Frækorn - 15.10.1903, Blaðsíða 15

Frækorn - 15.10.1903, Blaðsíða 15
FRÆKORN. 143 — Eg borga eins mikið og aðrir verksmiðju- eigendur, svaraði faðirinn. — En þeir geta eigi lifað af 3 shill. á dag, aumingja mennirnir. Hve mikið meira báðu þeir um? — Sex þence á dag. — Aðeins sex þence á dag, og þú vildir ekki gefa þeim svo mikið í viðbót, sagði Katy ásakandi. — En hugsaðu um það, elskan mín, aðfyrir alla verkmenn mína myndi þetta verða alls meir en 2,000 pund um árið. — Og hve mikið græðir þú þá um árið, pabbi ? — Þetta^ ár, svaraði hr. Griffith stoltur, held eg, að eg muni koma til að græða nál. 15,000 pd. — En þú þarfnast ekki svo mikils handa okkur, pabbi ? — Nei, við þurfum eigi nema 4,000 pd. — En afgangurinn? — Hann legg eg í sjóð handa Katy minni. — Með því að tekjur þínar eiga að ganga til mín, þá borgaðu verkmönnunum 1 shilling meira um daginn, sagði Katy. Pað verður samt nægilegt handa mér. Eg mundi eigi geta haft nokkra ánægju af þeim peningum, sem yrðu teknir frá svo mörgum fátækum mönnum. Hugsaðu þér, pappi, hversu mikið betra þeir gætu haft það, ef þeir fengu 1 shilling meira um daginn, og hve lítið það skyldi þýða fyrir mig. Eg verð hvort eð er eins auðug og eg óska að verða. Minnstu þess, pappi, að þú varst sjálfur einu sinni fátækur, og því ættirðu að hafa samhrygð með hinum fátæku. Þessi orð komu hr. Griffith til að minnast þess harða bardaga, sem hann hafði haft á yngri árum, og sú eigingirni, sem hann nú sýndi gagnvart hinum fátæku verkmönnum sínum, lagði sig þungt á samvizku hans. Hann fór að verða gagntekinn af sömu tilfinningum og hans glskaða dóttir. - Er þér alvara, Katy, það sem þú segir 5 spurði hann. —Já, vissulega, pabbi minn. — En ef eg geri, sem þú vilt, þá keinur það til að hafa mjög mikil áhrif á hina tilvonandi æfi þína. — En eg mun verða svo glöð, þegar eg hugsa um, að þessir menn fá það þægilegra. Pabbi, viltu ekki gera þetta? —, Katy, svaraði faðirinn. Eg skal gera það. Aðrir verksmiðjueigendur munu álíta, að egsé búinn að missa vitið, en eg kæri mig ekkert um það, aðeins eg geti gert þig ánægða, elskan mín. — O, pappi, egelska þig nú meira en nokkurn- tíma. Og góðhjartaða stúlkan sló örmum sínum um háls föður síns. Þjónn var undireins sendur til hins ömur- lega húss Hugh Robertstil þessað biðjahann um að koma aftur upp til herra Griffiths. Róbert sat þungbúinn í hinu lítilfjörlega herbergi sínu, þar sem allt bar vott um söknuð og neyð. Hann skildi ekki, hvað um var að vera; hugsaði að sér nú ef til vil yrði sagt upp fyrir það, að hann svo djarflega hafði farið fram á launa- hækkunina. En hann fór og stóð innan margra minútna aftur frammi fyrir verkveitanda sínum. — Eg hef hugsað frekara um ósk yðar, sagði herra Griffith vingjarnlega. Og þótt eg efist um, að nokkur annar verkveitandi mundi samþykkja hana, þá hef eg samt ákveðið að gera það. — Guð blessi yður, herra Griffith, sagði Hugh Roberts, um leið og glaðnaði yfir and- liti hans. Drottinn himnanna skal launa yður. Munum vér héðan af fá 3 shilling og 6 pence um daginn? — Eg skal gefa yður 4 shíllings um daginn. — 4 shillings! Er það alvara yðar? - Já, það er það. Eg skal segja verkstjóran- um þetta á morgun. Hugh Roberts fór að gráta, en tárin voru gleðitár. — Allir verkmenn yðar munu blessa yður, herra Griffith, sagði Roberts.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.