Frækorn - 13.10.1904, Page 4

Frækorn - 13.10.1904, Page 4
164 F R Æ K O R N. Um barnaskírnina hélt séra Fr. Friðriksson fyrirlestur hér í R.vík 7. þ. m. Har.n hélt þar fram ýmsum atriðum, sem vér álítum heilaga skyldu vora að mót- mæla, eins alvarlega og stillilega og vér getum. Áður en séra Fr. Fr. byrjaði fyrirlestur sinn, bað hann til drottins um náð til þess að fara rétt með efnið, sem hann hafði valið sér. Slík byrjun við kristilegar samkomur er auðvitað vel við eigandi og sjált'sögð, en aðferð fyrir- lestrarmannsins í sambandi við bænina var harðla einkennileg: hann fletti upp í íslenzku biblíunni í Matt. 28. kap. 18.-20. v. og las þar - ekki það, sem í biblíunni stendur („Far- ið og kennið öllum þjóðum og skírið þær“ o. s. frv.), heldur alt annað: „Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum með því að skíra þær", o. s. frv. Ekki sagði fyrirlestrarmaður eitt orð um, að hann væri að leiðrétta það, sem hann áliti ranga þýðingu í biblíunni nieð því að setja þetta í stað þess, sem í bibl- íunni stendur; og er því ómögulegt að skoða þessa lestraraðferð prestsins öðruvísi en sem tilraun til þess að fá menn til að trúa, að svona væri útleggingin í íslenzku biblíunni, Oxford-útgáfunni, sem hann hélt á og virtist lesa í, þótt hann rangfærði eins stórkostlega og bent er á hér að framan. Oss er vel kunnugt, að séra Jón Helgason hefir þýtt þennan stað á líkan veg og séra Fr. Fr. nú vildi reyna að lesa inn í Oxford- útgáfuna. En séra Fr. Fr. hlýtur að vita, að sú þýðing séra Jóns er ekki nákvæm. Vér höfum áður bent á þetta í „Fræk." I., 21 og II., 16. Fyrir þá, sem kæra sig um að vita, hvað satt er í tilefni þýðingar þessa teksta, viljum vér setja orðin á grísku og undir hvert þeirra nákvæma þýðingu á íslenzku: Poreulhentes oun matheteusate panta Farandi því gjörið að lærisveinum allar ta ethne baptizontes autous eis to onoma þjóðirnar skírandi þá til nafns tou patros kai tou hviou kai tou hagiou föðurins og sonarins og hins heilaga pneumatos anda Sagnorðið baptizontes er haft í præser.s perticip, og má þýða það orð fullkomlega nákvæmt á íslenzku, þar sem sama orð- mynd er til, nefnilega: „skírandi". En því gjöra þá þessir menn það ekki? Orð þetta er þýtt „skírandi" í Frumvarpi til endurskoðaðrar handbókar presta (bis. 27), og í íleirum beztu þýðingum á öðrum málurn. Sé það þýtt þannig, þá getur enginn sagt það rangt vera. En sönnun tekstans fyrir barnaskírninni yrði þá lakari. Tekstinn segði þá ekki, að það að vera skírður og að gjörast lærisveinn Jesú væri eitt og hið sama, eins og ung- barnaskírnarverjendur ranglega vilja hafa það. Að þessu athuguðu er óhætt að segja, að sæmra hefði verið fyrir séra Fr. Fr. að lesa teksta sinn úr Matt. 28., 18-29 eins og hann hljóðar í íslenzku biblíunni, og heppilegra hefði það líka verið, því ræða hans hefði þá hlotið að verða biblíulegri, en raun varð á. Séra Fr. Fr. trúir því sjálísagt einlæglega, að það sé rétt að fara þannig með guðs orð, en bæði hann og aðra, sem vilja gjöra rétt, viljum vér fyrir guðs heilaga augliti vara við slíkri aðferð. „Skírnin er inngönguskilyrði í guðs ríki; skírnin (barnaskírnin) er endurfæðing", sagði séra Fr. Fr. „Skírnin er verk, sem vér eigum engan þátt i; hún er drottins verk" o. s. frv. Að það sé ómögulegt að tala um endur- fœðing án trúar, gekk hann alveg fram hjá. Orðið segir: „Án trúar er ómögulegt guði að þóknast." Heb. 11, 6. Séra Fr. Fr- sagði, að börnin yrðu „réttlætis aðnjótandi fyrir skirn- ina“. Ritningin segir: „Réttlættir fyrir trúna höfum vér því frið við guð." Róm. 5, 1. Börnin geta ekki haft trú, því að „trúin kemur af heyrninni, en heyrnin fyrir guðs orð." Róm. 10, 15. Er það nokkur maður, sem heldur í alvöru, að hægt sé að prédika fyrir nýfæddu barni, svo það taki trú? En skírnin á aðeins við hjá þeim, sem trúa, því að Kristur segir: „Sá, sem trúír og verður skírður, mun hólp- inn verða." Mark. 16, 16. Ekki gat séra Fr. Fr. þess, að guð í sínu orði býður skírnina sem skyldu, er maðurinn sjálfur á að taka þátt í að framkvæma. En lesum Post.g. 2, 38: „Takið sinnaskifti og hver yðar láti skíra sig til nafns Jesú Krists." Á slík skipun við ómálga börn? Eða á hún við menn, sem geta framkvæmt hana? „Skírnin er ekki vort verk. Börnin eru miklu hæfari til þess að verða skírð heldur en fullorðnir menn", sagði séra Fr. Fr.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.