Samt virtust þau ei hafa nokkur. áhrif á herra Oriffith. — Vér biðjum aðeinsum sex pence (45 au). í viðbót um daginn, herra Qriffith, sagði Hugh Roberts með mjúkri rödd. Herra Griffith gerði lauslega áætlun. Hann hafði 300 rnenn í vinnu, og hann fann, að launahækkunin, sem farið var fram á, mundi á einu ári nema meiru en 2,000 pd. sterl. (36,000 kr.). Hugsunin um þetta gerði hann harðan gegn ósk verkmannanna. — En, herra Griffith, sagði Robert, athugið þó, hvað það þýðir að framflylja fjölskyldu á 3 shillings um daginn. - Það er vafalaust ekki létt, svaraði herra Griffith; en eg get samt ekki orðið við ósk yðar. - Neitið þér þá, herra Griffith, að hækka laun vor? - Já, það geri eg. Ef þér getið fengið meiri borgun annarstaðar, þá mun eg auð- vitað ekki aftra yður frá að fá bætt úr kjörum yðar. - Það getum vér ekki, svaraði Hugh dapur- lega, um leið og hann þrýsti saman hattin- um milli hinna grófu handa sinna. Vér höfum ekki önnur ráð en að vinna fyrir yður og taka á móti því, sem yður þóknast að borga oss. - Já, hugsið þér um það, sagði herra Griffith í betra skapi, því hann var nú viss um að hafa unnið, og þér munuð sjá. að eg get eigi borgað meir en aðrir verksmiðjueigendur borga. Eg efast ekki um, að kona yðar og börn munu geta innunnið sér eitthvað til hjálpar. Mennirnir fóru burt með sorg og vonbrigði málaða í andlitum sínum, eins og lífið væri þeim harður og dapur bardagi. Þeir voru varla farnir, fyr en Katy kom inn til föður síns. Katy var yndi hans og uppá- hald og sólskin tilveru hans. Það var hennar vegna hann langaði til að verða auðugur, til þess að hún gæti fengið hin beztu hjónabands- tilboð, eins og hann var vanur að komast að orði. — Þeir munu ekki hugsa um ætt Johns Griffiths, sagði hann við sjálfan sig, bara dóttir hans fær nokkur hundruð þúsund pund i með- gjöf- — Hvernig líður þér, elskan mín ? spurði fað- irinn með ánægjubrosi, er hún kom inn. — Mér líður æfinlega vel, svaraði hún stutt- lega. En, pabbi, hverjir voru þessir fátæku menn, sem eg mætti í tröppunni. Hafðir þú gefið þeim ofanígjöf fyrir eitthvað? — Hví spyrðu svona, Katy ? — Af því þeir litu svo hugfallnir út. — Gerðu þeir það? spurði hr. Griffith með alvörugefnum málróm. — Já, pabbi. Og eg heyrði einn þeirra and- varpa, eins og hann væri þreyttur á lífinu. — Það voru verkamenn frá verksmiðjunni, Katy. — Og því komu þeir hingað? Sagðir þú þeim eitthvað viðvíkjandi vinnu þeirra? — Nei, það gerir verkstjórinn. — Hvað vildu þeir þá? — Þú ert fjarskalega forvitin, elskan mín. — Það er ekki svar upp á spurningu mína, sagði stúlkan einbeitt. — Ef þú endilega vilt vita það, þá komu þeir til þess að biðja um launahækkun. — Og það gafst þú þeim auðvitað ? — Það gjörði eg auðvitað ekki. Hví skyldi eg gera það ? — Af því að þeir þurfa þess með. Hversu mikið fá þeir í laun? — 3 shillings um daginn. — Aðeins 3 shillings! kallaði Katy upp. Og með þessu verða þeir að sjá um fjölskyldur sínar? — Já. — Ó, pabbi, hvernig getur þú borgað þeim svona lítið?

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.