Frækorn - 13.10.1904, Qupperneq 3

Frækorn - 13.10.1904, Qupperneq 3
FRÆKORN. 163 þólska klerkavaldi; þegar bannfæring páfans útilokaði hann »frá guði og allri fre!sun«; þegarhannvar gefinn á vald hins illa, þá var hann samt ör- uggur og gat sungið: »Vor guð er borg á bjargi traust.« Og hver sá, sem hefir fengið þá trú á drottin sjálfan og orð hans, sem Lúther hafði, hann metur einskis sleggjudóma ofstækismanna og fylgir rólegur orðinu, sem er >andi og líf«. Hann tilheyrir þeim flokki, sem drott- inn talar um í Opinb. 14, 12: »Hér eru þeir, sem varðveita boðorð guðs og trúna á Jesúm.« Er laugardagurinn hinn sjö- undi dagur vikunnar? Já, vitnar tímareikningurinn. Já, segja flestir þeir, sem halda sunnudaginn heilagan; því að hann halda þeir einmitt sem fyrsta dag vik- unnar; en allir skilja, að sé sunnu- dagurinn fyrsti dagur vikunnar, þá er líka laugardagurinn hinn sjöundi. Samt sem áður virðast sumir verða efablandnir, þegar kenningu biblíunn- ar er haldið fram, jafn ómótmælanleg og hún er um það, að hinn sjöundi, en ekki hinn fyrsti dagur vikunnar er hvíldardagur; þá segja sumir: »En það er þó ekki svo auðvelt að vita það með neinni vissu, hver dag- urinn er hinn sjöundi, það getur ef til vill eins vel verið sunnudagur eins og laugardagur.« Pað er við þá, sem þannig tala, að vér hér viljum segja nokkur orð. Enginn þarf að vera í óvissu út af þessu máli. Bibiían sýnir mjög svo greinilega, að laugardagurinn er hinn sjöundi dagur vikunnar. í 2. Mós. 31, 16 lesum vér: ísraelsmenn skulu halda hvíldardaginn, svo þeir gerí hvíldardaginn að eilífum sáttmála fyrir sína eftirkomendur.* Þegar hinn eih'fi guð sagði forðum daga, að ísraels börn mundu halda hvíldardaginn heilagan gegn um ald- irnar, þá er það full trygging fyrir því, að þeir hafa gert það. Saga þeirra og vitnisburður sjálfra þeirra sanna líka þetta. Feir hafa haldið hvíldardaginn, að vísu ekki eins og þeir ættu að halda hann, þeir hafa ekki haldið hann af »lyst« oggleði, (Es. 58, 13), en í hinu ytra hafa þeir haldið fast við hann. 7 — 8 miljónir Gyðinga eru nú í heiminum. Spyrðum vér þá um það, hver dagur sé hvíldardagur, þá mundu þeir ekki svara: »iJað vitum vér ekki; þaðereftil vill laugardagur, en líka ef til vill sunnudagur.« Nei, þeir mundu svara afdráttarlaust, allir þessir vottar: »Það er laugardagurinn, sá dagur og enginn annar; vér höfum varðveitt hann gegn um aldirnar; í sannleika: hann er drottins heilagi hvíldardagur « — Þurfum vér framar vitnannavið? Drottinn, sem ekki getur logið, sagði til forna, að ísraelsmenn, eða Gyð- ingar, mundu framvegis halda hvíld- ardaginn (hinn sjöunda dag) meðal »eftirkomenda sinna«. Pau orð hafa komið fram. Hver einasti Ísraelíti, sem heldur!augardaginn,er lifandi vott- ur þess, að sá dagur er »hvíldardag- ur drottins«. Lesari! Heldur þú hvíldardaginn heilagan samkvæmt guðs orði? Ef ekki, hví ekki? £átið börnin koma fil Jesú ! »Bannið þeim ekki að koma«, segir Jesús. Berið þau í bæninni til drottins; hann mun enn sem fyr leggja hendur sínar yfir þau og veita þeim blessun sína. En gleymið ekki, foreldrar, að vera börnunum samferða til Jesú. Tal- ið við börnin um frelsarann og elsku hans til mannanna og biðjið með börnunum til hans. »Þá munuð þið geta vænst þess að fá börnin með ykkur á drottins vegu, svo að þið á síðan munuð geta sagt: »Sjá, hér erum við og þau börn, sem drottinn gaf okkur.«

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.