Frækorn - 15.10.1903, Blaðsíða 11

Frækorn - 15.10.1903, Blaðsíða 11
FRÆ.KORN. 139 Einkennileg trúarbrögð Kristiles vísindi (“Christian Science"). Kona heitir Mrs. Mary Baker Eddy. Árið 1866 gaf hún út bók, sem heitir „Science and Health, with Key the Scriptures". Síðan hefur bók þessi verið endurskoðuð og marg- sinnis útgefin. Á þessari bók er kirkja hinna „kristilegu vísinda" grundvölluð. Pessi trúar- bragða flokkur telur nú um miljón játenda og sýna skýrslur þeirra, að þeir hafi með „vís- indum" sínum læknað2,000,000 sjúkra manna, hvað sem hæft er í því. Engum getur dulist, að nýr kristinn trúar- flokkur, sem árið 1866 hafði að eins einn meðl, stofnandasinn,en árið 1901 hefur 1,000,000 meðl., 623 kirkjurog eignirjupp á 12,000,000 doll.í þessu landi einu (Ameríku), er trúarleg hreyfing, sem hlýturað hafa mikla þýðingu. Það mætti virðast, að hætta væri á, að þessi trúflokkur mundi gleypa í sig alla aðra kirkjuflokka eftir vexti hans að dæma á einum mannsaldri. Enda stendur kirkj- unni hinn mesti stuggur af þessari hreyfingu og er nú tekið að vinna á móti henni af krafti. í bókinni áður nefndu, „Science and Health", er kennd spánný mannfræði. Rétt eins og kenn- ing Darwins tengdi manninn óslítanlega við dýraríkið, eins tengir kenning þessarar bókar manninn við andlegan uppruna. I sjálfu sér er þetta nú ekki neitt tiltökumál frá kristilegu sjónarmiði. En Mrs. Eddy gengur miklu lengra en þetta. Það er kenning hcnnar (sem á að vera vísindaleg) urn efni og afl og hin líkam- legu skilningarvit, sem mest er frábrugðin venjulegum skoðunum manna. Hún staðhæfir, að til sé eintingis einn kraftur eða afl í heim- inum. Og þetta eina afl er það, sem vér köllum hugsun. Hugsunina gjörir hún í rauninni að guði (God-thought — kallar hún það). Þó virðist hún ímynda sér aðra tegund hugsunar, heldur en þessa „guð-hugsun", og hana kallar hún „mannlega hugsun" eða „dauð- lega hugsun" (mortal thought). Það, sem vér köllum illt, er ekki til nema í þessari „dauðlegu hugsun". Hún kennir, að líkamlegt efni sé ekki til sem efni og alls ekki neitt líkt því, sem það sýnist fyrir vorum fimm skilningar- vitum. Að, ef sjúkdómur kemst í líkamann og staðnæmist þar, þá stafi það einungis af óeðlilegu ástandi hinnar andlegu meðvitundar; og ef þetta ósanna og ónáttúrlega ástand með- vitundarinnar breytist í rétt og eðlilegt ástand, þá komist enginn sjúkdómur að líkamanum, eða hafi hann verið þar áður kominn, þá hverfi hann strax burt og meðvitundin (hugsunin) er komin í rétt ástand. í stuttu máli kennir Mrs. Eddy, að vér í rauninni séum andar, að einungis andi vor hafi virkilega tilveru, og að oss sé ætlað að lifa eins og andar; hugsa um hið andlega lífslögmál, en ekki lögmál líkam- legrar tilveru, og fyrir það fullkomna andans náttúrulögmál að fá uppfyltar allar vonir og eftirlanganir, og skoða alla hluti, líkami vora og heiminn, frá andlegu sjónarmiði. Einna mest hrieykslast menn á kenningu Christian Scientists um hið illa, syndina. Þeir kenna, að ekkert illt sé til, í raun ogveruengin synd. Þeir segja, að hið illa hafi enga virki- lega tilveru, sé einungis skortur á hinu góða, eins og myrkrið sé einungis skortur á ljósi, en ekki virkileiki í sjálfu sér. Synd og sjúkdómar og allt illt eru frá þeirra sjónar- miði ekki til í sjálfu sér, en virðist vera til, af því hið góða, guð, er ekki í manni. Þegarguð og „guðs-hugsunin", sem er eini virkileikinn, er til manns kominn, þá finnst engin synd, enginn sjúkdómur, ekkert illt. Sem nærri má geta, hafa þessar kenningar Mrs. Eddy og Christian Scientist-anna fengið harða dóma. Það er staðhæft, að þær séu hvorki kristilegar né vísindalegar, þó þær beri það nafn. Þær eru ókristilegar af því þær eru ólíkar Kristi og kenningum hans, og þær eru óvísindalegar af því uppgötvanir þeirra eru óáþreifanlegar og ósamhljóða. Bent er á, hvernig grundvallar kenningin um óveruleika sjúkdóma og synda komi í bága við píslir

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.